Sunnanfari - 01.04.1902, Qupperneq 2

Sunnanfari - 01.04.1902, Qupperneq 2
26' eitt sinn í riti um »bina háskalegu stórbófa í auðmanna stétt« : Samvizkulausir féglæframenn, sem raka saman auði með því að fleka náunga sinn, múta dóm- urum og löggjöfum og verða loks frægir fyrir auðsafn sitt, hafa verri áhrif á hugi hinnar upp- vaxandi kynslóðar heldur en meðalmorðingi eða stórbófi, af því að þeir ganga meir í augun og hafa háskalegri áhrif á mannfélagið. Ekki er til auðvirðilegri mannskepna í heirni en Ameríku- maður, sem um ekkert hugsar annað en að græða, virðir að vettugi sérhverja skyldu, smáir sérhverja heiðvirða meginreglu, hirðir um ekkert aonað en að safna sem mestum auði og verja honum sem allraverst, hvortheldur ertil að umturna verðmæti almennra verðbréfa, kippa fótum undan nytsemdarfyrirtækjum sjálfum sér til hagsmuna, eða láta syni sina eyða æfi i glæpsamlegu iðju- leysi og hroðalegu svalli, eða kaupa hátt setta bófa í mannfélaginu til að ganga að eiga dætur sínar. Sá hefir einurð á að segja löndum sínum til synda þeirra 1 Stead segir, að hann sé samsuða af Gladstone, Cecil Rhodes og 2 brezkum þjóðskörungum öðr- um er hann til nefnir. Hann er eins þróttmikill og Gladstone og ritfrjósemin jafnóþrjótandi í báðum þeim. Andi hans heldur aldrei kyrru fyrir, fremur en Gladstones gerði, og iðjuáhuginn er ó- slökkvandi. Það er og líkt með þeim Gladstone, að hann er eins og sjálfsögð og sífeld storm- hvelsmiðja í hverri hreyfingu, er hann á þátt í. En hann er minni friðarmaður en Gladstone. Hann er ekki smeykur við að láta Bandaríkin færa út kvíarnar og taka að sér ábyrgð á að sjá farborða menningarminni þjóðum, hrinda þeim áfram til meiri þjóðþrifa og auka þar með veg og gengi Iands síns. Einn þeirra, er Stead seg- ir að Roosevelt hafi sumt af, en John Burns, verkmannapostulinn enski. Hann er óbilugur lýð- valdssinni, eins og hann; honum er hverjum manni sýnna um góða stjórn á misjöfnum mannsafnaði, og hinn mesti hólmgönguberserkur verkmanna- lýðsins í móti harðstjórnarofríki auðvaldsins. Með slíkum kostum er skiljanlegt, að þorri landslýðs í Bandaríkjum hugsi allgott til stjórnar hitis nýja forseta síns og kalli það lán í óláni, að illvirki morðingjans pólska, er réð McKinley bana í haust er leið, varð til þess, að landið fekk annan eins skörung yfir sig. Stephan G. Stephansson. Eftir Guðm. Friðjónsson. Y. Engum manni, sem les kvæði Stephans, þarf að dyljast, að hann er mentaður maður. En þar með er ekki sagt, að hann sé taminn (dresserað- ur). Þetta hefir jafnan fylgt íslendingum og komið fram I ýmsurn myndum, í ólöghlýðni, samtakaleysi, sundurlyndi, nábúakryt og sjálfræð- is-þrá. Eg heimta rúm og frelsi sem vorið, hæ og hó segir Stephan. En þó að Stephan sé ekki taminn, þá á hann þó ekki sammerkt við stóð né skríl. Hann er áþekkur erninum, sem flýgur einn ofan við lands lög og rétt. Slíkur íugl á ekki heima í borginni né þéttbýlinu. Hann hlýtur að leita til fjallanna og búa þar, búa hjá anda öræfanna, þar sem rúmið og frelsið er takmarkalaust. Innrætið, sem þessi heimtufrekja er sprottin frá, er vafalaust náskylt víkingsándanum forna, sem olli því, að Island var bygt. En hann er þó ekki hergjarn eða blóðþyrstur, óskar ekki eft- ir því, að hernema ambáttir, né gera strandhögg hjá kotbændunum. Stephan vill berjast, vill gerast sjálfboðaliði, til þess að styðja frelsi Búa. Það sést á þessu kvæðis-upphafi um Búa-styrjöldina: Mér finst minn andi espast við að eiga sjálfgeymt fó og blóð er betri málstað brestur lið; — en bíðum! eg á orð og ljóð. Og verði þau í þetta siun að þyngsta krafti hugarmóðs, að brennimarki á Kains kinn, að klögun Abels dauðablóðs, — að vofu, er illspá æpa skal að Englending frá Búa-val.

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.