Sunnanfari - 01.12.1891, Page 2
46
fyrstur vakti eptirtekt Maurers á norrænum
fræðum og máli, var Jakob Grimm og mun
Maurer skjótt hafa séð, hverja þýðing þekking
á þeim mundi hafa fvrir hanr. og þá vísinda-
grein, er hann stundaði, og lagði hann því mik-
inn áhuga á að kynna sér alt slíkt sem bezt.
1857 ferðaðist hann til Danmerkur til þess að
kynnast bæði norrænum söfnum og norrænum
vísindamönnum, og komst hann þá í kynni við
menn eins og Jón Sigurðsson, Guðbrand Vigfús-
son, dómsmálaráðherra Nellemann og geheime-
etatzráð Krieger, sem allir gerðust vildar vinir
hans. Arið eptir fór Maurer til íslands og .ferð-
aðist þar. Datt þá ofan yfir margan mann, því
að það reyndist, að maðurinn talaði ekki ein-
ungis íslenzku, heldur hana svo góða, að það
var eins og kominn væri Sturla þ>órðarson eða
aðrir sagnamenn fornir, því Maurer talaði málið
eins og það er á sögunum og hafði numið það
af sjálfum sér. Voru það einsdæmi síðan Rask
leið, að nokkur útlendur maður mælti svo á ís-
lenzka tungu, og þó ætlum vér að Maurer hafi
talað það því framar að hann nefndi rétt íslenzka
r-ið, en á því kokaði Rask, sem flestum dönskum
mönnum hættir við. Maurer sneri heim aptur
um haustið og kvæntist þá Valerie v. Faulhaber.
A þessari ferð hefir hann aukið mikið þekking
sína á íslandi, og íslendingum féll hinn þýzki
prófessor svo vel í geð, að hann átti vini um
alt land, hvar sem hann hafði komið. þ>á safn-
aði hann til íslenzku þjóðsagnanna sinna, sem út
komu 1860 og ferð hans leiddi einnig til þess,
að þjóðsögur Jóns Arnasonar komust á prent. —
Að fara að telja hér upp alt það, sem Maurer
hefir ritað uin ísland og bókmentir þess að fornu
og nýju er ógjörningur, því það er ógrynni og
nær í öllum greinum og alstaðar vel og er
óhætt að segja, að það hefir víst einginn útlendur
maður og fár innlendur verið jafnvel sem hann
að sér í öllu, er ísland snertir. Jafnframt því
hefir ást hans á landinu lýst sér í hvívetna. Hann
hefir áður ritað um stjórnmál íslands og stutt
málstað íslendinga, þótt nú þyki honum að vísu
ekki ástæða til að fara leingra en komið er, og
er hann eingra víta verður fyrir það, því að slíkt
verður mörgum gömlum manni, þótt vitur sé og
mætur. Auk þess hefir heimili þeirra hjóna í
Múnchen nú um 33 ár verið nokkurs konar föður-
hús fyrir alla fræðimenn af Norðurlöndum og
ekki sízt íslendinga, og hafa margir menn norðan
að numið af honum norræna lögspeki og önnur
vísendi.
Eins og nærri má geta hefir Maurer verið
sæmdur mörgum nafnbótum bæði frá Norður-
löndum og annarstaðar, auk þess sem hann er
heiðursfélagi í fjölda af vísindafélögum og þar
á meðal í Bókmentafélaginu. þ>ar að auki er hann
Dr. í heimspeki; hann var gerður það í sæmdar
skyni af Wúrzburgarháskóla 1882. — Maurer
hefir nú í sumar borið sár harmur að höndum,
því að hann hefir mist uppkominn son og hinn
efnilegasta; hefir það að vonum feingið honum
hins mesta trega. Sjálfur er hann nú hátt á sjö-
tugsaldri, en þess mega allir íslendingar óska,
að honum mætti enn endast leingi aldur og þrek
til nýtra starfa.
I Hliöarendakoti
Fyrr var opt í koti kátt,
krakkar léku saman,
þar var löngum hlegið hátt,
hent að mörgu gaman;
úti um stéttar urðu þar
einatt skritnar sögur,
þegar saman safnazt var
sumarkvöldin fögur.
Eins við brugðum okkur þá
opt á milli bæja
til að kánkast eitthvað á
eða til að hlæja;
mart eitt kvöld og margan dag
máttum við í næði
æfa saman eitthvert lag
eða syngja kvæði.
Bænum mínum heima hjá
Hlíðar brekkum undir
er svo mart að minnast á,
margar glaðar stundir.
því vill hvarfla hugurinn,
heillavinir góðir,
heim í gamla hópinn minn,
heim á fornar slóðir.
J>. E.
Kaupamaðurinn.
(Ferðaminning.)
Seinasti klárinn var að taka sundið, og ferju-
maðurinn henti með hrópi og hotti smágrýti úr