Sunnanfari - 01.01.1894, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.01.1894, Blaðsíða 3
51 börn. Nú er hann kvæntur íslenzkri konu, sem heitir Gíslalína. Einar Hjörleifsson hefir ritað mjög mikið auk kvæða þeirra, sem getið hefir verið um. Blöð þau sem hann hefir stjórnað geyma eptir hann fjölda af greinum um alt, sem nöfnum tjáir að nefna, og munu liggja fyrir þeim sömu ör- lögin og flestum blaðagreinum um víða veröld, gleymskan; en aptur hefir hann ritað nokkrar skáldsögur, sem talsvert kveður að í íslenzkum bókmentum, og nefni eg þar til »Vonir«, »You are a humbug sir« (í Heimdalli), »Hvern eiðinn á eg að rjúfa«, en einkum »upp og niður« f Verðandi, því í þessari seinustu sögu eru slík tilþrif, að slíks eru varla dæmi í íslenzkum skáld- sögum. Ó. D. Sálmur yfir víni. Lag: Gott er halte Franz, den Kejser. Guð iét fögur vínber vaxa, vildi gleðja dapran heim. Gefið hafð ’ann gnægðir axa, góðar hjarðir, nógan seim. þ>reyttust menn við bú að baxa, blóðið varð svo dökkt í þeim. j?á lét drottinn vínið vaxa, vildi gleðja dapran heim. Breiddist iðgrænn vafnings viður við hans boð um aldinreit. Höfgir klasar héngu niður, Himinsól á skrautið leit. Glumdi’ í lopti gleðikleður, glóðu berin rauð og heit. Breiddist iðgrænn vafningsviður við hans boð um aldinreit. Gleðjist, sagði ’ann, gullnar veigar gera blóðið rautt og létt; undan þeim hið illa geigar ef að þeirra’ er notið rétt. Angur, þreyta’ og illir beigar undan flýja’ á harða sprett. Gleðjist, sagði ’ann, gullnar veigar gera blóðið rautt og létt. Aldrei sagði þeingill þjóða: Þú skalt ekki drekka vín. Öllum vill hann ætíð bjóða ör og mildur gæðin sín. Smána jafnt hans gáfu góða Goodtemplar’ og fyllisvín. Aldrei sagði þengiil þjóða: J>ú skalt ekki drekka vín. Enn þá blómgast iðgrænn viður, enn þá blikar gullin veig. Enn þá sendir sólin niður siung bros um aldinteig. Enn má sætur söngva kliður senda’ í Niflheim drunga’ og geig. Enn þá blómgast iðgrænn viður, enn þá blikar gullin veig. 1893. Hannes Hafstein. Færeyska er skyldust íslenzku af öllum þeim tungum, sem lifandi menn mæla. þær skilur að vísu nokkuð í framburði, en þó aunganveginn mjög mikið. En það er annað, sem þær skilur meir um og það er að íslenzkan hefir verið bókfast mál um margar aldir og að vér eigum miklar og merki- legar bókmentir, en Færeyingar hafa til skamms tíma nær ekkert séð sett á bók á sínu máli. Eigi að síður hefir þessi litli og einkennilegi þjóðflokkur geymt sérstakt lifandi mál fyrir sig á tungurótum sínum og i þjóðkvæðum alt til þessa dags, þrátt fyrir það, þótt börnunum hafi verið kendur barna- lærdómurinn á dönsku og þótt öll guðsþjónusta fari þar fram á dönsku og einga eigi þeir guðs- orðabókina, nema á þvi máli. Vitanlega skilja börnin ekki dönsku og verða þvi að læra hana jafnframt sínu máli. Eins og vonlegt er hefir það I sjálfsagt vakað nokkuð leingi fyrir Færeyingum, þótt þeir, eins og eðlilegt er, hafi ætíð verið meiri sjósóknarar en fræðimenn, að þeir þyrftu að hirða um mál sitt og reyna að koma sér upp bókmáli, og sá, sem fyrstur gerir nokkuð að því að gagni er séra Vensil U. Hammershaimb, sem er inn- borinn á Færeyjum og leingi var prófastur þar á eyjunum, en nú er prestur í Lyderslev á Jótlandi og aldurhniginn maður. Hann gaf 1851—55 út hin elztu þjóðkvæði Færeyinga; var þá eingin færeysk réttritan til, því aldrei hafði neitt verið sett á bók fyrri á því máli, er neinu nam. Var þá vitanlega um tvo vegi að velja, annaðhvort að rita sem næst framburði eða þá að styðjast við rithátt þess máls, er nærskyldast var, og næst hinu upp- runalega formáli beggja, sem er íslenzka, án þess að fjarlægjast þó svo framburð Færeyinga, að erfitt yrði þeim til skilnings um það, er ritað væri. Hammershaimb valdi síðari veginn, og svipuðum rithætti fylgir hann og á úrvali því af bókfræðum Færeyinga, er hann gaf út fyrir skömmu ásamt cand. mag. Jakobi Jakobsen, ungum færeyskum fræðimanni. Færeyska með slíkum rithætti er skilj- anleg hverjum Islendingi að miklu leyti. Hammers- haimb brá sér til Færeyja i sumar eð var og var um tíma á eyjunum til þess að finna gamla vini og lita yfir landið, ef til vill í síðasta sinni. Vér höfðum þá ánægju að vera þessu gamla Ijúfmenni samferða. þegar hann fór frá eyjunum í August héldu eyjarskeggjar honum veizlu að skilnaði, þar sem þeir meðal annars sungu 1. erindið af Ljómum Jóns biskups Arasonar1) — kvæðið hefir verið þjóð- ') Dimmalætting 19. Aug. villist á því og segir þau kvæði bæði, er sungin voru, ort þá.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.