Sunnanfari - 01.05.1912, Blaðsíða 9

Sunnanfari - 01.05.1912, Blaðsíða 9
41 MálYerkasýning’ Ásgríms Jónssonar. Ásgrímur sýnir nú þessa daga eins og hann hefur gert undanfarin ár uin líkt leyti al- menningi myndir sínar. Myndir þær sem hann sýnir nú eru 74 talsins og hafa menn fæstar þeirra áður sjeð. Þó að á hinum fyrri sýningum Ásgr. haíi að vísu verið mjög mörg ágætislistaverk, þá er þó þessi sýning lang- merkust. Ásgrímur hefur hingaðtii nærri ein- vörðungu málað landslagsmyndir og þær ör- fáu hugmyndir, sem eptir hann liggja eru allflestar úr íslenzku lifi, íslenzku þjóðsagna- lífi og hefur maður þar ekkert haft til sam- anhurðar, því listamenn hafa ekki áður gefið sig við að lýsa því. Enn nú hefur Ásgrím- ur iagt hönd að og lokið við viðfangsefni, sem færustu listamenn heimsins hafa spreytt sig á, svo nú er nóg til samanburðar, og gefst manni því tækifæri til að sjá hvað liann í raun rjettri getur, og hvaða listamaður hann er borinn saman við mestu listamenn verald- arinnar. Það er altaristaíla sú, sem liann hefur málað handa Stóra-Núpskirkju, myndin af Fjallræðunni, sem átt er við. Jeg skoðaði myndina í gær og minnist þess ekki lengi að hafa sjeð jafn átakardega og yndislega mynd, hún mun vera jafnholl og margar stólræður að þeim alveg ólöstuðum. IJessi sýning er sú merkilegasta hér ennþá sem komið er, af því því að myndin at Fjallræðunni sýnir að Ás- grímur í raun og veru er mikill listamaður og stenst í raun og veru samanburðinn við þá sem allir hljóta að viðurkenna. Söfn- uðurinn, sem þessa altaristöflu fær má telja sig þess heppinn, enn langt er frá því að manni finnist listamaðurinn ofhaldinn af þeim 250 kr. sem hann fær fyrir myndina. Það er biátt áfram hlægileg borgun eða rjettara sagt engin borgun. Sunnanfari mun síðar flytja mynd af töllunni. Á sýningunni er margt annað eptirtektarvert. Jeg slcal taka til myndir hans úr Hornafirðinum og Öræfunum, mynd frá Búðum á Snæfellsnesi, og aðra frá Vest- mannaeyjum; allar eru þessar myndir listi- lega málaðar; mjmd af síra Friðriki Friðriks- syni finst mjer líka ein af allra bestu manna- myndum, sem jeg hefi sjeð. Tvær af mynd- um þeim, sem á sýningunni eru birtast nú í Sunnanfara, og eru þær með þeim allra bestu; enn það er vitaskuld ekki nema svipur hjá sjón á móts við frummyndirnar, þó að ept- irmyndir blaðsins sjeu eins góðar og hægt er. Öllum mönnum lærðum og leikum ræður Sunnanfari til að fara og skoða sýninguna, en þeir, sem ekki þýðast það ráð fara mik- ils á mis. í hamrinum. Um liaustkvöld jeg stundum með hömrunum og lieyri þær kveinandi drunur. [geng, ■— Hjer seig margur ofan í öllugum streng, en upp komu dauðastunur, fetandi hamrana’ i brostnum böndum. Á brúninni vandamenn fórnuðu höndum, og æfin varð ólífisgrunur. En fólkið streittist ár eftir ár og afkvæmin fæddust lotin, því móðir var grátin og faðir var fár og llest voru úrræði þrotin. — Þá loksins var bergið með bænum og ræð- af biskupi vígt í messuklæðum, [um og myrkranna máttur var brotinn. * * * * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ í reipunum sveinar nú róla sjer og renna ljett ofan bjargið, og óp og blótsyrði’ að eyrum ber innan um fuglagargið. En bergþursar sofa inni’ í sölunum háu, því seilingar varnar loppunum gráu kórheilagt klettafargið. — Þó er sem stynji steinarnir enn í standveggnum svarta’ og auða. í hamrinum eitthvað heyra menn og hugsa til fyrri nauða.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.