Sunnanfari - 01.10.1896, Page 7
31
„Æ, segðu m.jer, hvað hugsa himnasveitir,
er heitmær sveini fyrsta kossinn veitir“.
Og hóglátlega himinstjarnan svarar:
„Þá horfa niðr á jörðu ljóssins skarar,
því eigin sælu ástin sjá þá lætur.
En aleinn dauðinn lítur við — og grætur“.
II. Amor.
Ekki særði hann mitt hjarta;
heldur ei, sem bækur kenna,
læddist hann með álm og örvar.
Eina skeytið var hans fegurð,
sakleysið var sjálft hans kænska.
„Sveinninn góði, ef þú kemur,
hjarta mitt er hlýtt og opið“.
Hann brá við og kom, — og síðan
eins er jeg fús að eiga dreinginn
eins og hann að vera hjá mjer.
Bjarni Jónsson
frá Yogi.
Stjariia.
Eftir Pál Ólafsson
Stend jeg oft einn hjá Stjörnu,
hún Stjarna mín vill það gjarnan;
Stjörnu ann jeg uú einni,
inndælt barn er hún Stjarna.
E>að stirnir á hana Stjörnu,
hún Stjarna er vökur á hjarni;
strákarnir girnast Stjörnu,
þó Stjarna mín sje með barni.
Tindurinn og Jiokan.
Þó glitri sumargeislar frá
glæstum jökulskalla,
neðar þrumir þykk og grá
þoka að bökum fjalla.
Skottið úfið leggur lágt.
Leiðir súg um tindinn.
— Máske hann snúi í aðra átt?
Ekki er að trúa á vindinn.
Þ. O.
50 ára afntæli lærða sliólans var 1. okt. og hefði
það átt að vera haldið með meiri vegsemd en gert var.
Reyndar var þeas hátíðlega minnst á nndan skólasetning
þennan dag og voru þar viðstaddir ýmsir helstu menn
bæjarins, svo sem landshöfðingi, stiftsyfirvoldin, kennarar
prestaskólans, læknaskólane o. s. frv., og ræður voru
fluttar af biskupi og rektor og ávörp lesin upp frá presta-
skólanum, læknaskólanum og sthdentafjelögumim í Reykja-
vík og Kaupmannahöfn. En vel hefði mátt gera meir úr
þessu afmæli. Það var og ráðgert, að kennarar og piltar
hjeldu átveislu, en úr henni var ekkert, því þegar til
kom vildu nær eiugir af piltum taka þátt í henni; báru
þeir það fyrir, að of Btuttur tími væri ætlaður til veisl-
unnar, ekki meir en tveir klukkutímar, og yrði eingum
fagnaði við komið. Annars mun hvorki kennurum nje
piltum hafa verið nokkurt kappBmál í því að veislan yrði
haldin. Ef rjett hefði verið að farið hefði veislan alls
ekki átt að vera bundin við skólann einan, eða kennara
og pilta, heldur hefði átt að vera boðað til hennar öllum
þeim, sem skólaveginn hafa geingið. Úr því hefði vafa-
laust orðið sæmilegt sampæti.
Hafnarvlsa.
Þorsteinn Erliugsson kvað:
Þar sem einginn þekkir mann,
þar er gott að vera.
Jón Þorkelsson botnaði:
Því að allan audskotann
er þar hægt að gera.
Ví sa.
Eftir slra Pál skálda, kveðin daginn sem hann dó og siðast af
þvi sem hann orti.
UmtalBmálin eru hvurt
úr mjer sftlin dæmist
og hvorjir Pálinn bera burt
þá banaskálin tæmist.
Bókasafn alþýöu
er fyrirsögnin á boðsbrjefl að nýju bókaútgáfu-fyrirtæki,
sem stofnað er til af Oddi prentara BjörnBsyni i Kaup-
mannahöfn. Sunnanfari helur verið beðinn að geta þeasa,
og er hjer kafli úr boðsbrjefinu:
„Undirskrifaður hefur ráðist í að gefa út safn af
skemmti- og fræðibókum fyrir íslenska alþýðu, og vonast
eftir góðum undirtektum hjá leikum og lærðum. Jeg
hef feingið loforð um hjálp við útgáfu safnsins bjá ýms-
um íslenskum menntamönnum hjer og heima.
í safni þessu verða:
1. Frumsamin íslonBk kvæði og íslenskar skáldsögur;
2. Vandaðar þýðingar á frægum útlendum Bkáldsögum,
leikritum og kvæðum;