Alþýðublaðið - 30.09.1960, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.09.1960, Blaðsíða 7
LÆVÍSUR í þrjátíu ár varsíu kunnur krati, Hannibal, Hannibal. Og þóttir varla neinn veiíi- skati, Hannibal, Hannibal. Einhvern veginn svo æxlað- ist, að ]>ú sagðir upp þeirri vist. Hannibal, Hannibal osfrv. Margt getur hallazt í heila snjáðum, Hannibal, Hannibal. Einkum ef Rútur er með í ráðum, Hannibal, Hannibal. Kommarnir fengu nýtt fliaggr x síafn, „fIokknum“ var gefið ann- að nafn. Hannibal, Hannibal osfrv. Ei við eina fjöl ertu felhlur Hannibal, Hannibal. Og Rútur er enginn engill heldur, Hannibal, Hannibal. Svo arkið þið saman í aust- urveg, ó, er ekki byltingin dásanx- leg? Hannibal, Hannibal osfrv. „MÁ BJÓÐA YÐUR upp í dans, fröken!“ okkur var þrýst hvort upp að öðru, svo að ekki gekk hnífur- inn á milli okkar. Þegar á allt er litið er þó engin ástæða til að kvarta yfir þessu. Þetta eru hreinustu smámunir í samanburði við allt hitt og kannski lán í óláni, ef hrein- skilnislega er talað. Hitt var öllu verra, að ég hef alltaf á- litið, að dansinn krefjist þess að maður hreyfi sig. Eftir á að hyggja hlýt ég þó að fara viðurkenningarorðum um þá, sem eru svo skynsamir að standa grafkyrrir alla syrpuna og eru ekki að burðast við að dansa (kunna það kannski ekki) en sýna dömunni þess í stað, hversu rækilega þeir hafa lært munn-við-munn að- ferðina hjá útsendurum Rauða krossins. Sakir reynslu leysis míns gerðist ég svo djarfur að stíga mitt spor (eitt og tvö). En æ! Það voru fleiri sem hreyfðu sig. Þegar ég var Boðib r upp I búinn með þetta eina og hálfn aður með annað hinna tveggja, þá er eins og spor- jámi sé stungið í gegnum stórutána á mér. Nýtízku kvennahæll hafði verið þarna að verki, en ekki nóg með það. Strax á eftir tók sá hinn sami hæll annað spor, lenti milli skós míns og iljar og stóð þar fastur! Eftir þetta atvik rann mér í skap og ég ákvað að, gerast djarfari og umsvifameiri í dansinum. Ég rétti rösklega úr mér, setti olnbogana út og var reiðubúinn til orrustu. í sama bili varð ég fyrir því ó- Iáni að mér rann reiðin og ég minntist orða danskennarans Eitt sinn vestur á ísafirði, Hannibal, Hannibal. Áttirðu hugsjónir einhvers virði. Hannibai, Hannibal. Óvinurinn var íhaldið, aldrei gafstu því stundarfrið Hannibal, Hannibal, Hannibal, Hannibal, Hannibal, Hannibal, í fljótu bragði virðist það engin hetjudáð að mæla þessi orð mjúklega af munni fram og hneigja sig. En annað átti ég eftir að reyna þetta ör- lagaríka kvöld. Ég tók varlega utan um hana og hélt henni í hæíilegri fjarlægð frá mér. Ég hefði þó getað sparað mér siðferðis- kenndina og kurteisina. Okk- ur hafði ekki unnizt tími til að stíga fyrstu sporin, þegar míns, sem sælla minninga hafði kennt mér sporið góða (eitt og tvö). Hann var van- ur að segja, þegar einhver missti taumhald á skrokknum á sér í danstímunum: „Dansið rólega, en ekki með hoppum og stökkum og sveig- ið ekki líkamann eins og naðra_ Dansið aðeins frá mjöðmunum og niðurúr.“ í lífsbaráttunni borgar sig ekki að vera kurteis og aðgæt- inn. Það fékk ég að reyna þetta örlagaríka kvöld. Sem ég hafði rétt gefið mér tíma til að hafa yfir varnaðarorð danskennara míns, fékk ég hnífsstungu í bakið. Ég vissi ekki hver sökudólgurinn var, en var staðráðinn í að sýna hugrekki, ef ég kæmi auga á beinagrind í flegnum kjól. Nú tók ég af skarið, setti olnbogana hátt á loft og ætl- aði að svara í sömu mynt. Þá veit ég ekki fyrri til en minn vesæli kroppur dansar í lausu lofti og mér er samstundis ljóst, að eitthvað mjúkt en þétt og fast og þrýstilofts- kennt hefur valdið lyftingum þessum. (Liðugur sitjandimx á henni þessari, þótt digur sé!) Ég var nú að vona að mesta óveðrið væri gengið yfir Mér auðnaðist