Sunnanfari - 01.09.1893, Blaðsíða 4
20
f>að kom yfir hann efi og órói, hann fann
að honum lá við að spyrja sjálfan sig á líkan
hátt og hann átti vanda til.
f>ví ætli guð hafi skapað þetta? Fyrst
nóttin er ætluð til svefns og hvíldar, meðvit-
undarleysis og algleymis, því gerir hann hana
þá fegurri en daginn, hýrari en morgunroðann
og kveldið, því lætur hann þessa töfrandi sein-
fara stjörnu rjúfa næturmyrkrið. Er hún ætluð
til þess að kasta friðarblæju yfir þær hugsanir
og tilfinningar, sem eru of bljúgar og leyndar-
dómsfullar fyrir dagsbirtuna? ý>ví hefir ekki
saungfuglinu, er sýngur fegurst þeirra allra,
hljótt um sig á nóttunum eins og aðrir saung-
fuglar, því fer hann að tísta inni í kolsvarta
myrkrinu ?
þ>ví er þessi hulda yfir öllu í heiminum,
hvernig stendur á þessum titringi hjartans, öllum
þessum ástríðum og fýsnum ?
Hvernig stendur á öllum þessum glepjandi
ginníngum, er menn sjá ekki, af því menn hvíla
í rúmi sínu. Hverjum er það ætlað að sjá þessa
dýrðlegu sjón, þessa skáldlegu undra sýn, sem
himininn verpur yfir jörðina?
Presturinn gat ekki skilið það.
En niður á árbakkanum sá hann gegnum
þokuna karlmann og kvennmann á gángi; þau
gengu fram með trjánum, hvort við hliðina á öðru.
Karlmaðurinn var hærri en stúlkan, hann
hélt utan um hálsinn á vinstúlku sinni og kysti
hana við og við á ennið. Alt hafði verið graf-
kyrt áður þar niður frá, en nú var eins og það
kæmist alt á kvik í kríngum þau, væri aðeins
umgjörð utan um þau ein. |>að var eins og
þau væru bæði einn maður, og þessi rólega,
þögula nótt væri ætluð þeim, og þau geingu
beint á móti prestinum. J>að var eins og Drott-
inn vildi svara spurníngu hans með því að láta
þau gánga beint á móti honum.
Hann stóð í sömu sporum; hann var utan
við sig og blóðið þaut upp í kinnarnar á honum;
það var sem hann sæi viðburð úr biblíunni; það
var eins og Rut og Boas geingju þarna eptir
guðs vilja og hann sæi ástir þeirra, og ástheitu
versin í Lofkvæðinu hljómuðu fyrir eyrum hans,
allur hinn skilvitlegi skáldskapur í þessum fun-
andi ástaljóðum.
»|>að er hugsanlegt að guð hafi skapað
þessar nætur til þess að sveipa meö þeim ástalíf
mannanna í tignarblæju«, sagði hann við sjálfan
sig.
þ>au færðust nær og nær honum með hend-
urnar vafðar hvort utan um annað. Hann hopaði
á hæli. J>að var hún systurdóttir hans, en nú
spurði hann sjálfan sig, hvort hann væri ekki
guði óhlýðinn. Guð hlaut þó að hafa leyft ástir
karlmanns og konu, fyrst hann klæddi þær í
svo dýrðlegan búning.
Og hann flýði burtu utan við sig og hálf-
feiminn, eins og hann hefði geingið inn í þann helgi-
dóm, er hann sjálfur var útlægur úr.
(S. H. þýddi).
Bæn fariseans.
(petta er bænin sjálf; inngánginn geta menn lesið hjá
Lúlcasi í t8 Kap. 10—12 v. eða í guðspjallinu á II.
sunnud. e. Trinitatis).
Hér hnig eg við þinn helga stól
með hjálm og brynju skarða,
þú dýrðarbjarta Daviðs sól
og drottinn Jakobs hjarða,
þvi nú er Satan orðinn ær,
hann eltir mig g kempur þær,
sem heyja stríðið harða.
Að visu er ennþá alt í ró
og eingin tröll á vegi,
en Satans lið er legíó
og leingi stenzt eg eigi!
hann lemstrar bezta þjóninn þinn,
og þarna sérðu kutann minn
sem sljófgast dag frá degi.
Mig sundlar er eg sé þá nauð,
hjá Satans ara-grúa,
að eiga kannske aungan sauð,
sem okkur vildi trúa;
ef kistan okkar yrði tóm
og autt í þinum helgidóm :
við það er þýngst að búa.
Hví gerðir þú mig geisla þann
á götum fósturslóðar,
og slikan garp og gæða mann
og gimstein minnar þjóðar?
hvi varð eg fólksins fyrirmynd?
hvi fékk eg slíka vizkulind
og ahar gjafir góðar?