Sunnanfari - 01.06.1897, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.06.1897, Blaðsíða 4
96 af norsku brenni, er hann hafði keyft (— eftir því sem vjer síðar höfum orðið áskynja um, er skipstjórum harðlega bönnuð slík kaup —), auk annarar vinnu, er hann hlóð á oss tii að Ijetta á skipverjum. 3. Að vjer eftir komu vora hingað til bæj- arins leingi árangurslaust urðum að beiðast þess, að fá farangur vorn upp úr skipinu, áður skip- stjóranum og mönnum hans þóknaðist að veita oss áheyrn og láta hann af hendi, og þegar loks að því kom, var af farangri Þorsteins stú- dents Stefánssonar búið að stela bæði rúmfötum hans, sem nokkur voru fyllt með æðardúni, og ýmsnm nýjum klæðum m. m. Þegar þeirra var kraflst, var svarað, að það væri ekki þeirra skylda, að hafa gætur á dóti farþega, og höfð- um vjer þó í langan tíma nær því daglega og jafnvel undir eins við komu vora leitast við að ná því úr skipinu. Af þessari skammarmeðferð, höggum og bar- smíð, illum og skemmdum mat og sífelldu vatns- þambi undir straungu erflði, skerðist heilsa vor og þrek svo mjög, að nokkrir meðal vor skömmu eftir landtökuna sýktust harðlega og urðu að leggjast á Friðriksspítala. Hafa þeir legið þar til skamms tíma, án þess að geta leitað upp- reisnar eða krafið viðkomandi málsaðila reikn- ingsskapar fyrir þessa ótæku og dýrslegu með- ferð, og hefur Busch skipstjóri látið oss (sem þó eigi síður en hann njótum þeirrar ómetan- legu sælu, að mega kallast undirgefnir og trúir þegnar Yðar Hátignar, og ættum þar af ieið- andi einnig að njóta sömu rjettinda og allir aðrir ferðamenn og farþegar í ríkjum og lönd- um Yðar Hátignar) sæta sömu kjörum og örg- ustu þræla. En eins og þessi ósæmilega og þrælslega meðferð verðskuldar, að Yðar Hátign taki hana til íhugunar, bæði til viðvörunar Busch skip- stjóra og öðrum hans sinnum, sem framvegis kunna að flytja farþega milli íslands og Dan- merkur, svo þeir mættu betur hafa gætur á reglum þeim, sem lög og tiiskipanir Yðar Há- tignar almennt setja skipstjórum (— með því Busch virðist hafa fylgt öðrum og andstæðum reglum —), en einkum þó með tilliti til þess, sem ákvarðað er um farþega á íslandsförum, sem og til nokkurs konar uppreisnar og bóta oss til handa, sem allir álítnm oss við þetta framferði mikillega meidda, misþyrmda, fjár- svipta og jafnvel rænta eigum vorum, þá sjáum vjer oss nú sem stendur ekki fært að bera fram kröfur vorar gagnvart viðkomandi eða leita rjettar vors fyrir dómi, þar eð oss til þess bæði skortir þekkingu á lögum og jafnframt efni, nema því aðeins, að Yðar konunglega Hátign vilji rjetta oss hjálparhönd. Yðar náð dirfumst vjer einn fyrir alla og allir fyrir einn undir- gefnast að ■ ela þetta mál, þar eð vjer sömu náðar vegna fulikomlega þorum undirgefnast að vænta allrar þeirrar uppreisnar, sem oss kynni að dæmast af rjetti, og það því fremur sem skipstjóri, stýrimaður og nokkrir af skipverjum ennþá eru hjer á staðnum, þótt nokkrir þeirra sjeu nú á bak og burt“. Allraundirgefnast Porsteinri Stefánsson. Jón Hallsson. Jón Ólafsson. Jón Pálsson. Jón Gunnlögsson. Ekki brá stjórnin vanda sínum að því er þetta mál snerti, heldur sendi klögunina til skipstjóra og skoraði á hann að færa vörn fyr- ir sig ef hann mætti. Hann var ekki lengi á sjer, heldur sendi að vörmu spori svar sitt; er það undirskrifað af honum, stýrimanni og 4 skipverjum, og er aðalefni þess sem hjer segir. Þegar menn þessir komu, þykist skipstjóri ekki hafa verið við jiví búinn, að taka svo marga farþega, og varð því að biðja þá að út- vega sjálfa smjör og kjöt, sem hann svo aftur lofaði að kaupa af þeim. Þeir áttu á leiðinni að gjalda 4 mörk á viku fyrir sama viðurværi og skipverjarfcingu. Vinnudreingina kveðst hann hafa tekið á skip með þeim skilyrðum, að þéir tækju hendi til eins og annars á leiðinni til að firra þá skyrbjúg og afstýra því, að skipvcrjar sýktust af þeim. Þorsteini stúdent Stefánssyni segir hann hafa staðið til boða kostur í lypt- ingu fyrir 8 mörk á viku, en hann kvaðst ekki mega sæta því boði vegna peningaskorts, og kunni auk þess best við að matast með hinum öðrum löndum sínum. Hann tekur þvert fyrir að farþega hafi skort matvæli á leiðinni, og

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.