Alþýðublaðið - 20.09.1960, Blaðsíða 13
IDGE
★
SPIL það er hér fylgir
spilaði Adam Meredith í Ca-
vendish Club í New York.
Meredith er heimsþekktur
brezkur spilari, en Cavendish
Club er frægasti bridgeklúbb
ur í New York. Spil þetta er
svo vel spilað, að „The Brid-
ge World“ valdi það sem
verðlaunaþraut.
Blaðið setti þrautina þann-
ig fram:
S. K52
H. ÁK4
T. 653
L. KD43
S. ÁD63
H. 752
T. Á74
L. Á62
Suður gaf. N-S á hættu.
Sagnir:
S. 1 spaði
pass
'V. 4 tíglar
paas
N. 4 spaðar
A. pass
Útspil vesturs var tígul-
kongur. Austur lét tíguláttu.
Vestur spilaði næst tígul-
drottningu, og austur lét
hjartaáttu, en spilarinn tók
á tígulás.
Spilarinn tók nú ás, kóng
og drottningu í trompi. Aust-
ur fylgdi lit tvisvar, en lét
hjartasex í þriðja trompið.
Hvernig á nú suður að
spila spilið?
Nú skuluð þér athuga hvað
þér vilduð gera. Þegar þér
hafið lokið því, skulum vér
athuga spil austurs og vest-
urs.
Hér sjáum vér öll spilin:
S. K52
H. AK4
T. 653
L. KD43
S. G984 S. 10 7
H. 9 H. D G* 10 8 6 3
T. KDG10 92 T. 8
L. 95 L. G 10 8 7
S, ÁD63 *
H. 75 2
T. Á 7 4
L. Á6 2
Ef þér hafið þegar reynt að
vinna spilið á lokuðu borði.
þá er ég þess nokkuð fullviss,
að það hefur ekki heppnast,
og er í alla staði eðlilegt.
En getið þér unnið spilið,
er þér sjáið allar hendurnar?
Meredith vissi, að vestur
átti 4 spaða og 6 tígla. Hann
spilaði því smáhjarta og tók á
hjartakóng. Næst tók hann á
laufkóng, og spilaði síðan
htlu laufi, og tók á laufás. —
Báðir mótherjar fylgdu lit.
Meredith sá nú hvernig hann
ætti að spila spilið áfram.
Þér skuluð nú ekki lesa
lengra strax, en athuga, hvort
þér komið ekki auga á lausn-
ina.
Meredith spilaði nú þriðja
og síðasta laufi sínu- að heim-
an. Vestur gat ekkert betra
gert en að láta tígul. Lauf-
drottning tók slaginn, og nú
var síðasta laufinu spilað úr
blindum, en austur tók á lauf-
gosa.
Meredith lét taptígul sinn
af hendi!
Austur átti nú aðeins hjarta
eftir, og spilaði þvi hjarta-
drottningu, og vestur gat ekki
betur gert en að láta tígul.
Blindur fékk því slag á hjarta
kóng,
Næst var spilað tígli úr
blindum, og suður tók á
tromp sex, og það var 10 slag-
ur hans.
Ef vestur hefði átt tvö
hjörtu og eitt lauf, væri ekki
hægt að vinna spilið.
Trompi austur í öðrum slag
HLJÓÐ-
RÆSTING
Philadelphia.
BANDARÍKJAMENN
velta nú mjög fyrir ser
hvernig hægt er að hljóðein
angra hús og „hljóðræsta“
þau ef svo mætti að orði
komast. Fyrirtæki eitt gerir
nú tilraunir með sérstakt
efni í loftum, sem minnkar
hávaða í íbúðunum og talið
er að þetta geti dregið mjög
úr hávaða inannhúss. Þá er
einnig talið mikilvægt að
haga innréttingu þannig að
sem mestur hávaði eyðist og
eiga svefnherbergi til dæmis,
að vera sem f jarst þeim her-
bergjum þar, sem hávaðinn
er sem mestur.
Myndin sýnir stofu búna
hinu nýja ,,hljóðdrekkandi“
efni og getur húsbóndinn les
ið ótrúflaður af hljóðfæra-
WWWWWWWWWWIWIWW
(tíguldrottningu), þá verður
bezt fyrir hann að spila næst
laufi. Spilarinn tekur þann
slag, og spilar trompi 4 sinn-
um. 'Vestur á fjórða slaginn á
trompgosa. Hann á þá ekkert
betra útspil en lauf.
Staðan verður nú.
S. —
H. ÁK
T. 6
L. 4 3
S. — S. _
H. DG10 H. 9
T. — T. G 10 9 2
L. 10 8 L. —.
S. —
H. 75 2
T. Á
L. Á
Tígulútspil sagnhafa setur
Austur í dauðadæmda kast-
þvingun
Framhaltl á 14 síðu.
Veiting skólastjóra-
stöðu í Kópavogi
Alþýðublaðinu hefur
borizt eftirfarandi sam-
þykkt.
