Sunnanfari - 01.05.1912, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.05.1912, Blaðsíða 6
38 út yfir garðinn — gat ekki annað, og þorði það samt ekki. Leiðin voru voðaleg með öllum þessum dauðu mönnum. Sigmundur vissi, að moldargusa gat komið upp úr þeim, þegar minst varði. Og á eftir kom annað hræðilegra .... Eitt leiðið var nýtt, óhlaðið, ekki annað en aflöng moldarhrúga. Þar var grafin kerl- ing frá Skálholti, hárlaus, rauðeygður, grá- lyndur geðvargur. Hún hafði aldrei setið sig úr færi að ausa j'fir hann skömmunum, þegar hún hafði getað. Rétt fyrir andlátið hafði hún spáð honum því, að hann yrði ösku- mokari hjá óvini mannkynsins. Hann lok- aði augunum — og honum fanst hann sjá gular, kræklóttar krumlurnar á henni ætla að káfa framan í hann .... Og stundum rís kirkjugarðurinn! Allir þessir dauðu menn, sem þarna hafa verið grafnir öld eftir öld, stíga upp úr gröfunum — hvítklæddar, lioldlausar beinagrindur, — streyma inn í kirkjuna, hver vofan á fætur annari, — hundruð af vofum, þúsundir af vofum — og syngja þar tíðir. En söngurinn er grátur og vein og gnístran tanna. Og orð- in eru guðlastanir.... — Nú hættum við við þetta. Nú förum við heim aftur, veinaði Sigmundur að baki félaga sínum. I sama bili opnaðist kirkjuhurðin. Síra Þorkel! fór inn úr dvrunum, og dró Sigmund með sér. Þeir héldu inn eftir kirkju- gólfinu. Fótatak þeirra kvað við í tómu húsinu. — Varaðu þig, varaðu þig, sagði það í eyrum Sigmundar. Tunglið sló hjarma liér og þar innan um kirkjuna; þess á milli dimmir skuggar. Krist- ur var tunglhvítur við kórdyrnar — sá Krist- ur, sem Sigmundur hafði stungið í lærið, sá Kristur, sem alt af var honum reiður .... En ef hann kæmi með kross- inn á bakinu .... Háaltarið var í skugga og gaflinn á skríni hins helga Þorláks þar uppi r.... En ef hann spyrnti núfgaflinum úr skríninu! .... — Varaðu þig, varaðu þig! Sigmundur hélt fast í félaga sinn. Þeir i sneru til vinstri handar, að dyrunum á norð- urstúkunni. Síra Þorkell stakk þar inn lykli. En hvað hann var lengi að opna! Sig- mundur skalf og nötraði. Þorkell tautaði eitthvað fyrir munni sér, sem ekki ætti að segja inni í kirkju hjá Kristi á krossinum og beinum hins helga Þorláks. En Sigmundur lieyrði ekki orðin. Var það lásagaldur? ... Galdur ... inni í kirkjunni! Sigmundur vissi ekki, hvort Kristur mundi reka þá út eða lífláta þá. — Hann er að koma! — Hver? — Með krossinn á bakinu. Ásgrímur Jónsson: Dalba'r í I.anclbroti.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.