Sunnanfari - 01.07.1902, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.07.1902, Blaðsíða 4
_P og eftir að þeir hafa verið farnir þaðan. Þeir vita, sem er, að hann er bæði fús að veita þeim fulltingi, og úrræðagóður fyrir þá«. Auk margra ritgerða í fyrnefndu tímariti og víðar, flestallra um uppeldis- og mentamála, hefir hann samið (ásamt samkennara sínum Jóhannesi Sigfússyni), danska lestrarbók, og annast útgáfu fleiri kenslurita. Hann er tvíkvæntur: fyrst Láru Pétursdóttur amtmanns Hafstein, er hann misti fyrir nokkr- um árum, og siðan (1899) Sigríði Stephensen óð- alsbónda í Viðey. Hann á 5 mannvænleg börn eftir fyrri konuna, vaxin nokkuð; og 2 með hinni. J. Þ. er fjörmaður mikill, glaðlyndur og glað- mæltur, fjölhæfur og atorkusamur, einkarvel látinn af öllum, er kynni hafa af honum. Yorvísur 1902. i. Fyrst Jóan . . . Fyrst Ióan var farin að syngja um þig, sól, og sólskríkjan, væng-perla mín, og klakinn að losna við kalinn hól og kryplast hið snæ-ofna lin, eg vonaði, trúði því, vina mín kær, þú værir að hugsa til mín, þó blikan dyldi þig sjálfa að sýn með sortanum nær og fjær. Hið fyrsta simrit um sumarmál þú sendir um norðurhöf á þessa marg-fentu grasa-gröf, — og guð veit, að það var mál. Nei, þráðlaust var skeytið, það er rétt, kom þjótandi beina leið frá þinni glóandi roða-reið og ritaði — sólskinsblett. Eg vissi það, vina mín kæra þú værir að líta til mín, vina og frænka mín, sumarsól, nú sendirðu börnin þín í átthaga mína út við sjó, að erja þar jarðveginn; en sáð var fræinu síðasta haust í sandroknu mel-löndin. Og meðan að gjörvöll mýrin er og mórinn í klaka og snæ, er akur sá vaxinn með æsku-grös og orðinn með vorlífs-blæ. — Og þar er lambánum búið borð, á bragðið er rétturinn sætu-megn. — En æskunni verður þar ofur-kalt við áfelli, storm og regn. Þú sendir, eygló, um sumarmál þin símrit norður um höf á þessa djúp-frosnu grasa-gröf, — og guð veit, að það var mál. En vilt’ ekki fjölga þeim, vina kær, og verma gaddfrosna landið mitt? og opna hreinlynda hjarta þitt, þú, hugnæmi sunnanblær? II. Þrösturinn i hriðinni. Já, sú var tíðin, er söngstu dátt, febst sólveig í bragarlaun, í angan-birkinu inn um Hraun við ylríkan Hörpuslátt. En nú ertu koimn i kofa minn, að kampi tóttai og situr þar á morgnana, þegar eg fé mitt finn og færi því gjafirnar. Og yfir garðanum gamlan kvist þú gerir þér nú að stól. Þig skortir að vísu sumarsól; en samt ert’ í hlýrri vist. Og hún er velkomin, vinur minn. Ef veizt’ um sólskríkju fannar-bú, þá visaðu þeirri fögru frú en fátæku hingað inn. III. Tvær vísur. — Hve veturinn herjaði teig og tún og teygði sig inn um gátt; á loðnum glugganum hafði hátt og hnyklaði ygli-brún,

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.