Sunnanfari - 01.11.1912, Blaðsíða 2
8Ú
hlýðir að geta þess, að ræðismaðurinn hefur
gert sjer mikið far um að greiða póstsam-
bandið milli Frakklands og íslands, en hví-
lika þýðingu það hefur fyrir alla þá einstöku
menn sem kaupa varning sinn beint frá
Frakklandi þarf ekki að lýsa, og á ræðis-
maðurinn miklar þakkir skildar fyrir þessar
tilraunir sinar. Hr. Blanche virðist hafa
mætur á þjóð vorri, og una sjer hjer ágæt-
lega, enda er liann nú búinn að búa traust-
lega um sig þar sem franska stjórnin hefur
nýverið keypt veglegt íbúðarhús handa lion-
urn. Hr. Blanche hefur sýnt mikinn áhuga
á þvi, að útbreiða hjer þekkingu á franskri
tungu og bókmentum, hann hefur meðal ann-
ars í þeim tilgangi gerst einn af forvígis-
mönnum fyrir því, að stofnað yrði hjer fjelag
meðal manna, sem áhuga höfðu á þessu, og
hefur liann hlynt að þvi fjelagi á ýmsan hátt,
meðal annars með því að úlvega því ríflegar
bókagjafir frá Frakklandi. Þetla og góð fram-
koma ræðismannsins yfir höfuð hefur gert
það að verkum, að hann er hjer almenl mjög
vel þokkaður.
Huldufólkið.
Ivafli úr minni Vcstur-íslendinga
2. Ágúst 1912.
I.
Öboðin og að vífandi
ísland til þín ferð við gerum!
Áður samt við setjumst niður,
Segjum til þess, liver við erum:
Við erum börn, sem földust frá þér
Fyrir björg við hafið breiða,
Sem að framtal fyrir Drottni
Fékst ei tóm að þvo né greiða.
Sökum okkar úti-Ieitu,
Annarlega keims við hljóminn:
Kannske þú ei kennir svipinn,
Kannist ekki glögt við róminn.
Þó svo fari, það mun hverfa.
Þú munt bráðum að eins heyra
Þektar raddir þinna barna —
Þykt er sjaldan móður-eyra.
Víttu ei, móðir, hognu beinin
Barnanna þinna göngu-höltu,
Því við ætlum enn, að verða
Æsku-spræk í þinni kjöltu.
II.
Þarna sérðu sveina og meyjar,
Sem þig hafa ei áður fundið.
Það eru barna-börn þín, móðir,
Borin fyrir vestan sundið.
Stjrggstu ei við óra þeirra,
Ekki það í skap þér renni:
Játi þau ei jafnvægt djásni
Jökul-hlað um gárað enni.
Það er hlökkun þeirra yfir
Því, hjá sínum frjáls að vera.
Frændsemin, með húfu á höfði,
Heimakomna sig að gera.
Þeim mun enn í kynið kippa
Kyngin þín og ára-fjöldinn —
Ut til þeirra fjalla-fóstran
Flytur bergmál undir kvöldin.
III.
Og við förum fyrst, að leita
Fram við strönd og uppi’ í skarði,
Hvað af gullum okkar enn sé
Obrotið í föður-garði.
Stundum inn í garðinn göngum,
Grafar-steinninn þó sé máður
Störum eftir visnum vöngum,
Við sem liöfðum klappað áður. —
Ver ei, móðir, hörð þó hyggjum,
Háttum okkar miður farinn
Heimstrokning með hálfum mjalla,
Heitin góðu fyrir-svarin,
Sem fyrir bónbjörg offrar erfðum
Og ei neins það lætur fá sér,
Þó að utan-sveilar svoli
Setlist upp í búið hjá þér.