Alþýðublaðið - 23.09.1960, Side 7

Alþýðublaðið - 23.09.1960, Side 7
ÞESSIR sjimpansar gægjast niður í töskuna til að vita, hvort þar séu fleiri bananar, sem þeim þykja mikið lostæti. Þeir heita Moritzt og Kaspar og eiga heima hjá Hag- enbeck í Hamborg. FÁ þeir milljón í fiskibransa eina og aðra og enginn þær telur. Svo líða dagar ojr dögum lýkur og úr fékiassa féð rýkur. Bylur hæst í tómum tunnum bankamenn þegar berja þær utan. Eigi skal sýta þótt einn maður hrapi og milljónagróði verði að tapi. AÐ lesa bréf frá vini mín- um, lesa það hægt og með einlægri hluttekningu, líka það, sem skilst á milli lína: „Þetta er löng saga og leið fyrir mig, alsaklausan, en upphaf hennar er það, að konan mín fór að hafa orð á því fyrjir nokkrum mánuð- um, að það væri alltaf annað slagið varalitur í vasaklútn- um mínum og jafnvel stund- um á skyrtunni. Og þegar ég benti henni hæversklega á það, að sjálf notaði hún oft varalit, þá horfði hún bara á mig með ísköldu augnaráði og hreytti svo út úr sér eftir nokkra stund: — En þetta er allt annar litur en ég nota. Þar með virtist málið út- kljáð af hennar hálfu. Eg hafði verið í keleríi við vél- ritunarstúlkuna í skrifstofu- tímánum. Hún virtist þó í fyrstu ekki taka þessu mjög illa, en var samt annað slagið með glós- ur, og hafði á orði, að það væri nú ekki víst, að ég væri alltaf á fundum, ef ég kom ekki heim fyrr en hálf átta í staðinn fyrir kl. fimm eins og vanalegt er. Eg skal taka tvennt fram: Eg er vinnu- hestur og hef yndi af að vinna, Þess vegna gleymi ég því stundum, að kominn er lokunartími, og ég er ekki einn af þeim, sem keppast við að fara heim á réttum tíma. Hitt er það, að ég hef aldrei haldið fram hjá kon- unni minni, ekki nema. .... Ja, ekki meira um það. Á sunnudaginn lagði ég mig eftir matinn. Þá hafði ég fyrir hádegið ekið niður í bæ til að na í Alþýðublaðið, sem ekki kom um morguninn. Eg tók upp vasaklútinn minn og þurrkaði gleraugun, en það seig á mig einhver værð og ég setti hvorki upp gleraug- un né stakk vasaklútnum á mig. Konan im'n kom inn rétt eftir að ég var farinn að blunda og þurfti endilega að reka augun í klútinn. Hún rak upp hljóð og það munaði engu, að það væri liðið vfir hana. Og ég hrökk upp, öld- ungis undrandi, taldi víst, að það væri komin mús í húsið. En það var nú ekki aldeil- is. Þegar konan loksins mátti mæla, hrópaði hún; •— Sérðu. — Hvað, góða mín? spurði ég, eins sakleysislega og ég gat. Hún sagði ekkert, bara horfði á mig. Þá sá ég að hún var með vasaklútinn milli handanna. — Sérðu stimpilinn eftir varimar á henni, kvensunni, sem þú heldur við. — Jú, það var rétt, það sást móta fyrir rauðu fari í klútnum, sem minnti á var- ir. Ég gat ekkert sagt. Átti ég að kannast við syndir, sem ég hafði ekki drýgt? Þess vegna andmælti ég bara ró- lega. En hún bara öskraði á mig, og eftir þetta var ekki sagt almennilegt orð ailan sunnudaginn. Á mánudaginn, þegar ég kom heim í mat, var enginn matur, bara miði á borðinu, og á honum stóð: — Eg er farin, láttu kvens- una bara elda ofan í þig. Já, hún er farin. í dag er miðvikudagur, og hún hefur sent á mig lögfræðing, sem á að ganga frá skilnaðinum. Eg borðaði lítið á mánu- degi og þriðjudegi, kunni eitt hvað ekki við að borða, þegar blessunin mín var ekki við. En í morgun keypti ég mér Mér varS ekki um sel þegar ég sá mynciima' af honum Daníeli í Tínnanun% í gær, því að ég vissi ekki, að það hefði verig iekin myndl a£ honuni langpfa- bróður mínum. steik í Borg. Eg gleymdi víst að geta þess, að mér þykja rauðrófur ákaflega góðar, vii alltaf hafa rauðrófur með" steikinni, borða mikið af rauð r.