Sunnanfari - 01.09.1893, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.09.1893, Blaðsíða 1
X Atigljsingar | ilj 20 a. ttiegin- j) | málslina; 25 I I aura smáletnr. B III, 3 SEPTEMBER 1893 Túnglsljósið eptir Guy de Maupassant. Presturinn hét Marignan1) og það nafn bar hann með réttu. Hann var hár og magur, ofsafullur í trúar- efnum og honum hætti við öfgum og (burði, en hann var vænn maður og gerði eingum ílt vilj- Jón Jónsson frá Sleðbrjót, f. 2. Nóvember 1852. andi. Hann var óbifanlegur og óbrigðilegur trúmaður. Hann var sannfærður um að hann þekti guð sinn og vissi út í æsar áform hans, ráð og vilja. Hann var opt á gángi fram og aptur í ald- ingarðinum á prestssetrinu og var bæði greið- ‘) Marigtiano er borg á Ítalíu; þar stóð orusta 1515. stígur og stórstígur, en þá gat honum í einni svipan dottið eitthvað í hug, svo hann sagði við sjálfan sig: »Hvað ætli guði hafi geingið til þess arna?« þ>á hugsaði hann sig um vandlega, hugsaði sér það svo, sem það væri hann sjálfur og ekki guð, sem hefði gert það og þá tókst honum nálega í hvert skipti að skýra það fyrir sér, er hann hafði ekki skilið áður. Honum Gudjón Gudlaugsson, f. 18. Desember 1857. hefði aldrei getað kontið til hugar að segja með auðmýkt og lítillæti: »Drottinn, vegir þínir eru órannsakanlegir«. Hann sagði við sjálfan sig: »Plg er þjónn guðs, eg á að þekkja tilgáng hans og ef eg þekki hann ekki, á eg að geta mér til um hann«. Skoðun hans var sú, að alt, bæði dautt og lifandi, væri skapað eptir óskeikulu og aðdá-

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.