Sunnanfari - 01.05.1912, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.05.1912, Blaðsíða 7
39 Sira Þorkell leitaði lags með lyklinum í ofboði. Hann sagði, að Sigmundur væri naut. En nú hafði hann fengið hjartslátt. Og hend- ui'nar voru teknar að skjálfa. Að lokum opnuðust dyrnar að stúkunni. Þeir félagar stukku inn úr dyrunum eins hart og þeir væru að ílýja máttarvöld myrkranna eða reiði guðs. Bjarminn var lítill inni i stúkunni. í einu horninu grisjótt ljósvofa með dökkum rákum og hringum. Annarstaðar meira en liálfdimt. En síra Þorkell vissi, hvar kistan var, og gekk rakleitt að henni. Hann kraup niður við kistuna og bar að henni þriðja lykilinn sinn. Og kistan laukst upp liðlega. Hannstakk hend- inni niður í kist- una, þreifaði fyrir sér og rótaði til. Þá kom hann upp úr henni með hand- fylli sína og stakk í vasa sinn. — Silfur! sagði hann ánægjulegur. Jokkúmdalirogeitt- livað fleira! Hann hélt áfram að tína upp úr kist- unni í vasa sína. — Gull! Algleymis-fögnuður var í rómnum. — Hvers vegna ertu að toga þetta í mig, Sigmundur? Ertu að verða vitlaus? Sigmundur v a r á þeirri leiðinni. Hann heyrði einhvern læðast frammi í kirkjunni ... læðast ... læðast ... læðast að stúkudyrunum. Sjálfsagt kom hann inn ... eða hver veit hvað margir! Hann sá ekkert. En hann fann, að stúkan var morandi full. Mannsöfnuðurinn spratt upp úr gólfinu, kom inn um veggina, mynd- aðist í loftinu. Og allir hvestu á þá augun, horfðu á þá stela ... stela ... stela frá Kristi og helgum Þorláki. Gamall voðalegur karl stóð rétt fyrir aftan hann. í fyrstu var hann ekki hærri en þre- veturt barn. En hann óx og óx og teygði úr sér, þar til er liausinn á honum nam við loftið. Og hann hélt áfram að teygja úr sér — áfram og niður á við — þar til er hann var kominn með hausinn ofan að höfðinu á Sigmundi. Og rétt hjá síra Þorkeli stóð Skálholts- kerlingin, rauðeygð og grimmúðleg, og teygði til hans krumlurnar. — Hún er að þrífa í þig. Hún ætlar að hengja þig. — Hver? — Kerlingin ... kerlingin! ... Hún Þór- gunna gamla! — Hvar ... hvar er hún? Síra Þorkell spratt á fætur og skelti aftur kistunni. Otti Sigmundar var að smjúga inn í sál hans. — Hún stendur rétt lijá þér, með bognar krumlurnar. Ásgrimur Jónsson: Reykjavík.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.