Sunnanfari - 01.11.1902, Blaðsíða 3
«3
um að Heiði, og bjuggu þar myndarlegu búi 28
ár. Seinast bjuggu þau 4 ár að Veðramóti þar
í Skörðunum. Heiði er erfið jörð, og varð Stef-
án þar oft fyrir stórtjóni veðurs vegna, en svo
var, sem hann stæltist við hverja þraut, og urðu
þau hjón allvel efnuð, meðan þau bjuggu að
Heiði, en jörðinni fór svo fram, að túnið gaf
100 hestum meira af sér af töðu, þá er Stefán
fór frá henni, en er hann tók við henni, og
margt vann hann annað þarft að jarðabótum og
húsabótum.
Þótt Stefán væfi búforkur mikill, má eigi
ætla, að hann byndi sig við búskapinn einan,
heldur hafði hann vakandi auga á öllu, er gerðist
bæði innan héraðs og utan, og lét margt gott af
sér leiða. Hann var t. d. aðal-hvatamaður þess,
að barnaskóli var stofnaður á Sauðárkrók, oggaf
talsvert fé til þess fyrirtækis. Hann gekst og
fyrir þvi, að brú var gerð yfir Gönguskarðsá,
og var sú brú fyrst t Skagafirði, en nú rná heita
að þar sé hver spræna brúuð. Stefán hefir og
verið hinn mesti hvatamaður til sundkenslu bæði
á Norðurlandi og víðar, og segir hann sjálfur,
að orsökin til þess, að hann fór að beita sér
fyrir því máli, hafi verið sú, að sauður bjargaði
manni úr Héraðsvötnunum á sundi.
Urn það leyti, sem Stefán bjó að Heiði,
ráku Skagfirðingar vestan Vatna verzlun sína að-
allega til Skagastrandar, og lá þá vegurinn yfir
Gönguskörð. Heiði íá við þjóðbraut, en nllfjarri
öðrum bæjurn, og var þar því oft gestkvætnt,
enda spöruðu þau hjón ekkert, sem glatt gat
gesti og gangendur, og má fullyrða, að þar hafi
rikt hin góða og gamla íslenzka gestrisni.
Þau hjón eignuðust 7 börn, og dóu 4 þeirra
i æsku, en 3 komust upp, og lifa enn: síra Sig-
urður í Vigur, Stefán kennari á Möðruvöllum, og
Þorbjörg, kona Björns hreppstjóra Jónssonar að
Veðramóti.
Engrar mentunar naut Stefán bóndi i æsku,
og hefir honum ætíð fallið það þunglega, því
að hann kann vel að meta kosti menningarinn-
ar, og sést það bezt á þvi, að hann kleif þrítug-
an hamarinn til þess að koma háðum sonum
sinum ti] menta. Hann átti og meira og minna
þátt í námi ýmissa annarra ungra og efnilegra
manna, svo sem doktors Valtýs Guðmundssonar
o. fl.
Stefan er nú kominn yfir sjötugt og þau
hjón bæði. Þau lifa enn, og hafast við hjáStef-
áni syni sínurn. Þótt aldur hafi færst yfir Stef-
án, heldur hann enn fjöri sínu, og er allra manna
ernastur. Aldrei er hann iðjulaus, heldur sí-starf-
andi, og því fer svo fjarri, að hann sé hættur
að hugsa um landsins gagn og nauðsynjar, að
hann ritar enn greinar í norðlenzku blöðin um
ýmislegt, sem honum er áhugamál.
Ef ætti að einkenna Stefán bónda með einu
orði, þá yrði það eflaust orðið dhugamaður. Vér
Islendingar erum taldir áhugalitlir, og það er rétt;
en því fer betur, að enn er til eldlegur áhugi á
meðal vor. Mesti áhugamaður, sem eg hefi þekt
um dagana, er Stefán bóndi. Áhugi hans og kapp
virðist oft koma fram við smámuni: mélabeizfi,
hrifutinda o. s. frv.; en þegar betur er aðgætt,
eiga þersi mál vel áhuga skilið. Ekki er Stefán
áhugaminni um útlend mál; og það er eg viss
um, að ef Búar hefði jafneindregið fylgi tíunda
hluta þ'eirra manna, sem þykjast vera með þeim
og Stefáns gamla á Möðruvöllum, þá væri þeim,
ófrið lokið fyrir löngu með heiðri og sóma fyr-
Búa. [Þetta var ritað í fyrra vetur.— Ritstj.]. Svo
er að sjá, sem áhugi Stefáns hafi gengið í ættir
til sona hans. Að minsta kosti er eftirtekta-
vert, að þeir hafa báðir verið alþingismenn, og
látið að sér kveða að ýmsu leyti.
Þó að Stefán bóndi hafi ekki verið hátt sett-
ur um æfi sína, þá getur hann litið yfir hana
j með glöðu geði. Hann hefir, og þau hjón bæði,
öðlast það tvent, sem mest er um vert i heim-
inum, þegar öllu er á botninn hvolft: að geta
litið yfir langt og þarft æfistarf, og að skilja sjálf
sig eftir í efnilegum niðjum. Ó. D.
A t h s. ÞaS er fyrir misgáning þess eða mis-
skilning, er myndirnar hefir gert, suSur í Vín, af
þessum merkismönnum báSum, er hór segir frá,
aS þær hafa orSiS miklu smærri en skyldi og til
var ætlast.