að stíga sporið mitt tvisvar (eitt og tvö og eitt og tvö). Þá stirðnar daman mín upp. Brjálæðisleg skelfing lýsir úr augum henni. Hún baðar út höndunum og tekur að endasendast í mannþröng- inni án mín og alls ekki í takt við músikina (að minnsta kosti dansaði hún ekki eitt og tvö). Ég sá mitt óvænna, laumaðist úr salnum og faldi mig á salerni það sem eftir var kvöldsins. Ég var sann- færður um að aumingja stúlk- an mín hefði orðið sturluð, enda ekki von að fíngerðar taugar hennar þyldu þessi ó- sköp. Af tilviljun komst ég að því síðar, hvað hafði gerzt. — Skyrtuhnappur eins herrans hafði festst í bróderaðri blúss- unni hennar og dregið hana með sér — dansgestum að sjálfsögðu til óblandinnar á- nægju. Kannski að heiðruðum les- ara sé nú Ijóst að þaó er ekk> heiglum hent að hneigja sig og mæla mjíiklega aí rnunni fram: „Má bjóða yður upp i dans, fröken“. Þetta er afsteypa af 8 tíu mjlijón ára gamaB’I krabbategund, Þessi er sá stærsti, sem fundist hef’ ur af þeirri tegund — um tveir metrar í þvermál. Þetta er í Löbeeckssafn- inu í Dusseldorf_ Verð á notuðum bílum hefur farið hraðlækkandi að undianförnu, og hafa nýir bíl ar, þeir, sem fluttir eru inn á þessu ári, ekki sloppið við lækkunina, þótt þeir séu sama og ekkert keyrðir. Undanifarna tvo mánuði hafa bílasölumál okkar alvcg snúist við, því þar sem áður var hægt að selja lítið not- aða bíla, og raunar alla bíla mikið yfir kostnaðarverði — mega menn þakka fyrir, ef þeir þurfa ekki að reikna með tíu [af hundraði í afskriftir á ári, og geta ekki selt nema með þvf að lána í þeim stór- ar fjárhæðir til margra ára. Bílasalar eru á einu máli um lað lækkun sú sem aug- lýst hefur verið smábílum, hafi ekki nema takmörkuð á- hrif á lækkun bíla á innlend- um markaði, einnig eru þeir á þeirrj skoðun, að árstíminn — haustið, — hafi heldur ekki nema lítið að segja. Þeir segja aftur á móti, að mestu valdi um lækkunina, að fólk heldur nú frekar að sér hönd um hvað fjárfestingu í bílum snertir, og svo hitt, að bílar eru orðnir það dýrir í inn- kaupi eftir- réttum leiðum, að ekki verði hærra farið og frá því innkaupsverði hljóti leið in að liggja niður á við. Þetta ástand mun að sjálf- sögðu haldast, meðan verðið Iækkar ekki á nýjum bílum. Dæmi eru til þess, að nýr amerískur bíll hafi fallið í verði um sjötíu þúsund krón ur frá réttu verði, og samt ekki gengið út, og til er það, að menn hafi gengið inn í kaup á nýjum Fólksvagni og það í gegnum bílasölu, án þess nokkur eyri væri lagður á hann frá leyfisverði. Þetta sýnir ljóst hve ástandið hef- ur gjörbreytzt á nokkrum mánuðum, því síðast í vor voru menn að kaupa Fólks- vagna á 130 þúsund og þar yfir. Slíkur bíll á sjómanna- leyfi kostar nú 112 þúsund. Þá hafa Moskovits bílar fimm ára gamlir farið á rúm tuttugu þúsund hafi þeir ver ið staðgreiddir. Þeir bílar sem bezt virðast standa af sér verð lækk'anirnar eru enskir bílar og ítalskir, þótt þeir hafi að sjálfsögðu lækkað líka. Þeir sem hafa fengið sér nýja bíla nýlega með þ'að fyrir augum að græða á þeim, eins og hægt var til skamms tíma, mega því fastlega vænta þesss- að þurfa að sætta sig við- minna en lítinn liagnað. Mörg um kann að finnast svona á- stand óþægilegt í bílasölumáj um, en þeim ber að ha°a í hyggju, að það þekkist hvergr lengur að bíllar hækki i verði, við skulum segja um þústxníi krónur við hverja þúsuncl kílómetra, sem þeir erui keýrð- ir, eins og sannleikurinn vaxr hér á landi í langan tíma, — þrátt fyrir það að innkaups- verð hefur alltaf farið hækk- andi ár frá ári. Loksins? er það komið upp úr verðlagn- ingu villtustu braskara og þá fer að rofa til eins og dæmiiv- sanna á þessu hausti. Alþýðublaðið — 30. sept. 1960’ ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.