Sunnanfari - 01.05.1912, Síða 4

Sunnanfari - 01.05.1912, Síða 4
.‘56 Tilveran er alt ein, Umskapandi og staðföst Efni og krafti alheim Utan við er rúmlaust — Lok og upphaf eru Okkar lestrar-merki«. »Stærri viti og vilja Var hún æ ið rétta, Ein og alnægjandi, Eyðslulaus og sívirk. Sjálf er hún lög og lögsögn, Löghald alls sem skeður, Regla um alla eilífð Eins og á næstu grösum — Það er óþekl orsök Alt sem kallast hending«. »Veröld allri er viðhald Viðviks-þjálni liluta, Eftir víðum vegum Visnunar og þroska Þar sem all og efni Eyðast hvergi en breytast. Kveiking hnatta og linignun Hjarta-slög þar eru — Okkar stundar útsýn Allir guðir vóru«. »Alt er lífs og lífrænt, Lif er aðeins hreyfing Endalausra aíla, Uppleysing og sambönd — Mæli-snúrur manna Milli þess, sem kallast Lífs og dautt, þó ljósar Liggja virðist, öllum Fyrir opnum augum: Eru á bárur merktar«. »Sál er svipull logi Samankveiktra afla, Ljós, sem stafar upp af Efni og magni á hreyfing. Ekkert er um veröld Andar þeirrar vana, Oetur á eilíf-gerðri Göngu í öilu kviknað — Bjarmann af og að oss Anda vorn við köllum«. »Bæði grimd og gæzka, Greina-mörk á sannleik, Mál eru um mannkyns eigið Meinlegast og liollast. Alla sína sælu Sín á milli á það. Eden sína og eilífð, Allar Paradísir Upp úr eigin högum Eitt um sig það reisti«. »Okomins og orðins Vmislega frétta, Allra vega veröld, Víðsýn-leitnir hugir. Aldrei spyrst til enda — Urlausn þessa færðu: Meðan uppi ertu Eigum við vilorð saman! Það setn skeði og skeður Skeyltu við sem heinast!« III. Þá varð þögn Þaðan leit eg Út að ós Yztu hvarfla. Léku logar Lengra en eygðist, Fæddir, feldir, Fram og aftur Yfir eilífð —: Andar lílsins. 1912. Stephan G. Stephansson. Mií-tí-ilíiliiiiiji-iu- hefur komið fram hjá ýmsum út af sögunni „Bölvaðlir“, sem stóð í 2. og 3. blaði Sunnanfara. Sumir hafa, að því er virðist, hálfhneykst- ast á henni, og hefur það jafnvel komið fram í einu blaði norðanlands Sunnanfari vill láta hér um það eitt mælt, að það er gott að eptir sögunni hefur verið tek- ið, því að það á ekki að þurfa mikinn skarpleika til þess að sjá það, að sagan er siðalærdómspistill, sem fáir muriu hafa mikið á móti, þegar þeir átta sig.

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.