Sunnanfari - 01.01.1894, Qupperneq 5

Sunnanfari - 01.01.1894, Qupperneq 5
53 Nú ungir niðjar ættarlandsins góða f íslands nafni kveðjuoið þér færa, því meðan lifir móðurtungan kæra skal minnst þín verða og þinna fögru ljóða. Sómi ertu þjóða þinna beggja, skáldkonan góða, skylt er að leggja laufblað eitt lítið frá landi voru í heiðurskrans þinn á þessum degi. Fr. Fr. Prestleg huggun. I ofsaveðri því, sem geisaði hér og um mikinn hluta Norðurálfunnar siðla í Nóv. f. á. druknaði á einni nóttu fjöldi danskra fiskimanna við Jótlands síðu; urðu þá margar ekkjurnar og á annað hundrað föðurlausra barna. Lík, þau sem í land rak, voru öll jörðuð á einum degi og í senn, og geta að minsta kosti þeir Is- lendingar, sem kunnugir eru fyrir Sandavörum og staðið hafa opt að slikri athöfn, getið því nærri, eins og annars allir, sem nokkra mannlega tilfinn- ingu hafa, hvilik harmastund það muni hafi verið vandamönnum þeirra, sem látnir voru. Ein stétt manna var það samt, sem þóttu ekki ærnir harmar þessara vesalinga, en. það voru huggararnir sjálfir, »innra trúarboðs« prestarnir, sem kunnir eru sumir fyrir trúar svæsni sína í Danmörku. Tveir af þessum drottins þjónum héldu ræðu við gröfina, og í staðinn fyrir að mæla nokkrum huggunarorðum mokuðu þeir úr sér ógnunum um dauða, djöful og loganda helvíti fyrir sálir hinna framliðnu yfir höfuð munað- arleysingjunum, sem stóðu grát- andi á grafarbakkanum, og rann á suma þeirra ómegin, eins og ekki var að furða, að fá þá frétt ofan á óumræðilega barma og söknuð, foreldrar að synir þeirra, ekkjur að menn þeirra, börn að feður þeirra hefðu farið beina leið til helvítis. Sumum ekkjunum hefir legið við vitfirringu og aumingja börn trúðu þessari svívirðingu. Eitt litið stúlkubarn var spurt að, hvar hann pabbi þess væri. »í helvíti«, svaraði aumingja barnið. þess skal getið að józkir fiskimenn eru álitnir einhverjir hinir atorkusömustu og vönduðustu menn um alla Danmörk. þakka má hamingjunni það, að svæsni »innra trúarboðsins« danska hefir þó ekki enn þá náð til íslands, og það erum vér sannfærðir um, að einginn prestur á Islandi hefði getað vikið því af sér, sem nú var talið. það kann að vera, að það sé gott til að hræða fáfróða með það fornkveðna: O, maður, þeinktu um eilíft bál, æ, hvað mun líða fordæmd sál! Eilifar píslir aldrei þver, eilíf helvitis pínan er. En það á ekki alstaðar við. Brynjólfur biskup ritar um barnaaga a ísiandi og annað fleira.1) Um það hverninn eður af hverju margur ósómi upp vex hjá velfiestum í landi voru. 1. Að agaleysið er nú svo inngróið frá blautu barnsbeini, að nálega má hver lifa sem hann er vaxinn og verða ræður. 2. Ungdómuvinn, að eg þar upp á taki, venst sjálfræði, þvi foreldrarnir (sumir) ala þann ósóma upp i börnum með dálæti og eptirlæti, svo síðan tjáir ei að að finna. 3. þá geð og sinni hins unga manns kemur hinum öðrum lærimeisturum i hendur, sérgott og sjálfsrátt vegna eptirmæla foreldranna, hverjir aldrei nenna að ogþóa börnum sinum, nema vorkenna þeim hverja heimskuna að handa- máli; þessa linkind vill ungdóm- urinn siðan hafa, slær á sig reiði- svip, þegjandi fyrst í stað, brettir brún og bregður grön, hversu lítið sem ei fellur að skapi, En sem finnur vöxt og viðgang koma til- svör og afuryrði, síðan, sem augun af sjá, kemur rógur og umlestur, umkvörtun og kærumál fyrir áburð og illindi, svo flestum leiðist eptir á um að vanda, og þykir bezt leikið að leiða hjá sér og láta skeika að sköpum. 4. þetta heimafætt sjálfræði vex upp sem tog i ullu, svo hver þykist fullgóður fyrir sig að ráða síðan og ei óskylt að babba framan í sinn yfirmann, hversu góðan ásetning sem hafa mætti til að leiðrétta einn og annan ósóma, hvað ei leyfist í hvern tíma fyrir duggupati undirmannanna: álíka og menn væri komnir i sjávarvolk og vildi formaðurinn á eitt- hvert hjálparráð hætta til fjörlausnar, því einséð væri, að ei mætti við svo búið standa, ef þá hrini hásetarnir hver i móti öðrum með snoggi og deil- um kennandi hver öðrum sínar ófarir; hverninn mætti því sama skipi borgið vera, sem að er rót alls ills að menn vilja ekki réttum lögum hlýða, fyrst ungir, síðan gamlir? þar næst veldur Ieti og hirðuleysi yfirsagnarmannanna, sem aungu skeyta hverninn fram fer, nema því eins sem horfir til meina og armóðs, sem er að þeir loða og daðra við sitt embætti og ka.ll með leiða og ógeði ár frá ári. 5. það er nú helzt að sjá á hvorutveggja bæði andlegra og veraldlegra. Prestarnir slúffra ‘) Eptir handritinu 196. 4to (bl. 160a—b) í safni Árna Magnússonar (skr. c. 1700). Aptan við greinina stendur: »þessa fyiirsögn rneina og M. Brynjólfst. SlGURDUK HjÖRLEIFSSON, fyrv. meðritstj. Sf., f, 13/B 1862.

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.