Sunnanfari - 01.06.1897, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.06.1897, Blaðsíða 1
Bjarni Þórðarson. Bjarni Þórðarson 'er fæddur að Belgsholti í Melasveit í Borgarfjarðarsýslu þ. 23. dag apríl- mánaðar 1837. Foreldrar hans voru Þórður Steindórsson bóndi í Lundareykjadal og kona hans, Halldóra Böðvars- dóttir. Ekki hirði jeg að rekja hjer ætt Bjarna í marga liði, en margir hafa verið góðirmenn ognýtir í henni þar í Borgarfirði. Þórður Steindórss. fiutti frá Belgsholti vorið 1838 að Innrahólmi á Akranesi og bjó þar leingi síðan. Bjuggu þau hjón við lítil efni og áttu 16 börn; kom- nst 10 þeirra til fullorð- insára, 5 synir og 5 dætur. Bjarni ólst upp hjá föð- ur sínum að Innrahóhni til þess er hann var 12 ára að aldri. Vorið 1849 fór hann til Sigurðar Böð- varssonar, móðurbróður sins, að Fiskilæk og lærði hann þar silfur-, kopar- og söðlasmíði. Vorið 1855 fóí hann að Ytrahólmi til Hannesar prófasts Stcphensen; lærði hann þar ýmislegt, er að smíði laut, svo hann var skipa- smiður hinn besti og járnsmiður. Vorið 1859 rjeðist hann norður á Borðéyri til Pjeturs sál. Eggerz; var hann þar 2 ár og vann einkum að húsasmíði. Til sjera Friðriks Eggerz í Akureyjum á Breiðafirði fór hann vor- ið 1861. Þar var hann í 8 ár. Þann 6. dag júlímán. 1862 gekk hann að eiga ungfrú Sigríði dóttur Jóhannesar Magnús- sonar hafnsögumanns frá Bjarneyjum á Breiða- firði. Þau hjón áttu 3 dætur: Arndísi, Guð- nýju og Kristínu. Guðný dó ung, en hinar eru enn á lífi; Arndís gift Hákoni bónda Magnús- syni að Stað á Reykja- nesi, en Kristín er gift Jóhannesi Bjarnasyni skip- stjóra, ættuðum úrBjarn- eyjum. Þau Bjarni og Sigríður voru saman í hjónabandi rúm þrjú ár. Kvongaðist Bjarni svo öðru sinni þann 4. dag júlímán. ungfrú Þóreyju Kristínu Ólínu frá Reykjahólum, dóttur Páls hreppstj. Guð- mundssonar prófasts að Staðarstað og Jóhönnu systur Jóns sýslumanns Thoroddsens skáldsins. Það var vorið 1869 að Bjarni reisti bú að Reykja- hólum á hálfri jörðinni. Hafði hann iítil efni og fyrir 4 börnum að sjá.— Jörðin var þá niðurnídd mjög að húsum og girð- ingum og tún og eingjar í órækt mestu; mátti kalla þann hluta jarðar- innar, er Bjarni bjó á, húsalausan og alls- lausan. Á fyrstu búskaparárum sínum byggði Bjarni að nýju frá grunni bæjarhús öll og fjenaðar, reisti hlöður, og tekur ein þeirra fóður handa 300 sauðfjár, 12 nautgripum og 16 hestum; er hún vönduð mjög að smíði og slíkt hið sama Bjarni Þörðarson.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.