Sunnanfari - 01.11.1902, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.11.1902, Blaðsíða 7
§7 ymja ljóða-lof um ljósfreyjuna. Svanur, sólskríkja, sumarfiðrildi syngja, sól, um þig á sínu máli; þröstur þjótandi í þykkum skógi, bára blásœvar og blævindur. Ertu alla tíð frá alda morgni fram að fjarlægsta fimbulvetri eilíft ylhjarta, eilift ljóshjarta eilífs helgi-hugs huldrar vizku. Horfi eg hugfanginn á hátign þína; sit eg söng-stola; svíður mig í augu. Syngur sólarljóð svanur á vogi, xtur elskhugi - enginn maður. G. F. * * * Atha. Fyrirsögn þessa snildar-kvœöis er eftir ritstj. Sf., en ekki höf., sem hafði skirt þaö »Söngleyau um aólina«, af hœverskn sinni; hefir þótt hitt oíviða. Ferðarolla konferenzráðs Dr- Magn. Stephensens 1825-26. (Niðurl). Apr. 3.......Eg gekk upp í kancellí að vita, hvort bréf frá Islandi þangað væru komin frá öllum, og svo upp í hæstarétt, og fann þar advokat Guld- berg, og falaði af honum að taka að 3ér Bergsteins forsvar í brigðamálum, og hét hann því. Svo heirn til justizráðs Hammerichs. Hafnarfjarðarskipið mun ekkert hafa komist eða fara héðan í þessu. Um kveldið fór eg í veizlu hjá etazráði Engelstoft. Voru þar um 40, alt karlmenn, íærðír menn, heízt pró- fessórar. Veitt upp á sama hátt sem hjá konferenz- ráð Schlegel í gærkveldi; alt kalt. Þann 1. þ. mán- aðar féll úrskurður kongs um góða umbun mér til handa fyrir Jótisbókar lagaverk. Fæ eg hana lík- lega að vikufresti; enda þangað til í peningaþröng. Amtmaður Thorstensen á nú úr mínu verki að út- draga þær Jónsbókargreinar, sem enn þykja heimfær- audi á vorum dögum, en fyrir hinar velja aðrir til úr dönsku og norsku lögunx hentugri, hvað eg vildi ei á hendur takast, því eg held það lítt mögulegt, svo vel fari, enda var hér of naumur tími þar til, þó prófessor Rosenvinge og eg ættum að fá com- missorium eða kongs skipun, meðan eg hér væri, en eg afsakaði mig frá því. Apr. 4............Lét eg kaupa kálgarðsfræ til að senda með heim—-rétt fyrir Viðey, Hólm og máske Brynjólf. Kom upp til mín sjálfur hans excellence geheimeráð yfirpræsident Moltke og bauð með mér til miðdags- og kvöldveizlu mikillar hjá sér í fjöl- mennu samkvæmi næstkomandi sunnudag þann 9. þ. m. Hann er stórkross af dannebrog eða með stóra hvíta baudið. Hann drakk með mór eitt glas madera með konditorbrauði til. Er allra mesta Ijúf- menni. Um kveldið hlyddi eg á í'ektors magnifici professors Orsteds mánaðarfyrirlestra; var þar og prins Kristján. Hann aumkaði mikið áfall amtmanns [Gríms] Johnsens, kvað hann hafa skrifað sér til, og talaði við mig lengi um hann með lofi. Eg sendi nokkur bréf til vara um borð á Jacobæusar duggu, eu aðalbrófin eru þó áður send með Hafnarfjarðar- (skipi); — og nú kálfræ. Apr. 5...........Ingjaldur á Kleppi skyldi vera kominn til hans [þ. e. til prófessors Withusen, sem læknað hafði starblindu á hertogaynjunni af August- enborg, systur Eriðriks Dauakonungs hins sjötta]. Kom eg til Petræuss, síðan til etazráðs Lange’s í kancellíi, og sagði hann mér, að Björn secretairi hefði nú sótt um 150 rbd í launaviðbót, svo að hann gæti flutt til Reykjavíkur (og sonur minn ei orðið justizsecreteri, meðan hinn dragi anda), en að kancellíið hefði hreint afstungið þetta; átti Hoppe að útrétta (það), því honum sendi 'nann ansögning- una, og Thorkelín — alt eftir B(jarna) Thorstens- sons nndirlagi og meðalgöngu —, en alt það ráða- brugg varð ónytt, og var sonur minn áður orðinn secreteri. Eins sótti assesSor B(jarni) Thorarensen um frí málsókn við hæstarétt fyrir síra Sigurð mág sinn móti Bergsteini, og uppreisn á málinu. Það fyrra

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.