Sunnanfari - 01.12.1891, Qupperneq 10

Sunnanfari - 01.12.1891, Qupperneq 10
54 1814 og brá hann við bókasafni hans og kvað það mest safn vera eystra. Sama ár heimsótti og Ebenezer Henderson hann og fanst mikið til um fróðleik og skýrleik Davíðs. Af íslenzkum Sagnablöðum 1816 má og sjá að Davíð bóndi á Hofi er einn af þeim, sem strax geingu í Bókmentafélagið, þegar það var stofnað og lagði til þess einn dal á ári og Haldór sonur hans tvo. Ur Oræfunum fluttist Davíð út á Síðu og mun þá fyrst hafa verið í Bakkakoti hjá Prestbakka, eptir því sem ráða má af einni stöku hans: Lifði frítt, enn lítið sló, reykti tóbak, cliakk og dó leigði part úr skoti, Davíð í Bakkakoti. En í Bakkakoti mun hann hafa verið skamma stund, og varla meira en eitt ár, þvi að kominn er hann að Brattalandi 1828 og þar bjó hann upp frá því. þ>ar kvæntist hann aptur og átti Guðbjörgu Jónsdóttur úr Land- broti, systur Runólfs bónda í Nýjabæ1). Ekki er getið barna þeirra. A Brattlandi gekk mjög af Davíð og var hann nú sjálfur tekinn að eldast og jörðin afskekt mjög og örðug, og lítur ekki út fyrir að Davíð hafi unað þar vel hag sínum, eins og sjá má af kvæðum hans. Davíð and- aðist á Brattlandi 5. Janúar 1839 og jarðsöng Páll prófastur í Hörgsdal, móðurfaðir minn, hann að Kirkjubæjarklaustri í einhverju því versta drápsveðri er hugsast má, og var það því að kenna, að Davið hafði verið galdramaður. í Landskjalasafni Islands (Skaptafellssýsla 6) er uppskriptargjörð á dánarbúi eptir Davíð gerð 22. Janúar 1839 og eptir henni að dæma, hefir bú hans verið mjög af sér geingið. þ>að var alt virt á 175 ríkisdali og 14 skildinga og 12 dala skuld var á því að auki. Alt hans mikla bókasafn er orðið að öngu svoað segja, og eingin galdrabók eptir. þ>ar er ekki getið um annað en »ritjur af Gíslapostillu, skræðu af Herslebs- prédikunum, Passíusálma í biluðu bandi, sál. P.spólíns annála, tvær bækur af Sturlungu, Sögu Olafs kongs Tryggvasonar, Æfisögu con- ferenzráðs Jóns Bliríkssonar, Klausturpóst, Tíðindakver af 1795 (= Minnisverð tíðindi), Sættaskipunarkver, Sunnanpóst árg. II, Lede- ‘) í Sýslumannaæfum segir, að seinni kona Davíðs hafi verið Ingibjörg JónsdÓttir úr Hornafirði, en það er einhver misgáningur. traad for nordisk 01dkyndighed«. Hefði Rask verið þar við hefði hann líklega mátt segja eins og þar stendur: Öðiuvísi mér áðui brá ofan í þig að líta og sjá. Snemma lagðist það orð á Davíð, að hann mundi vita jafnlangt nefi sínu og var hann kall- aður göldróttur og ákvæðaskáld var hann hald- inn, og mun það hafa komið af því, að hann var bæði séður í málum og vel að sér, einkum í eddu og fornum fræðum og nokkuð einkenni- legur í lund, meinyrtur og glettinn, og í kveð- skap mergjaður og opt svo fornyrtur, að al- þýða manna skildi ekki til hlítar og hélt því að í orðum hans mundi vera hin rammasta forneskja. Af málaferlum Davíðs hefir mest orð farið af málum þeim, er hann átti við þ>órð Thorlacius sýslumann í Suðurmúlasýslu, en ekki eru þau mér kunn til hlítar, en margar sögur hafa geingið um upptök þeirra. Markús Lopts- son í Hjörleifshöfða, fróður maður og skýr, hefir sagt mér um þetta efni sögu á þá leið, að þ>órður sýslumaður hafi tvívegis heimtað skatt af fátækri ekkju, og þótti Davíð það ranglega gert og mót- mælti gjörðutn sýslumanns á þingi, og mun það hafa verið á Berufjarðarþingi um vorið 1802; harðnaði svo milli þeirra þ>órðar þar á þinginu, að til handa lögmáls kom og lét sýslumaður taka hann fastan og færa á kaupskip út, er lá á Djúpavogi. Segja sumir að Davíð hafi verið nokkuð ölvaður og víst átti hann ekki heima í þinghá J>órðar, heldur mun hann hafa verið í kaupstaðarferð. Um þetta orti Davíð vísur þessar. Hugurinn hvorki hló né grét, hóf er beztur mátinn, Djúpavogs þá Loptur lét leiða mig í bátinn. eg hef þó ekki hingað til htitið kirkjuþjófur. Friðarins högum fyrst eg á friðinn beztan virði Vildi á mér vita skil eg ólögum leystur frá vottur process grófur, og Loka í Djúpafirði. Sýslumann kallar Davíð hér Lopt eða Loka í Djúpafirði og bregður honum brigzlum fyrir þjófn- aðinn í Vallaneskirkju, er þá hafði verið framinn fyrir skömmu og var stolið til 1800 ríkisdala; sögðu sumir, að sýslumaður mundi hafa verið í vitorði, en varla er það líklegt. Hitt er satt að hann þótti ganga línlega í málið, en annars var þ>órður sýslumaður lítt þokkaður af alþýðu og þótti einna harðdrægastur allra sýslumanna; var og allókunnugur landsháttum, því að hann var uppalinn með Skúla föður sínum í Dan- mörku. Meðan Davíð var um borð, datt kokks-

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.