Sunnanfari - 01.06.1897, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.06.1897, Blaðsíða 2
94 bærinn allur. Varnar- og vatnsveitingaskurði mikla ljet hann grafa, samtals yfir 3000 faðma að leingd. Mörg önnur mannvirki hefur hann gert, t. d. sljettað í túni og óræktarmóum mörg þúsund ferhyrningsfaðma. Túnstæði hefur hann einnig girt og ræktað, 14 dagsl. að stærð, sem áður gaf af sjer í meðalári 25—30 hesta, en nú 120 af þurri töðu. Eingum þeim, er þekkir Bjarna, mun bland- ast hugur um það, að hann er dugnaðar- og atorkumaður hinn mesti og svo góður verkmað- ur og hraðhentur, að fáir munu jafningjar hans. Að Reykjahólum hefur hann búið stórbúi með dæmafárri rausn. Er greiðsemi hans alkunn og hjálpfýsi. Og óhætt er að fuliyrða það, að ís- lensk gestrisni á hoima að Reykjahólum í full- komnustu og göfugustu mynd. Heimili þeirra hjóna er sannefnt fyrirmyndarheimili fyrirmargra hluta sakir. E>au hjón hafa átt 13 börn; dóu tvö þeirra ung, en elsti sonúr þeirra, Jón að nafni, dó á tvítugsaldri. Hin 10 eru á lífi, 5 synir og 5 dætur. Synir hans eru: Þórður, verslunarmaður í Borgarnesi; 2. Böðvar, nú í lærðaskólanum í Rvík; 3. Bengt, ljósinyndasmið- ur á ísafirði; 4. Hannes, verslunarmaður á Bíldu- dal; 5. Jón, unglingspiltur heima. Dætur eru þessar: Þórcy, kona sjera Eyjólfs Kolboins að Staðarbakka; 2. Raguheiður, kona Þorleifs Jóns- sonar, cand. phil., að Sólheimum í Húnavatns- sýslu, áður ritstjóra „Pjóðólfs"; 3. Margrjet Theodóra, 4. Jóhanna, 5. Olavía, allar í föðurgarði. Heimili hefur Bjarni haft þungt, þar sem hann hcfur auk sinna eigin barna annast bæði börn og lasburða fólk án endurgjalds. Samt hefur Bjarni grætt stórfje með atorku sinni og forsjá, en eingan arf hefur hann feingið með kvonfangi eða á annan hátt. Hann hcfur eigi verið til bóklegra mennta settur, en fáir ís- lenskra bænda munu hafa látið sjer annara en hann um menntun barna sinna. Ýms opinber störf hefur hann haft á hendi, setið í sýslunefnd í sex ár, í sóknarncfnd síðan lögin um skipun sóknarncfnda náðu gildi (27. marz ’80), sátta- semjari hefur hann verið í 14 ár, í hreppsncfnd í 12 ár. í málaferlum hefur hann átt allmiklum og jafnan borið hærra hlut. Handlaginn er Bjarni framar fiestum öðrum, einkum að því er að smíðum lýtur. Hann hef- ur enn fremur hjálpað við barnsburð nál. 50 konum og jafnan tekist injög vel. Smíðaði hann eitt sinn verkfæri til þess að ná barni með, þar sem vanaleg læknisverkfæri dugðu ekki og tókst þá vel. Bjarni er maður dulspakur og djúphygginn, stilltur vel og gætinn, prúðmenni hið mesta í framgaungu allri, giaðlyndur og manna skemmti- legastur í viðmóti. Þjettur er hann fyrir, ef á hann er leitað, og manna lægnastur að koma sínu fram með stillingu og gætni. Hann er meðalmaður að hæð, herðabreiður og þrekinn, vel vaxinn, fjörmikill og hvatlegur á fæti. Guðm. Guðmundsson. Beta dáin. Hver blómstaung, sem jörðin frá árdögum ól, er ætluð í konungsins hlöður. Þær skírir hin nærgætna, náðuga sól í nafni Guðs — alveru föður. Ei linnir hið yngjandi ljósmóður bað uns lífsöflin konginum falla, þó æfin sje buudin við afvikinn stað á öræfum blásinna fjalla. Þó leiðin til orðstýrs sje langsótt og höll ei lífsgerva minningar dvína; því ljósmóðir vorgróðans letrar þau öll í löggiltu bókina sína. Þó brosrósum vonar sje hretviðrin hörð og haustfölvi vorgrænku tregi, á krossgötum sólar er kerlaug þjer gjörð í kvöldroðans purpuralegi. Jeg lít þig í anda í ljósgrænum kjól með lýsigulls-kniplinga’ um brána, hjá ungbörnum konungsins austur við Sól — í álfunni vestur af Mána. G. F.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.