Sunnanfari - 01.06.1897, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.06.1897, Blaðsíða 5
97 vatnið segir hann að haíi verið hið sania handa öllum. Hann neitar því, að farþegar hafi verið reknir til nokkurrar vinnn á leiðinni af sjer eða skipverjum, en það hafi verið bein lífsnauð- syn að herða á þeim að hreyfa sig, því svo hafi þeir verið latir, að þeir ekki einu sinni nenntu upp á þilfarið til að afljúka þörfum sínum, hvað þá heldur annað, og hafi þeir fyllt skipið með óhreinindum og ódaun. Hann tekur því ekki fjarri, að bátsmaðurinn kunni að hafa skipað þeim að hreinsa undan sjer þegar óþverraskap- urinn var farinn að keyra fram úr hófi. Hann áleit það óhæfu að bjóða skipverjum slíkt verk, þar eð þeir að náttúrufari væru siðferðisbetri (mere sædelige!) heldur en Islendingar, og „fyr- irverð jeg mig“, segir hann, „fyrir að minnast frekar á lifnað þeirra og frainferði á skipinu, enda er og ósiðlegt að taka sjer slík orð í munn“. Yinnudrengirnir buðust sjálfkrafa til að hlaða brenninu, en stúdentinn snerti ekki á því. Að þn er afhendingu farangursins snertir, segir skipstjóri söguna á þessa loið: „Eftir að búið var að leggja skipinu að vörugeymsluhús- um verslunarfjelagsins, kom stúdentinn niður eftir kvöld eitt eftir að tollþjónarnir voru búnir að innsigla skipið; jeg bað haun að koma aftur á þeim tíma, er skipið væri opið aðgaungu, en hann kom enn sem fyr að kvöldi dags og gckk svo nokkrum sinnum“. Þjófnaðarkærunni vísa skipverjar frá sjer með þjósti. Enn fremur ber skipstjóri það fram, að vinnudreingirnir hafi ver- ið magrir og vesaldarlegir er þeir stigu á skips- fjöl, en feitir og pattaralegir er þeir gengu af skipi. Þennan framburð bjóðast þeir allir til að staðfesta með eiði. — Ekki er nú sagnamunurinn lítill! Klögun- arskjalið og varnarskjalið standa hjer hvert svo andstætt öðru, að það or eins og mikið djúp sje staðfest þar á milli. En þetta er ekki ný bóla í skjölum íslendinga og verslunarfjelags- manna, og geta menn af þessu litla sýnishorni gert sjer hugmynd um, hvernig viðskiptum þeirra jafnaðarlegast var varið. Hefði stjórnin stöðugt átt að taka sig til og rannsaka nákvæm- lega hvorir hefðu á rjettara að standa í hverju einstöku tilfelli, þá hefði aðeins lítill tími orðið aflögum til annara stjórnarstarfa. í þes u sem öðrum smáatriðum fylgdi stjórnin þeirri reglu, að láta málsaðila berjast fyrir rjetti eftir eigin geðþótta, án þess að blanda sjer frekar í sak- irnar. Þótt nú varnarskjal skipstjóra í þessu máli að ýmsu leyti virðist bera það með sjer, að það sje ekki á sterkum rökum byggt, held- ur miklu fremur komi fram sem nokkurs konar þrákelknisneitun, þá leiddi þó stjórnin hjá sjer að skerast í leikinn, og ljet kærendur sjálfráða, hvort þeir hjeldu málinu leingra fram, en þeir ljetu sitja við það sem komið var, eflaust af fjárskorti, og er þessa máls ekki framar getið. Jón Jónsson. Jafnvígi. Margur blásinn belgur sprakk — bljúgur laut að fróni í sem glettni ungfrú stakk ástar títuprjóni. Mörg hefur gugnað meyjarlund manns fyrir brúnaleiftri. Kær er vistin konumund karlmannslófa greyftri. G . F. Sttfkur. Drýldin Tíska keyrði í kring kostagripi frýna, er Ágirnd leiddi á uppboðsþing Ofund systur sína. Kaupaflónska komst í önn; kenndi Sjóður þurðar. Litverp Örbirgð, laung og grönn lúrði að baki hurðar. G. F. Brjef frá Höfn. Jeg er að hugsa um að láta yerða af því að hripa „Sunnanfara11 nú nokkrar línur, því að jeg er farinn að hálfskammast mín fyrir það, hvað jeg hef leingi lofað því upp í ermina mína. En jeg þori ekki annað en að hafa brjefið stutt, því að nú kvað vera drepið svo í hverja

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.