Sunnanfari - 01.04.1902, Side 1

Sunnanfari - 01.04.1902, Side 1
X 4- 1902 REYKJAVÍK * APRÍLMÁN. Bandaríkjaforsetinn nýi. Mikill skörungur, mikill atgervismaður og mik- ill mannkostamaður — þetta alt ber mönnum saman um að hann sé, Bandaríkjaforsetinn nýi, flestum þeirn, er á hann minnast í ræðu eða riti. Hann er ekld nema rumt fertugur að aldri, en hefir þó verið mikið við þjóðmál riðinn um 20 á'r og getið sér alla tíð mikinn orðstír og góðan. Hann gerðist þing- maður í New-York-ríki rúmlega tvítugur, 1883, og gerðist þegar mikill atkvæðamaður þar. Hafði eftir það ýms alþjóðleg störf á hendi og vanda- söm, og reyndist jafnan atorkumikill frömuður vandaðs framferðis í með- ferð þjóðmála og manna óþarfastur öllum þeim, sem misbeita vildu valdi sínu eða auð til hnekk- is almenningsheill. Þrek og kjarkur fádæmamikill, og ráðkænska og fram- kvæmd eftir því. »Fram- farir efla þeir, sem fram- kvæma hlutina« kvað hann, »en ekki hinir, theodoe eoosevelt foeseti sem tala um, hvernig fara eigi að því«. Hann hefir raunar gert hvorttveggja, segir Stead rit- stjóri (í Lundúnum); hunn hefir bæði framkvæmt hlutina og ritað mikið mál um, hvernig fara ætti að því. Vér þörfnumst, hefir Roosevelt sagt, manna, sem hafa fagrar og háleitar hugsjónir, sem festa augun á stjörnunum, en gleyma þó ekki, að þeir verða að ganga á jörðunni. Svo segir oft frá í fornsögum vorum um mikla kappa og bardagamenn: Hann var jafn- an þar í bardagunum, sem mest þurfti við, — Eins þykir mega segja um framgöngu Roosevelts í þjónustu lands síns fyr og stðar. Hann var lögreglustjóri í New-York fyrir 7—8 árum. Eg vissi, að veðrið var snarpast hér í New-York, og því kom eg hingað, mælti hann. Hann barðist á Cuba gegn Spánverjum 1898 og réð þar fyrir ridd- arasveit, er hann hafði safnað sjálfur og vanið við vopnaburð. Hann var þar í einni helztu orustunni, við San Juan, og yar framganga hans mjög rómuð. Þróttlítill og heldur lingerður hafði hann verið í æsku; en það hafði hann af sér með mikilli útivist, afl- raunum og íþróttum, og gerðist hverjum manni vnskari og hraustari, er hann óx upp. Hann las, að mælt er,íslendingasög- ur í æsku (á ensku) og þótti mjög mikið til koma. Það var þessu næst, að hann var kjörinn rik- isstjóri í New-York-ríki, 1899, með 18000 at- kvæða mun. Aldrei höfðu þjóðmálaskúmar þar átt við höfðingja, er harðari væri í horn að taka. Hann beitti lögunnm vægðarlaust, hver sem í hlut átti, og lét sér einkar-umhugað, að réttur lítil- magna væri eigi fyrir borð borinn. Ollum mis- indismönnum stóð »helgur ótti« af honum, ekki sízt auðkýfingunum. Hann komst svo að orði

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.