Sunnanfari - 01.09.1893, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.09.1893, Blaðsíða 6
22 kynna sér slfkar greinir, jafnvel ekki þótt þeir séu í nánd við ágæt bókasöfn, þvi ekkert bókasafn kemst yfir að kaupa allar bækur og tímarit. það er þá fyrst að segja höfundinum til lofs, að hann hefir gjört víðreistara um Island en allur fjöldinn af útlendíngum, sem fara um það. Elestir ferðazt aðeins til þíngvalla, Geysis og Heklu, þykjast svo þekkja þjóð og land út í yztu æsar, og rita heilar bækur um ferð sína, þar sem hver vitleysan og hvert axarskaptið gnæfir yfir annað, ef svo má segja. Thompson fór fyrst til þíngvalla og fanzt honum svo mikið til um landslagið þar, að hann segir að það borgi sig, að fara kríngum hálfan hnöttinn til að sjá Almannagjá. þaðan fór hann austur að Geysi og Ideklu og upp á fjallið; þótti honum sú ferð ervið og var heldur ekki svo heppinn að njóta hins ágæta útsýnis, sem kvað vera af Heklutindi, Nú fór hann norður Spreingi- sand, og hætta fáir útlendíngar sér þá svaðilför og þann óraveg, nema einstakir vísindamenn. Thomp- son skoðaði Öslcju i krók og lcríng og segir að hún sé svo stórkostleg, að hún muni hvergi eiga sinn lika í heiminum; er það til merkis, að hann tekur upp hinar hrikalegu fjallalýsíngar Byrons og Miltons þar sem hann lýsir henni. Svo mun hann hafa farið vestur sveitir og suður Grímstúngnaheiði eða Sand, þvi hann getur þess að hann hafi komið að Surtshelli. A þessu hringsóli hefir Thompson séð mikinn hluta. af íslandi og sézt það bezt af ferðasögu hans, því landslagslýsíngar eru víðast keipréttar. Aptur bregður fyrir ýmsum vilium þar sem hann kemur við sögu landsins. Hann segir t. d. að Eirikur rauði hafi fundið Vesturheim og er það ófyrirgefanleg villa af Vesturheimsmanni. Eins er það rángt, að meðan stóð á hernaði Napóleons mikla hafi ekki komið skip til Islands í sex ár og að faðir Jóns Sigurðssonar hafi verið fiskimaður, því Sigurður faðir hans var prestur á Rafnseyri, eins og kunnugt er. þetta eru helztu villurnar, en tina mætti til ýmsar fleiri smávillur, ef það hefði nokkra þýðingu. Yfir höfuð að talaferThompson mjöghlýjumorð- um um land og þjóð. Honum þykir landið fagurt en þjóðin viðfeldin og greind. Hann hnýtir þó tals- vert í einn mann, bónda sem býr nærri Geysi, og er undarlegt hvernig ýmsir útlendíngar hafa lagt hann i einelti. Hann tekur líka fram að fáar íslenzkar konur séu friðar, en seinna dregur hann talsvert úr snuprum þessum. það er annars kyn- legt hve útlendingar eru á misjöfnu máli í þessu efni. Sumir hefja kvennfólkið á íslandi upp til skýjanna, en aðrir telja það allra kvenna ljótast. Thompson þykir Reykjavik snotur bær og hrein- legur, en ekki eru allir útlendíngar, sem hafa komið þángað, á sama máli. Svo lítur út sem höfundurinn hafi ekki komizt i kynni við marga íslenzka menn, málsmetandi, en honum liggur vel orð til þeirra sem hann hafði kynni af, svo sem Jóni kaupmanni Vídalín, þorláki. kaupmanni Johnsen og séra Oddi Gislasyni; kallar hann hann spámann íslenzkra fiskimanna. Aðra karlmenn talar hann ekki um sem nú eru á lífi, svo nokkru nemi, nema landshöfðingjann og fylgdar- menn sína; var Thompson harðánægður með þá. Tveir þeirra sjást jafnvel á myndum hjá honum. Islenzku nöfnin eru víða rétt og hér um bil alstaðar minna afbökuð en annars tiðkast i útlend- um ferðabókum. f>ó kallar höfundurinn þjórsá þórsá. Loksins má t geta þess, að lángt kvæði er í ritgjörðinni um Island eptir höfundinn og seinast er skýrsla um ferð Howells upp á Öræfajökul, því hann var á ferðinni sama sumarið. Margar myndir eru í ritgjörðinni frá Islandi eptir ljósmyndum, sem Thompson sjálfur eða Howell höfðu tekið og eru þær flestar ágætar. Meðal annars er þar ágæt mynd af sauðataðshlaða i Svartárkoti nyrðra, og man eg ekki eptir að eg hafi séð þess háttar mynd fyrri, Einna bezt er þó myndin af Thompson og fylgdarmanni hans þar sem þeir á uppi á Spreingisandi. Enn eru í rit- gjörðinni myndir af ýmsum islenzkum körlum og konum og eykur það gyldi hennar talsvert. J>ar er mynd af þorgrími Guðmundssen, sem er orðinn nafnkunnur maður í útlöndum af þvi hve hann hefir fylgt mörgum útlendum ferðamönnum um Is- land. Myndin er þó ekki vel lik, því þorgrímur er skellihlægjandi á henni. f>ar er góð mynd af Jóni Sigurðssyni og kallar Thompson hann Rienzi Islands. Enn eru þar myndir af þremur íslenzkum konum og er það nýlunda. Að visu'eru myndir af islenzkum konum i ýmsum ferðabókum til að sýna búnínginn, bæði peysubúnínginn og faldbún- inginn, en einginn veit, að jafnaði, hverjar þessar konur eru. Hér er öðru máli að gegna, því hér er tekið fram hverjar konurnar eru: frú Anna Stephensen á Akureyri, frú María Hafstein á Odd- eyri og úngfrú Olga Schiöth á Akureyri. Reyndar er sagt í ritgjörðinni að seinasta myndin sé af dóttur sýslumannsins á Akureyri en það er ekki rétt. Loksins er mynd í bókinni af frú Vídalín, konu Jóns kaupmanns Vídalins. Að öllu samanlögðu er ferðasagan miklum mun réttari og áreiðanlegri, en flestar ferðabækur, sem komið hafa út um Island tíu seinustu árin, enda má heita að þær séu einskis virði flestar, þegar ferðabækur Labonne’s, Baumgartner’s og Arthur’s Feddersens eru skildar undan, því rit Schweitzer’s og Poestion’s um ísland eru ekki verulegar ferðabækur. ó. D. Elztu skáldsögur sem snerta Island á útlendum málum. I. Fyrsta skáidsaga sem komið hefir á prent eptir íslenzkan höfund mun vera »Grasaferðin« eptir

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.