Sunnanfari - 01.05.1912, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.05.1912, Blaðsíða 5
37 Kirkjustuldurinn. Kafii úr óprentaðri sögu frá byrjun 16. aldar. Eftir Einar Hjörleifsson. [Afsettur prestur og húskarl í Skálholti hafa komið sér saman um að stela úr kirkjunni.| Um nóttina var komið logn. Skýin höfðu leitað sér værðar niðri í sjón- deildarhrings-röndinni, kúrðu sig svo vand- lega hvert upp að öðru í næturkuldanum, að þau voru öll orðin eitt og sváfu vært eins og saklaus börn guðs. Að öðru leyti hvelfdist himinbláminn ylir jörðinni, hreinn og tær, alsettur stjörnum og norðurljósum, hátignarlega og friðsamlega, eins og hann væri að lýsa blessun sinni yfir draumum mannanna. Tunglið var enn ekki komið upp. En bjarminn af því var kominn upp á liimininn. Og íjöllin biðu með eftirvænting ettir þeirri Ijóslauginni, sem aldrei brennir neitt né bræðir, en fyllir jafnvel helkalda vetrarnóttina und- arlegum, dularfullum draumum um miskunn og mildi og dýrð .... Þeir sira Þorkell og Sigmundur komu út úr húskarlaskálanum. Þeir fóru hratt en hljóðlega samt innan um húsaþyrpinguna, á leið til kirkjunnar. Brátt komust þeir upp í kirkjugarðinn. — Guð hjálpi mér! Nú kemur einhver á eftir okkur. Eg heyri fótatakið, sagði Sig- mundur. En hann þorði ekki að líta við, og ekki að líta upp. Síra Þorkell leit um öxl sér, og sagði, að þetta væri ekki annað en hugarburður. — Líttu við, maður. Þá sérðu, að þetta er ekki annað en ofheyrn og vitleysa. Sigmundur leit þá við — og sá ekkert. En í sama bili varð honum litið austur til Heklu. Og honum brá í brún. Skínandi birta stóð beint upp af fjalls- tindinum. Hann tók að æpa um eldgosið. Síra Þorkell tók fyrir munn honum, og spurði höstugur, hvort hann gæti ekki haldið saman á sér kjaftinum — hvort hann væri orðinn vitlaus — hvers vegna liann léti svona — hvort hann ætlaði að vekja alt fólkið. Og til frekari áréttingar spurningununi tók hann það fram, að hann mundi drepa Sig- mund, eí hann hefði ekki hljótt um sig, að hann mundi hengja hann, að hann mundi lima liann sundur eins og kindarskrokk og koma öllum stykkjunum út í Hvítá fyrir dögun. Þá slepti hann tökunum á talfærum Sig- mundar. Sigmundur benti á Ijósið upp af Heklu. Hann tók til máls og svo var að heyra sem hann væri að kafna — sagðist alt af hafa átt von á eldgosi úr Heklu, síðan er þeir hefðu farið að tala um að ná peningum úr kirkj- unni. Hún hefði alt af gosið á undan stór- tiðindum. Hún liefði gosið á undan bólu- sóttinni. Hún hefði gosið áður en tröllskess- una rak á Sólheimasandi. Hann mundi ekki betur en hún hel'ði gosið á undan Svarta- dauða — að minsta kosti hefði veiði þá tekið úr öllum vötnum. — Og nú förum við inn að liátta, sagði Sigmundur. Síra Þorkell athugaði bjarmann ofurlitla stund með alvörusvip, en hélt í Sigmund á meðan, til þess að missa ekki af honum. Því næst mælti hann hálf-brosandi: — Mikið kvalræði er það, Sigmundur, að þú skulir vera annað eins naut og þú ert. Allir eru vegir drottins óskiljanlegir—, marg- sinnis hefi eg sagt sóknarbörnum mínum það — og sá ekki sízt að láta þig vera hér að verki með lærðum manni, í stað þess að standa á fjórum fótum á bás við hey inni i fjósi. Sérðu ekki, að þetta er tunglið? Sérðu ekki, að nú er það alt komið upp fyrir fjalls- tindinn? Jú, Sigmundur sá það. Og nú varð hon- um hægara um andardráttinn. Þeir héldu að kirkjudyrunum. Síra Þor- kell stakk lykli í skráargatið. En honum dvaldist við að fá opnað hurðina. Sigmundur var sem á nálum. Hann leit

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.