Sunnanfari - 01.05.1912, Qupperneq 11

Sunnanfari - 01.05.1912, Qupperneq 11
43 Dýrlingsmynd eptir Stefán Eiríksson, Það mun vera lílið, sem búið hefir verið til af dýrlingamyndum bjer á landi eptir siðaskiptin. Hjer um árið voru liðin 50 ár síðan að Joliannes bisk- up v. Euch, sem er yfir- maður hins kaþólska trúboðs á íslandi var til prests vigður og voru lionum þá margar og miklar gjafir gefnar. Meðal þeirra gjafa, er merkastar þóktu var mynd af blessuðum Ans- garíusi erkibiskupi, þeirn er Dani kristnaði og nú þykir liöfuðdýrlingur með kaþólskum lýð á Norðurlöndum; varhún úr hvalbeini, og liafði Stefán Eiríksson liinn oddhagi skorið hana, en trúboðið hjer gaf biskupi. Eins og mynd- in hjer ber með sjer er gripurinn listaverk, og hefur verið lil þess tekið erlendis, en það er landi voru sómi. »Bólimentale" stigamenska® iieitir grein ein eplir Jón Ólafsson í Reykja- víkinni fyrir skemstu, og ætlazt hann til, að hún sé um ritdóm »Juvenis« í siðasta blaði Sunnanfara á Sjórélli Jóns prófessors Ivrist- jánssonar. Þykir Jóni — með þeim snotur- leik í orðum og því velsæmi, viti og sann- leiksást, sem hann er alkunnur fyrir—Sunn- anfari ekki liafa mátt dæma um þessa bók, af því að á henni standi, að hún væri prent- uð sem handrit. Sunnanfara var það vel kunnugt, að þetta stóð á bókinni. En jafn- kunnugt var honum það vitanlega, að á lienni stóð líka, að hún væri til sölu í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, enda liöfð til sölu í bókaverzlunum víðs vegar um landið. En slík »handrita«-prent munu sjaldan liöfð á boðstólum í bókaverzlunum, heldur selur höf- undurinn þau að eins sjálfur. Auk þess er bókin gefin út með styrk af því fé, sem ætlað er til útgáfu kenslubóka við háskólann — ekki ætlað til bitlinga handa professorunum til þess að skrifa upp fyririestra sína, því að það er víst embættisskjdda þeirra. Það er því annað tveggja, að það gat ekki haft neina merkingu að setja á þessa bók, að hún væri prentuð sem liandrit, ellegar þá, að höfund- urinn hefir með því hugsað sér að komast hjá ritdómum, sem hann liefir kanske ekki verið óhræddur við. En slíka bókaútgáfuað- ferð á ekki að ala upp í mönnum. Þvílíkan útgáfuhátt má misbrúka svo, að það stappi nærri »bókmentalegri stigamensku« við lands- fólkið. Sunnanfari hafði athugað þetta efui ná- kvæmlega áður liann tók þenna ritdóm, er var eptir mann, sem bera varð fult traust til, að vissi, hvað hann væri að fara. Sunnanfari hefir ekki liaft neinn ásetning um það að leggja höfund Sjóréttarins í neina einelti, en hefir þótt hitt rétt, að hann nyti sannmælis og þyldi það eins og aðrir. Grein Jóns Ólafssonar er rétl nefnd »Bók- mentaleg stigamenska«, eins og hann nefnir hana sjálfur. Hann hefir verið heppinn í handtökum hér fyrir sjálfan sig eins og hann er vanur. Og líklega hefir liann þózt rneiri lögfræðingur en höfundur Sjóréttarins, úr því að það kom þetta ofboð á liann, eins og kerlinguna, að æða fram og »svara fyrir barnið«. í La Revue Skaiuliuave (Jan. 1911I hefur Gunnar nokkur Gunnarsson ritað bjánalega grein um Einar Jónssón myndasmið og listaverk hans. Greininni fylgir mynd af Einari og þremur verkum hans og eru undir þeim nöfn þeirra á frönsku og í svig- um á — dönsku(l) Þessi apaskapur er greinarhöf. til mestu skammar, og væri oss íslendingum og honum að líkindurn jafngott að hann ritaði sem minst um okkur. Hann hefur, að því að sagt er, nýlega gefið út kvæðasafn og er það sem betur fer á dönsku. I sama tímariti er í Júníheptinu 1911 prentuð ræða, sem Dr. Guðm. Finnbogason hjelt á 1000 ára hátíð Norman- dísins, og hejir sú ræða verið prentuð í íslenskum blöðum. í Ágúst—Septemberheptinu er prentað niður- lagið á „Fjalla-Eyvindi" eptir Jóhann Sigurjónsson, enn með nokkuð öðrum frágangi enn við þekkjum það. Mynd Jóhanns fylgir. Ansgaríus erkibiskup.

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.