Alþýðublaðið - 30.09.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.09.1960, Blaðsíða 2
•'mtljóT Ijórar: Glsli J. Ástþórsson (Sb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar rit- •utjó|nar: Sicvaldi Hjálmarsson og IndriSi G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Sjörgvin GuSmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasín„-: !14 90G. — ASsetur: AlþýðuhúsiS. — PrentsmiSja AlþýSublaðsins. Hverfis- jfata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45.00 á mánuði. í lausasislu kr. 3,00 eint. ■í&tgjfand:: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjórl: Sverrir Kjartansson. j l LANDHELGISMÁLIÐ f Á MORGUN hefjast hér í Reykjavík viðræður j fálendinga og Breta um fiskveiðideiluna. Það er tví • mælalaust rétt af íslendingum að fallast á tillögu ^ Breta um viðræður, þar eð íslendingar mundu ekki Í geía afsakað það fyrir neinni þjóð, ef þeir neituðu að ræða deilumál sín við þjóðina, er þeir eiga í .í deíiu við. Stjórnarandstaðan hrópar, að nú ætli rík j isstjórnin að svíkja í landhelgismálinu úr því, að hún fallist á viðræður. Þetta er álíka röksemda j færsla og að halda því fram, að fulltrúar verka manna hlytu að svíkja verkamenn, ef þeir féllust á 'j viðræður við atvinnurekendur í launadeilu. Slík : rökcemdafærsla er fráleit. Að sjálfsögðu munu fulí ? trúar Islands gera sitt ítrasta í viðræðunum við Breta til þess að tryggja hagsmuni íslands í land ] hélgismálinu. Og það er ekki vel til fallið að blöð j sfjómarandstöðunnar skuli gera hróp að ríkis j sfcjónninni og fulltrúum okkar í væntanlegum við 1 ræðum einmitt þegar viðræðurnar eru að hefjast. \ Eining þjóðarinnar í landhelgismálinu hefur ver , ið okkur mikill styrkur í deilunni við Breta. Það ■j ber að harma það, að kommúnistar og framsóknar ; menti skuli nú reyna að rjúfa þá einingu með svika brígzlum og ásökunum í garð stjórnarinnar. Það hefði verið skynsamlegra fyrir stjórnarandstöðu biöðtn að slíðra áróðursvopnin, þegar hinar mikil vægu viðræður við Breta eru að hefjast. Þetta |era blöð stjórnarandstöðunnar ekki, heldur herða m.ú áróðurinn gegn ríkisstjórninni og til þess að kór óna ósómann láta kommúnistar Alþýðusambandið efna til útifundar um landhelgismálið daginn, sem j viöræðurnar við Breta hefjast. Tilgangur þess funáar er enginn annar en sá, að láta ræðumenn énduríaka svikabrigzlin um ríkisstjórnina svo smekklegt sem það er nú daginn, er viðræðurnar hefjast. í Farmenn hafa ekki látið áróður sfjórnarandstöð ' umLjr i þessu máli villa um fyrir sér. í ályktun, sem ! Farmanna og íiskimannasambandið sendi blaðinu í gær, segir, að farmenn treysti ríkisstjórn lands i ins fullkomlega til þess að ganga frá lausn þessa mikta vandarnáls, svo að þjóðin verði sæmd af. i Og svo mun og um meirihluta þjóðarinnar. Askriftarsími rAlþfðuhlaðsius HÉRAÐSFUNDUR KJALARNESSP FASTSDÆMIS HINN 11. sept. sl. var liér- aðsfundur Kjalarnessprófasts- dæmis haldinn að Reynivöll- um í Kjós. Fundurinn hófst með guðþjónustu í Reynivalla- kirkju kl. 2 síðdegis. Prédikun flutti séra Jóhann Hlíðar í Vesti mannaeyjum, en séra Guð- mundur Guðmundsson á Út- skálum og séra Jón Árni Sig- urðsson í Grindavík þjónaði fyrir altari. Að guðsþjónustu lokinni var gengið til fundarstarfa. í ávarpi sínu í upphafi fundar ræddi prófasturinn, séra Garðar Þor- steinsson í Hafnarfirði, um þær breytingar á prestakallaskipun í prófastsdæminu, sem óhjá- kvæmilegar verða í náinni íramtíð, sökum stöðugrar fólks- fjölgunar, einkum þó í Hafnar- fjarðar- og Keflavíkurpresta- kalli. ■ Þá ræddi hann um brýna nauðsyn þess, að skrásetja vandlega alla muni kirknanna í prófastsdæminu, ásamt íáan- legum upplýsingum um þá. Á síðasta ári var samtals kr. 424.000,00 varið til endurbóta á kirkjum prófastsdæmisins. — Færði prófastur öllum viðkom- andi alúðarþakkir fyrir fórn- fýsi og ræktarsemi við sóknar- kirkjur sínar. Á fundinum urðu allmiklar umræður um ýmis þau atriði, sem ofarlega eru á baugi í kirkjumálum um þessar mund- ir. T. d. var mikið rætt um framtíð Skálholts, og út frá þeim umræðum var eftirfar- andi tillaga samþykkt sam- hljóða: „Héraðsfundur Kjalarness- prófastsdæmis, haidinn að er 14900 Niðurjöfnun úisvara lokið á Sauðárkróki NIÐURJÖFNUN útsvara er íyrir nokkru lokið á Sauðár króki. Jafnað var niður kr. 2.702.800,00 á 400 gjaldendur Kaupstaðaútsvarsstiginn var notaður við álagninguna en út svörin síðan lækkuð um 38%. Þessir einstaklingar og félög greiða útsvör, sem eru 15 þús krónur og þar yfir: Kaupfélag Skagfirðinga 435.400 Olíuverzlun íslands hf. 86.000 Olíufélagið hf. 85.000 Verzlunarfélag Skagf. 