ófum. Þegar ég um hádegið i diifí tók rauðrófudósina út úr ísskápnum hellti ég smá dropa niður á skyrtuermina mína, .... og þá rann upp fyrir mér ljós, þarna var lít- urinn. Stimpillinn var ekki eftir neinn nema sjálfan mig. Rauði liturinn var af rauð- rófunum. Og ég las bréf vinar míns með tilhlýðilegri hlnttekn- ingu. EKKERT væri eðlilegra á þessum tímum félagsmála en. þær mæður, sem hafa alið af sér fegurðardrottningar, mynduðu með sér félags- skap, þar sem ræddar yrðu framtíðarvonir dætranna og skipulagðir ýmsir möguleik- ar til að koma í veg fyrir kostnaðarsaman og tímafrek- an skæruhernað. Allir hafa áhuga fyrir vegi og vegsemd fegurðardrottn- inga, en það stendur mæðr- unum næst að sjá svo um að þær beri sem mest úr být- um, bæði efnahagslega og á opinberum vettvangi. Mun varla hafa skort á, að hér- lendar konur hafi látið sitt eftir liggja í því efni, og oft við ærna fyrirhöfn. Fegurðin gleður augað, og með ýmsum smávægilegum Iagfæringum, má skýra hana og bæta, svo hún gleðji aug að enn meir. Til þess þarf á- kveðna kunnáttu, og vart er |því trúandti^ verð'i myndaðl fyrrnefnt mæðrafélag, að duglegar og áhugasamar kon ur geti ekki miðlað nýjum meðlimum af yfirgripsmik- illi reynslu dætra sinna. Þá mundi félagsskapur eins og þessi búa yfir meiri reynslu í því sem lýtur að frægjiinlguj wi nokkur annar félagsskapur. Bindindisfélag ökumanna, stúkan Frón og Daníel Ágústínusson, mundu margt geta lært af mæðrum feguröard.bottninga, m. a. það lítillæti hjartans að tala um blá augu, þótt einhvev annar sé fæddur með þau. Úr dönsku Iæra menn mál- tækið, að æfingin geri meist- arann. Þetta er satt. Og það eru of margar stúlkur búnar að ganga svipugöng erlendr- ar fegurðarsamkeppni til lítils, til að ekki verði eitt- hvað gert í því að nýjum fegurðardrottningum verði kennt samkvæmt reynsln er fyrr fóru, en engir mundu faetur færir að túlka þá reynslu en einmiít mæður fegurðardrottninga, eftir að þær væru húnar að bera sam : an bækurnar í félagsskap. » Erfitt er að finna gott nafn jj á samtök sem bessi. Þó gætu : þau heitið Mæðra- og að- j standendafélag fegurðardísa j íslands fyrir alþjóðakeppni, ; og mætti síðan skammstafa. j Að vísu yrði skammstöfun- : in á félaginu, eins og á j frægu félagi öðru, eða Maf- : ía. En að því væri nokkur ; byr fyrir félagið meðan það j væri að komast yfir byrjun- j arörðugleikana. Ekki færi j hjá því, ef félagið léti álit j sitt í ljós fyrir keppni með j bréfum, sem bæru skamm- : stöfun félagsins, að þeir sem ; úrslitum réðu hugsuðu sig j tvisvar um, áður en þeir : tækju ákvarðanir Mafíunni í ; óhag. Að spila f á vatniÖ I M AÐ minnsta feosti j fcvær frumstæðar þjófjir í önnur í Mið-Afríku, hin * á Borneó, kunna þá list ; að spila á vatnsflöt. Það • eru einkum konur, sem : iðka þessa list. Þær vaða • út í fljótin og slá með j ló.i,|anum á yílrborð : vatnsins eftir vissu og j mjög sterklega hátt- I bundnu hljóðfalli. Það " er ekki einasta að mús- ; ikin verði eins og j írumbiislagur, heldur ; kunna þær að framleiða j mismunandi tóna á j þennan hátt. J C Alþýðublaðið — 23. sept. 1960 y

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.