Sunnanfari - 01.11.1902, Blaðsíða 8
Var honum hreínt afstungið, en vísað til amtsins um
að kaupa uppreisn.
Apr. 6............Liggja öll Islandsför hér enu
fyrir mótvindum. Sendi eg þó senmstu bróf með
þeim nú um borð, og konu minni þessa ferðarollu
og æfint/ri mi'u til gamans; og fer nú út að kaupa
borð í húsgaflinn og láta þau ferja um borð til
Wellejusar, sem nú fer að hlaða, og með honum fer
alt mitt bestillingsgóts og mestalt töi. Hann fer
héðan um 20.
Þessi fróðlega ferðarolla, sem hér lýkur,
gerir bæði að lýsa vel aldarhætti einkum meðal
höfðingja í Khöfn á öndverðri öldinni sem leið,
og þá jafnframt höfundinum sjálfum, lyndisein-
kunn hans og framferði.
Hann hefir í þessari síðustu ferð sinni til
Danmerkur —hann dó fám árum siðar, 1833 —
haft meira og minna kynni af flestu stórmenni
Dana, því er við stjórn var riðið þá eða í helztu
embættum. Hann á oft tal við konung sjálfan,
Friðrik VI., og konungsefnið, er hann kallar
»prinz Christian«, en síðar varð Kristján VIII.
(konungur 1839—48), er i heimboðum hjá
þeim báðum og ritar af því vandlega lýsingu og
hirðsiðum þar að lútandi. Þar næst er hann
handgenginn ráðgjöfum konungs, en þeirra var
þá æðstur Fr. Kaas, er lézt ári síðar (182/) og
verið hafði um langan aldur í ýmsum æðstu
embættum ríkisins, þar á meðal stiftamtmaður í
Kristjaníu um aldamótin (1795 —1802). Ör-
steds-bræðrunum frægu er hann vel kunnugur
og á töluvert saman við þá að sælda. Telja
mætti áfram fjölda hinna nafnkendustu meiri
háttar manna í Dantnörku í þann mund, er hann
getur um og hefir kynni við, og gera grein
fyrir þeim, ef þurfa þætti, Um íslenzka menn
í Knöfn, er hann nefnir og almenningihér er meiri
fróðleikur að heyra frá sagt, hafa verið sögð nokkur
deili jafnóðum og þeirra var getið. Þeir er voru þá
metorðamestir þar: Grímur Jónsson Thorkelin,
leyndarar-skjalavörður konungs nær 40 ár(fi829)
og Börge Thorlacius (sonur Skúla Þórðarsonar,
Tborlacius), prófessor í grísk-rómverskri málfræði
(*þ 1829). Þávar Finnur Magnússon orðinn pró-
fessor fyrir nokkrum árum. Af stiftamtmönnum
þeim tveimur er hann nefnir, hafði annar, Moltke,
verið hér i því embætti fám árum áður, en hinn,
Hoppe, sem M. St. er mjög í nöp við,hafði það
embælti í þann mund.
»Lagaverkið«, sem hann minnist á og ber sér-
stakleg 1 fyrir brjósti i þessari ferð, var ný útgáfa
Jónsbókar, er hann hafði búið undir prentun með
mikilli fyrirhöfn, rannsakað beztu handrit að
henni og safnað orðamun, samið útskýringu forn-
yrða bókarinnar og tekið til samanburðar önnur
forn Kig, islenzk og norsk; loks hafði hann sam-
ið danska þýðingu á þessu öllu með skýringar-
greinum. Ritverk þetta alt voru 4 bindi í ark-
arbroti. Hann ætlaðist til og bjóst við, að það
yrði alt prentað; en af því varð ekki. Kansélliið
lagði það á hilluna ónotað; meira gerði það ekki
úr því mikla og merkilega starfi, er til kom, og
hafa það orðið höfundinum rnikil vonbrigði, sem
ekki er láandi, svo vandlega sem hann hafðifylgt
því eftir í þessari dvöl sinni í Kaupmannahöfn.
Mjög fær hver sá, er þessa ferðasögu les,
glögga hugmynd um frábæra elju og atorku höf-
undarins, hvort heldur hann er að fást við sín
visindalegu störf, eða annast útveganir handa
heimili sínu og prentsmiðjunni, eða koma sér
og sínum á framfæri við konung og aðra Stór-
höfðingja í Kaupmannahöfn; og mun margur
furða sig á, ef engum þeirra hefir þótt nóg um
þaulsætni hans við þann keip og áleitni. En
slíkt hefir líklega verið lenzka í þá daga og
ekki þótt tiltökumál, heldur verið tekið með þol-
inmæði og langlundargeði. Þessi Magnús frændi,
sem hann er að útvega embætti, er bróðursenur
hans, Magnús Stefánsson amtmanns Stephensen,
er síðar varð sýslumaður i Skaftafellssýslu og
eftir það í Rangárvalla (f 1866), faðir landshöfð-
ingjans, sem nú er.
M. St. konferenzráð hafði orð á sér fyrir
að vera mikið mannúðlegur dómari á sinni tíð
-- hann var landsins æðsti dómari hátt upp í
hálfa öld, um 44 ár, — og er því merkilegra að
heyra ummæli hans um úrslitin í hæstarétti í
máli »Aagríms illa«, er hann svo kallar, hve
illa hann unir þeim. Þau munu og hafa vakið
alment hneyksli hér og þótt vera áþreifanlegt
dæmi þess, hve fimur talsmaður og ófyrirleitinn
geti komið ár sinni vel fyrir borð við blá-ókunn-
uga dómara í öðru landi.
Ritstjóri Björn Jónsson.