63.000 Fiskiðjan hf. 40.000 Fiskiver hf. 40.000 Guðj. Sigurðss. (bakarí) 23.300 Ole Bang (lyfjabúð) 22 700 Har. Júlíuss. (verzlun) 21.900 Fr. J. Friðriksson læknir 21.500 Steind, Steindórss. v.stj. 29.600 Konráð Þorst. (verzl.) 17.SOO Reynivöllum í Kjós 11. sept. 1S60, beinir þeirri áskorun til kirkjuþings og biskups að vinna að því, að fyrir næsta al- þingi verði lagt frumvarp um endurreisn Skálholts og kirkju- legt starf þar á vegum þjóð- kirkjunnar“. Héraðsfundurínn var að vanda mjög vel sóttur. Að af- loknum fundarhöldum neyttu fundarmenn kvöldverðar í boði prestshjónanna á Reynivöll- um. F/orir nyir flugmenn Fl FLUGFÉLAG ÍSLANDS hef- ur frá 1. okíóber n. k. fastráð- ið fjóra nýja flugmenn, sem starfað hafa hjá félaginu til reynslu síðan 1. júní í sumar. Þeir hafa allir lokið prófum atvinnuflugmanna og blind- flugsprófum og hafa auk þess reynslu að baki við flugkennslu og önnur störf varðandi flug. Hinir nýju flugmenn eru: Magnús Jónsson, Geir Garðars- son, Gylfi Jónsson og Gunnar Berg Björnsson. Þeir munu til að byrja með verða aðstoðar- flugmenn í innanlandsflugi, svo sem venja er. Alls eru þá starfandi þrjátíu flugmenn hjá félaginu. Fimm ára styrk í FJÁRLÖGUM fyrir árið 1960, 14. gr. A. II. er svo fyrir mælt, að af því fé, sem ætlað er til styrktar íslenzkum námsmönn- um skuli gert ráð fyrir 7 allt að 30 þúsund króna styrkjum til allt að 5 ára náms erlendis eða við Háskóla íslands. Skulu styrkir þessir veittir nýstúd- entum, sém sýnt hafa sérstaka hæfileika til náms. Hinn 10. júní sl. auglýsti Menntamálaráð eftir umsókn- um um fyrrgreinda styrki. — Skyldi umsóknum skilað fyrir 10. ágúst. Alls bárust 17 um- sóknir. Hugðust umsækjendur leggja stund á eftirtaldar náms greinar (aðalnámsgreinar ein ar taldar); Fimm ætluðu að nema eðlisfræði, tveir verk- fræði, tveir hagfræði, tveir húsagerðarlist og einn hverja eftirtalinna greina dýrafræði, eldfjallafræði, ensku, lífeðlis- fræði, lyfjafræði og samanburð armálfræði. Menntamálaráð hefur lokið úthlutun styrkja þessara. Eftir vandlega athugun á öllum um- sóknum ásamt fylgiskjölum varð niðurstaðan sú, að veita styrki þeim 7 umsækjendum, sem hlotið höfðu hæstar ein- kunnir við stúdentspróf. Þessir stúdentar hlutu í ár 5 ára styrki: Ragnheiður Helga Briem, stúdent úr 'Verzlunarskóla ís- lands til náms í ensku, auka- námsgreinar þýzka og danska. Ragnheiður hlaut á stúdentsprófi I. ágætiseink- unn, 7,69 (í Verzlunarskólan- um er notað svonefnt Örsted- kerfi, hámarkseinkun 8). Er það hærri einkunn en nokkur annar nemandi hefur hlotið í Verzlunarskóla íslands á stúdentsprófi. Þorsteinn Vilhjálmsson, stúdent úr menntaskólanum í Reykjavík, til náms í eðlis- fræði — aukanámsgreinar stærðfræði og efnafræði. — Þorsteinn lauk stúdentsprófi með I. ágætiseinkunn, 9,33. Guðmundur Brynjar Steinsson, stúdent úr menntaskólanum á Akureyri, til náms í lyfja- fræði. Guðmundur hlaut á stúdentsprófi I. ágætiseink- unn 9,13. Eysteinn Agnar Pétursson, stúdent úr menntaskólanum á Laugarvatni, til náms í eðlisfræði. Eysteinn hlaut á stúdentsprófi I. ágætiseink- unn 9,07. Jón Sigurðsson, stúdent frá menntaskólanum á Akureyri, til náms í hag- fræði. Jón hlaut á stúdents- prófi eingunina 8.98. Sigurður Jakob Dagbjartsson, stúdent frá menntaskólanum á Akureyri, til náms í eðlis- fræði, -—■ aukanámsgreinar stærðfræði og efnafræði. Sig- urður hlaut á stúdentsprófi einkunina 8,98. Gunnar Tómasson, stúdent frá Verzlunarskólá íslands, til náms f hagfræði, Gunnar hlaut á stúdents- prófi einkunina 7,31. (Örsted-kerfi, hámarkseink- unn 8). Þess skal getið, að umsóknum allra fyrrgreindra stúdenta fylgdu mjög eindregin með- mæli skólastjóra og kennara. Abbas fagnað í Moskvu FERíIAT ABBAS, fors.etis- ráðherrja alsírsku útlaffastjórn- arinnar, kom til Moskva í dag á leið til Peking. Honum var vel fagnað af Rússum. Búizt er við, að Sovétstjórnin hafi í undirbúningi að skipta um stefnu gagnvart Alsír og taka upp opinberari aðstoð við upp reisnarmenn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.