Sunnanfari - 01.06.1897, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.06.1897, Blaðsíða 6
98 smugu á „Vestu“ ráðgjöfum — að minnsta kosti í von- inni —, prófessorum, „prófetum“ og öðrum dýrindiefarmi, að það má borast til be'rsja vona, hvort miði þosei getur feingið að fljóta með henni. 4ður en jeg gieymi þvi. vil jeg að upphafl orða minna geta þess, að lítilla þakka verður er prófarkalestur sá, er síðasti miði frá mjer hefur feingið í Sunnanfara, og vil jeg beiðast þess að færra verði um prentvillurnar í þessum línum, ef þær kynnu að vcrða prentaðar. Lítið er um bókmenntir lvjeðan að segja, er snertir ís- iand. Þð er að geta greinar Jóns frá Mýrarhúsum í „Historisk Tidskrift“, en ekki hef jeg samt lesið hana sjálfa og þekki hana því ekki öðruvísi en eftir þvi, sem hennar hefur verið getið hjer í dönskum blöðurn. Eru sum þeirra rækalli kampakát yfir því, hvað Jón beri dönskn stjórninni vel söguna í viðskiftum hennar við ís- land, og mun það þykja stinga í stúf við sumt, sem áður hefur verið ritað, líklega einkum af Jóni Sigurðssyni. Þó að sumum kynni að detta í hug, að slíks eins sje von af mönnum, sem Danir eingaungu styðji til ritstarfa, að þeir beri Danskinum ekki ver söguna en fyllsta nauðsyn krefji, er samt ekki að ámæla því, ef þeBBÍ nýja kenning er á röknra byggð. Það kærir eig einginn um að skrökvaðsje upp á Dani í akiftum þeirra við íalendinga. Hitt er lak- ara, sem nli sýnist vera að færast í vöxt, þegar íslend- ingar sjálflr í blöðum Dana geta ekki stillt sig um að vera að skjalla Danskinn alveg flt í bláinn og fyrir það. sem óskylt er; þó tekur flt yfir altt, þegar um leið er hallað ranglega á íslendinga sjálfa. Núna á dögunum, rjett um sama leyti sem „Þjóðviljinn11 barst hingað með ofanígjöf til Boga Th. Melsteðs fyrir smjaður hans um stjórnarskrána í grein sinni um jrrðskjáifta, er hann setti í dönsk blöð, kom hjer út í „Politiken", helsta blaði vinstri manna (17. maí), grein eftir sjera Matthías Jochumsson um „betra samkomulag1' milli Dana og íslendinga, sem er svo löguð, að bágt mun flestum íslenskum mönnum að mæli henni bót, því að hfln er blindfull af hinum hvum- leiðasta fagurgala og Bmjaðri til Dina og hvergi nærri laus við laat um íslendinga, og flestu er snúið þar aftur, sem fram á að horfa. Það cr nú alkunnugt fyrir langa laungu, að sjera Matthíasi finnst hann þurfa að tala eða skrifa um alla skapaða hluti, og í ÍBlenekum blöðum hefir honum fyrirgefist það og haidist uppi og mun gera það i leingstu lög fyrir sakir ágætrar bkáldmennsku sinnar, en þegar hann getur ekki leingur setið á ajer að þjóta í dönsk blöð, mun fle3tum nóg boðið. Þá verður hann sann- kallað vandræðaskáld. Grein þessi, sem helst virðist sprottin af því, að Georg Brandes ritaði hér í vetur í „Politiken", að æskilegt væri, að Panir hefðu færi á að þekkja nýíslenskar bókinenntir betur en þeir gera, og að þýtt væri á dönsku eitthvað af nýíslenskum bókum, byrjar svona: „Af eigin lestri og rcynsln komst jeg ungur upp á það að virða og elska danska sögu og bókmenntir, þjóð og land. En með óaflátanlegri gremju hef jeg mestan hluta æfi minnar orðið að horfa upp á það, að flestir af forspökkum vorum hafa ekki skilið skoðun mína og mitt hlýja þel til Dana, nje faiið eftir því, heldur miklu frem- ur eftir gömlnm hleypidómum frá einokunartíðinni og glamri þjóðmálaskúmanna á síðari tímum“. Því næst gefur hann þeirri „heimskulegu pólitik" — hans eigin orð — olbogaskot, er vilji flarlægja Dani og íslendinga hvora frá öðrum, með öðrura orðum, að það sje heimska, að vil.ja vera að draga íslensk mál og íslenska stjórn inn í landið sjálft. En síðan stjórnarskráin kom segir hann „hefi jeg og aðrir Danavinir hjer álandi orðið var við töluverða breyt- ingu til hins betra, til vimlegri og heilbrigðari skoðunar á Dönum og vorum sameiginlegu málum. En þá verð jeg lika undir eins að játa, að það er meir Dönum en íslendingum að þakka, að saman hefur dregið". Eftir skoðun sjera Matthíasar hefur því danska stjóruin i því skyni að hæna íslendinga að Dönum margneitað að stað- festa lög um lagaskóla, afnám hæstarjettar í íslcnskum inálum, um búsetu fastakaupmanna. Af ást á íslending- um hefur því þá verið neitað í 16 ár, að láta undan kröf- um í stjórnarmálina, og af sömu ást og elsku hefur verið synjað um að staðfesta um 60 lög frá alþingi síðan stjórn- arskráin kom. Þá bætir gullhamraslátturinn, um hvað Danir hafi heiðnrsamlega fyr og nú og æfinlega haldið uppi hinum forna bókmenntasóma íslands, ekki mikið úr skák. Því að það vita allir, að Danir hafa að eins Bkift sjer um okkar bókmenntir svo langt fram í tímann, sem þær voru lífsnauðBynlegar fyrir þá sjálfa og fornöld Norð- urlanda, en síðan ekki við söguna meir. íslenskar bókmenntir eftir 1600 eru útskúfaðar frá Kaupmannahafnarháskóla og eiga þar aldrei að heyrast, eins og allir mega vita, sem ekki vilja tala alveg út í hött um þetta mál. Eitt af þvi, sem Matthías prestur telur að bendi á ást Dana á íslendingum, cr það, hvað mörg embætti hafi á síðari tímum veitt verið íslenskum mönnum í Danmörkn. En ekki eru nú meiri brögð að því en oft fyrri. Þesa utan mun varlega hlaupandi í þetta atriði, því allir vita, hvað vinsæl sum af þessum embættum hafa verið íslendingum. Meðal mnrgs annars segir Matthías klerkur og að hann hafi ekki eíni á að kaupa „PoIitiken“. Að endingu gerir sjera Matthías ráð fyrir að rita fleiri greinar af sama tagi, en þess væri óskandi, að þær kæmi aldrei, því að svona óhugsuð framhleypni — eða hvað maður á að kalla það — er okkur bæði til minnkunar og málstað okkar til skaða. Annars er það svo sem sjálfsagt, að það væri ekkert að því, að þýtt væri á dönskn nokkuð af nýrri íslenskum ritum, en betra væri þó, að það væri þesskonar bækur, sem ekki væri „fltþynkun" af dönskum ritum. Ekki mundu slíkar þýðingar samt styðja bókmenntir okkar að neinu gagni, ekki hjálpa til eða ljetta undir að halda þeim uppi, af því að þær jykju ekki kaupendafjölda nð íslenskum bókum. En það er einmitt það, Bem lífið ligg- ur á, að fá fleiri til aö haupa og lesa bœkurnar á ís- lensku. Pyrsta heftið af bók Poestions um íslensk skáld þyk- ist jeg vita að Sunnanfari hafi feingið. Hún fer vel af stað.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.