Sunnanfari - 01.09.1893, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.09.1893, Blaðsíða 2
ia anlegti hugsunarlögmáli. Morgunroðinn var | ætlaður mönnunum til gleði, er þeir vöknuðu, dagurinn til þess að veita korninu á ökrunum fullan þroska, regnið til þess að vökva það, kveldið til þess að búa menn undir svefninn og næturnar sjálfar til svefns. Ársfjórðúngarnir voru sniðnir eptir þörfum akuryrkjunnar og aldrei hefði prestinum getað dottið í hug, að náttúran hefir eingan tilgáng, heldur hefir alt það, sem lífi lifir, orðið að iúta árferðinu og veðráttunni, hlýða þeim miskunarlausu lögum, sem sett eru öllum líkamlegutn efnutn. En kvennfólkið hataði hann, hataði það óafvitandi og fyrirleit það ósjálfrátt. Opt lét hann sér urn munn fara þessi orð Krists: »Kona, hvað hefi eg saman við þig arð sælda«, og svo bætti hann við: »Menn segja að jafnvel guð hafi verið óánægður með þetta verk sitt«. þ>að var sannfæring hans, að það væri kvennfólkið, sem leiddi karlmennina í freistni; fyrsti kvennmaður- inn, sem til var, hafði steypt fyrsta karlmann- inum í glötun og sí og æ hélt kvennfólkið áfram þessu syndsamlega athæfi, stúlkurnar, þessar veikburða, hættulegu verur, er glöptu skilning- arvit karlmannanna með gjörningum og töfra- afli. Flann hataði líkámi þeirra, er gintu menn til glötunar, en mest hataði hann þó sálir þeirra, sem sækjast eptir ástinni um fram alt og þrátt fyrir alt. Opt höfðu stúlkur lagt snörur fyrir hann með alúðar viðkvæmni, og þó hann vissi að þær ynnu eingan bug á sér, þá gramdist honum þessi ástarþörf, er sífeldlega titraði í hverri tnug þeirra. Honum þótti sem guð hefði aðeins skapað konuna til þess að freista mannsins og reyna hann. fað var ekki komandi nærri henni nema menn gættu sín, sem geingju þeir á gióðum. I lún var eins og gildra, og var hún þá ekki lík giidru, er hún breiddi faðminn á móti karimann- inum með opnar varirnar. Nunnurnar voru þær einu konur, sem hann var vorkunnugur. þ>ær höfðu svarið að lifa í skírlífi alla sína æfi og þessvegna voru þær óhættulegar; en þó var hann bystur og önugur við þær. f>ær höfðu lagt hjörtu sín i auð-. mjúkan ástarlæðing, en þó streymdi frá þeim undiralda hinnar bljúgu, laðandi viðkvæmni, og það á móti honum, sjálfum prestinum. Hann sá þessa viðkvæmni skína út úr augum þeirra og ekki hvað minst þegar þær báðust fyrir og þeim vöknaði um augu. I trúarlífi þeirra var miklu meira sæluæði en í trúarlífi múnkanna og það benti honum á hana. jj>aér dýrkuðu Krist innilega og hjartanlegá og það fylti hann helgri vandlætingu af því þær unnu honum með konu ást, holdlegri ást. Nunn- urnar voru hlýðnar og auðsveipar; þegar þær ræddu við hann, voru þær ofur blíðar í máli og horfðu feimnislega niður um sig; ef hann ávítaði þær harðlega svöruðu þær eingu orði en fóru að gráta og alt þetta var honum mjög á móti skapi, því alt bar það honum vitni um við- kvæmni þeirra og ástarþrá. Og hann hristi kápuna sína í hvert skipti er hann gekk út úr einhverju nunnuklaustrinu og hraðaði sér burt eins og hann væri að um- flýja einhverju hættu. Systir prestsins bjó í húsi skamt frá prests- setrinu og átti hún eina dóttur barna. Honum var það mikið áhugamál, að þessi systurdóttir sín afneitaði heiminum og geingi í klaustur. Hún var fríð sýnum, glaðlynd og hlátur- mild. Hún hló að ábótanum þegar hann var að telja um fyrir henni. þ>egar hann varð reiður við hana, hljóp hún í fángið á honurn og faðm- aði hann að sér; hann sleit sig frá henni en í rauninni voru þessi faðmlög hennar honum ekki ógeðfeld; hann fann til þeirrar föðurgleði, er blundar í brjósti allra karlmanna. Opt voru þau á gángi saman og þá talaði hann við hana um guð, um sinn guð. Hún tók lítið eptir þyí, sem hann sagði, en horfði ýmist upp í himininn eða niður á grösin og blómin á jörðunni. Ánægjan yfir lífinu skein út úr augum hennar og öllu látæði. Við og við hljóp hún frá honum, til þess að ná í eitthvert skorkvik- indið og þegar hún kom til hans aptur með skorkvikindið í höndunum gat hún sagt við hann: »Nei líttu á það, móðurbróðir minn, hvað það er fallegt, mig lángar til þess að kyssa það.« Prestinum var meinilla við þetta. Hann fann hjá systurdóttur sinni sömu blíð- una og viðkvæmnina eins og hjá öllum öðrum stúikum. Og svo bar það við, einhverju sinni, að konan, sem þjónaði prestinum, kom inn til hans og fór að segja honum frá þvi, ofboð hægt og

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.