„Fundur kennara Gagnfræða
skóla Kópavogs, haldinn í
Reykjavík 15. sept. 1960 mót
mælir einróma setningu Odds
A. Sigurjónssonar sem skóla-
stjóra við Gagnfræðaskóla
Kópavogs, og átelur harð-
lega, að gengið hefur verið
fram hjá Ingólfi A. Þorkels-
syni, sem fékk fjögur at-
kvæði af fimm í fræðsluráði,
hefur eindreginn stuðning
samstarfsmanna sinna, hefur
að baki 10 ára starf við skól-
ann, var fyrsti kennari skól-
ans, hefur náð ágætum ár-
angri í starfi, hefur mjög
góð meðmæli frá þeim skól-
um öðrum, er hann hefur
starfað við og eindregin með-
mæli fráfarandi skólastjóra
og auk þess háskólapróf fram
yfir Odd A. Sigurjónsson.
Fundurinn vekur athygli
á þeirri staðreynd, að með
þessari veitingu eru þver-
brotnar gildandi reglur um
veitingu skólastjóra- og kenn
araembætta svo freklega, að
ei'nsdæmi mun vera, þar sem
sá umsækjandinn, sem ekk-
ert atkvæði fær í fræðslu-
ráði, er settur skólastjóri,
ennfremur bendir fundurinn
á, að lítið tillit er tekið til
menntunar umsækjenda, þar
sem háskólapróf er hundzað,
og ekki heldur tekið tillit til
ágæts árangurs í starfi né
hins langa starfsferils við
skólann.
Á grundvelli þessara stað-
reynda mótmælir fundurinn
þessu einstæða gerræði
menntamálaráðherra, þessari
fáheyrðu misbeitingu valds,
svo og niðurstöðunum í um-
sögn fræðslumálastjóra, þar
sem gengið er fram hjá áður
nefndum staðreyndum.
Ingólfur A. Þorkelsson sat
ekki fundinn.“
Alþýðublaðinu finnst það
mannlegt og eðlilegt, að kenn
arar eins skóla standi með
einum úr sínum hóp, er hann
sækir um skólastjórastöðu,
og mæli með honum. Það
breytir hins vegar ekki þeirri
staðreynd, að tveir umsækj-
endur um skólastjórastöðuna
í Kópavogi, Oddur A. Sigur-
jónsson og Jón R. Hjálmars-
son, höfðu fram yfir alla hina
langa reynslu sem skóla-
stjórar. Við veitingu emb-
ættisins var ógerningur ann-
að en taka höfuðtillit til þess
arar staðreyndar, eins og
fræðslumálastjóri gerði í um-
sögn sinni, er hann tók þessa
tvo menn út úr hópi um-
sækjenda. Þar eð Jón tók aft-
ur umsókn sína, var sjálfsagt
að skipa Odd í embættið.
Það er algerlega út í höttj
að kalla þessa embættisveit-:
ingu „gerræði“ og „fáhevrðaj
misbeitingu valds.“ Mennta-i
málaráðherra er falið það
vald, að skipa skólastjóra,
þótt álit skólanefndar eigi
að liggja fyrir, og fjöldi for-:
dæma er fyrir því frá mörg-
um ráðherrum, að ekki er far-j
ið eftir útnefningu skóla-i
nefnda.
Furðuleg er frammistaða
skólanefndar í þessu máli.
Hún hafnar þeim tveimi
mönnum, sem augljóslega
höfðu mesta kosti til starf-
ans.
En furðulegastur af öllú
er þó sá úlfaþytur, sem kenn-
arar skólans viðhafa.
Vel mega þeir vita, að
þeir eru ekki aðilar þessa
máls nema þá sem sjálfboða-
liðar. Sem slíkir verða þeir
auðvitað að sætta sig við
hvorn kostinn sem veitingar-
valdið velur, að taka, eða
taka ekki tillit til álits þeirra.
Látum nú vera, að áhugi
þeirra leiði þá svo langt, að
þeir sendi ráðherra álits-
gerðir sínar, óbeðið.
En þegar málið er afgert
og þeir halda ennþá áfram
ýfingum, verður naumast hjá
því komizt að líta á það al-
varlegri augum.
Vant er að sjá hvaða mai'k-
miði slík vinnubrögð þjóna
og næsta torvelt að finna
samhengið milli þessara að-
fara og eðlilegs grundvallar-
sjónarmiðs embættismanna,
að vinna að og standa vörð
um heill þeirrar stofnunar,
sem viðkomandi starfar við.
Að þessu útræddu vill Al-
þýðublaðið hérmeð birta
kafla úr bréfi fræðslumála-
stjóra um þetta mál, svo að
almenningi gefist kostur á að
meta frumgögn:
—„Um umsækjendur skal
það tekið fram, að þrír
þeirra hafa ótvíræð réttindi,
en það eru Ingólfur Þorkels-
son, Jón R, Hjálmarsson og
Oddur Sigurjónsson. Af þeim
hefur Jón Hjálmarsson tví-
mælalaust mesta menntun,
þ. e. a. s. cand. philol.-próf
eða svokallað lektorspróf —
frá Háskólanum í Osló. Um
Ingólf Þorkelsson skal það
tekið fram, að hann hefur
sýnt röskleika og dugnað við
nám, þar eð hann hefur lok-
ið stúdentsprófi í áföngum
og síðan B. A. prófi með
fullu kennslustarfi. — Af um
sækjendum hefur Oddur
Sigurjónsson lengstan starfs-
feril og því mesta reynslu,
en hann hefur verið skóla-
stjóri Gagnfræðaskólans í
Neskaupstað um 23 ára skeið.
Framhald á 14 síðu.
AlþýðublaðiS — 20. sept. 1960 J3