Sunnanfari - 01.11.1902, Blaðsíða 6
86
Sólarljóð.
Heilög himinsól,
hnatta drotning,
hrað-geng hlýjudís
í hæsta veldi,
landa ljós-freyja,
lagar skrautselja,
hugnæm, há-tigin —
eg hylli þig.
Barna bros-vaki,
bjarkagreina
ljúfur lauf-gjsfi
í landi hverju:
linda Ijóðhreimur,
lækja kveðandi
eiga npptök sín
í alúð þinni.
Eiga iipptök sín
í ástúð þinni :
grasa gróandi
gervi-litir,
aldin ilmandi
og undra-skraut
þúsund fjaðrafjár
faguriima.
Eiga upptök sín
í arni þtnum
Bifröst blá-gylt
og bogadregin,
sk_ýja skrautlitir
og skarlatstjald
bliku bjartleitrar
í blíðviðrinu.
Eiga upptök sín
í eldi þínum:
læging lognsnjóa,
leysing klaka.
Nær þitt bræðslu bál
frá blá-sköllóttum
jökli járnfættum
á jafnslóttuna.
Móður munklökkvi
megin-göfug
i
á sér óðalsbygð
í álfu þinni.
A.ugljós endurmynd
ástar þinnar
er sú arin-laug,
sem aldrei frys.
Er sú arin-glóð,
sem aldrei kulnar,
að eins endurskin
elsku þinnar,
jöfn í hreysi og höll,
holti og fjalli,
eins í árdaga
og aldalok.
Þegar daggardreif
að degi liðnum
fellur frjógandi
f fjarvist þinni
yfir æsku-grös
og ávexti,
þá er þögul sorg
í þínu ríki.
Þá er þjóð-grátur
í þínum löndum,
alt frá aftni dags,
allar nætur;
grúfir grát-fögur
í grænum klæðum
fálát fræmóðir
að foldar sæng.
Ardís eldgjöful
í Austurvegi!
Þegar þú ert són
þorna tárin;
lyftir logn-döggvuð
loki hvarma,
bærir bros-færi
blómþjóð öll.
Þúsund þjóðkvæði,
þúsund lofkvæði
eru um þig gerð
í öllum löndum;
hundruð hljóðfæra
hundrað-rödduð