Sunnanfari - 01.09.1893, Blaðsíða 5
21
Hvl leyflr þú þá landi og þjóð
að lúta nokkrum öðrum?
því drottna ei min hvellu hljóð
að heimsins yztu jöðrum?
Hvað hjálpar það, að hátt eg fer ?
því hærri jafnan Satan er
og tekur flug úr fjöðrum.
Hví dylur Fjandi svipinn sinn?
hví sér hann einginn lýður?
á mér hann lafir út og inn
og eins og Mara ríður;
að geta ei horft með hverri sál
á Heljar gap og Vitis bál
það oft mjer sárast sviður.
Mig mundi litlu muna þó
að mæta Satan einum,
en hann á vin i hverri kró
og her af lærisveinum,
og örvar senda árar þeir
sem eitri hverju brenna meir
i minum merg og beinum.
Eg hélt af stað í frægðarför
að fremja tákn og undur
með andans brynju og orðsins hjör,
en alt er tætt í sundur,
og annað ekki að bera á borð
en bölfan ein og heiptarorð,
og svona er sérhver fundur.
Með hjartaraun og liugarönn
eg horfi á seinni daga,
þvi mjög vill sljófgast mörgum tönn
sem mannorð á að naga;
svo ætla menn að orðin þín
sé ekki betri en vopnin mín
og við það vesnar saga.
Hví viltu þola þessa menn
og þeim svo áfram hleypa?
og hví má jörðin ekki enn
þá alla saman gleypa?
Hve styrkti það ei þjóðar trú?
og þörf er aldrei meiri en nú
þeim árum strax að steypa.
En hvar sem, drottinn, heims um lönd
þú hittir þessa varga:
þá loka hverri liknarhönd
og lát þeim elckert bjarga;
þá mun ei æfin ýkja laung
uns önnur verri matar faung
þeim voðaföntum farga.
Og ef þín hetja hölt og sár
af hólmi loks má renna,
þá lát hans féndur, herra hár,
þinn heiftarloga kenna:
lát stíga þá í himin heim
þér helga fórn úr glóðum þeim,
er þeirra bústað brenna.
Mun sú þeim ekki sárust nauð •
að sjá oss feita og káta
er ekkert fæst á borðið brauð
og börnin þeirra gráta?
og við að sjá þá sultar raun,
er Satans þjónar fá í laun,
mun eitthvað undan láta.
En seinna þér eg sit við hlið
og sé þá öllu tapa,
og lit þeim eilif ósköp við
og opið Viti gapa;
eg heyri grimman hefndardóm,
eg heyri þeirra voðaróm
og sé þá sjálfur hrapa.
Og ennþá til að erja á lýð
með öllum Vítis pínum
eg held í þetta heiptarstrið
úr helgidómi þínum.
En héðan af eg hamra þá
með hverju sem að bitur á —
Nú hjálpi Satan sínum.
____________ Þ- E.
Ferðasaga frá íslandi í Araerican Law Review.
Yfirdómarinn i stórborginni St. Louis i Vestur-
heimi ferðaðizt um Island sumarið 1891 og ritaði
svo alllánga grein um ferð sina í timarit, sem hann
gefur út og heitir American Law Review. Greinin
er i heptunum maí—desember 1892 og er alls 50
síður í stóru áttablaðabroti. Reyndar hefir M[attias
Jochumsson] minzt á grein þessa í Stefni, 4. nr.
1893, en hann hefir ekki verið búinn að fá alla
greinina, þegar hann ritaði um hana; virðizt því
eiga vel við að fara hér um hana nokkrum orðum,
og það þvi fremur sem mjög fáir eiga kost á að