Sunnanfari - 01.11.1912, Blaðsíða 5
Samtal við ræðismanninn franska
hr. Alfred Blanche um stríðið
á Balkanskaga.
Það var uppi fótur og fit á mönnum hjer í bænum
um daginn þegar skeytið um hinn mikla sigur Búlgara
yfir Tyrkjum barst hingað og að Búlgarar væru á
leiðinni með her sinn til Konstantinopel, höfuðborgar
Tyrkja á meginlandi Evrópu. Þegar Sunnanfari sá hve
mikla eptirtekt þessir viðburðir vöktu, afrjeð hann að
hafa tal af og heyra álit þess
eina rnanns hjer á landi, sem
af eigin reynslu þekkir Balk-
anþjóðirnar og hefir kynst
háttum þeirra, nefnilega hr.
Alfred Blanche frakkneska
ræðismanninn, sem dvalist
hefur um hríð í Sarajevo í
Bosníu og verið þar aðstoð-
armaðtir hins franska konsúls.
Jeg fór því á fund ræðis-
mannsins, sem tók mjer
einkar elskulega, bauð mjer
sæti og kvaðst reiðubúinn að
gefa blaðinu allarupplýsingar:
Hann sagði: „Bosnía ligg-
ur að vísu norðarlega á Balk-
anskaganum, enn þar hagar
til alveg eins og í flestum
hinna annarra smáríkja á
Balkan, að hver þjóðin er
af sama stofni, enn þó skipt
í trúarbrögðum svo að sumt
er kristið, sumt múhameðs-
trúar, en það stafar af því,
að meðan Tyrkir áttu yfir
löndunum að segja, var fáum
óhætt nema þeim, sem Tyrkja-
trú höfðu og höfðu margir
kristnir menn trúarskipti fyrir
þá sök. Bosníumenn eru nú
undir fastri stjórn Austurríkis
og taka stórum framförum,
en hjá öðrum Balkanþjóðum
stendur menningin á nokkuð
völtum fæti“.
»Skyldi geðslag þjóðanna
ekki eiga töluvexðann þátt í
því?" spurði jeg.
„Jú, áreiðanlega", ansaði herra Blanche, „þær eru
mjög óstöðuglyndar að eðlisfari sjerstaklega t. d.
Serbar, og mundi fáum hafa dottið í hug að þeir gætu
tekið á sig eins mikla rögg og þeir hafa gjört. Ann-
ars rná um stríðið segja, að það hafi langan aðdrag-
anda; eiginlega má kalla írelsisstríð Grikkja fyrsta vís-
inn til þess, sem oiðið er. Hinar kristnu þjóðir, sem
þá voru undir stjórn Tyrkja, undu illa þeirra yfirráð-
um og losuðu sig undan þeim á 19. öldinni, en
sluppu þó ekki öðruvísi enn svo, að þeir urðu að skilja
ýmsa landshluta, sem samkvæmt tungu og eðli heyrði
þeirn til, eptir undir yfirráðum Tyrkja. Um þessa land-
skika hefur rimman staðið. Lengst af hefur þó Make-
donía orðið deiluefni. Balkanþjóðirnar margkvörtuðu
við stórveldin yfir meðferð Tyrkja á Makedónum og
báðu þau að skakka leikinn. Stórveldunum var á hinn
bóginn ekki um, að Tyrkland væri skert um of, og
höfðu að vísu góð orð, enn framkvæmdir urðu litlar;
samt var á svonefndum Míierstegge-konferens 1897
sett nokkurskonar eptirlitsnefnd af hálfu stórveldanna,
bæði til að hafa umsjón með fjármálum og öðrum mál-
efnum Tyrkja. Þessu eptirliti undu Tyrkir illa og
margreyndu að losna við það. Ekki tókst það samt
fyrri enn að Ungtyrkir geiðu stjórnarbyltinguna hjer
um árið og steyptu Addul-Hamid. Þeir þóttust ætla að
verða menningarfrömuðir á Tyrklandi, svo stórveldin
ljetu þetta undan þeim“.
Það var auðheyrt að ræðismaðurinn hafði illan
bifur á Ungtyrkjum, svo jeg spurði, hvort þeir væru þá
ekki í raun og veru frömuðir menningar á Tyrklandi.
„Það skal jeg láta ósagt“,
svaraði hann. „þeir hafa ekki
verið nógu Iengi við völdin
til þess að hægt sé að gera
út um það, en hitt held jeg
að jeg geti fullyrt, að stjórn-
arbylting þeirra hafi verið
gerð á óhentugum tíma, hafi
verið ótímabær og figi tölu-
verðan þátt í því að fer eins
og fer. Annars hefur lengi
legið bað orð á her Tyrkja,
að hann sje ósigrandi, og
smáu þjóðirnar á Balkan
hafa sín í hverju lagi rnarg-
opt á öldinni, sem leið, átt í
höggi við þá, en árangurs-
laust, og við það hefur orð-
rómurinn styrkst. Ekki hefur
hann heldur rýrnað við stríð-
ið, sern Rússar áttu við lyrki.
Smáþjóðirnar voru því orðn-
ar úrkula vonar um að geta
unnið á Tyrkjum, nerna þær
færu allar saman að þeim í
einu og gerðu því bandalag
með sjer. — Forlagatrú Tyrkja
á mikinn þátt í hugrekki
tyrkneskra hermanna, ng smá-
þjóðirnar bjuggust ekki við,
að þær mundu fara í handa-
lögmál við þá fyrst í stað, en
þá kom stríðið milli ítala og
Tyrkja, og færði þeim heim
sanninn um, að Tyrkir væru
ekki eins ósigrandi og álitið
hafði verið".
„Haldið þjer að nokkuð
sé satt í þvf, sem heyrst
hefur, að Italir hafi alið á smáþjóðunum, svo Tyrkir
tækju harðari friðarkostum af þeim?“
„Nei, það held jeg áreiðanlega ekki, það var smá-
þjóðunum víst nóg að fá áþreifanlega sönnun fyrir því
að hægt væri að sigra Tyrki".
„Enn hvar lendir?"
„Ja, hvar lendit ? Pjer vitið að ómögulegl er með
nokkurri vissu að segja fyrir óorðna hluti, en Tyrkir
eru eptir sig eptir ítalska strfðið og bandaþjóðirnar eru
mannmargar og sjólið hafa Tyrkir ekki, en Grikkir til-
tölulega gott. Stórveldin hafa að vísu lýst því yfir, að
engin breyting verði á landaskipuninni á Balkan, en
hægra hefði áreiðanlega verið að hindra smáþjóðirnar
frá að vaða inn á Tyrkland, en það myndi verða að
tosa þeim burt úr landi því, er þær hafa lagt uudir sig“.
„En dettur yður ekki í hug að Tyrkir verði flæmdir
burt úr Evrópu?"
Alðar-afmæli Péturs organleikara Guðjónsens
29. Dóvemöer 1812 — 29. nóvemtier 1912.