Sunnanfari - 01.11.1912, Blaðsíða 8

Sunnanfari - 01.11.1912, Blaðsíða 8
88 rennij kalt vatn milli skinns og hörunds? — Skáldið nefnir miðmanda milli dagmála og hádegis. Hvar er sá talsháttur á landinu? Er þelta sagt norður í Skinnalóni? Að rétlu lagi liugði eg, að miðmunda væri milli liá- degis og nóns, og að á réttu máli héti jöfnu báðu milli miðsmorguns og dagmála, dagmála og hádegis, nóns og miðaptans, miðaptans og náttmála. Er nokkur þörf á að vera að afbaka þetta ? Langmælgin í bókinni um lítið er sum- staðar hvumleið. Eg íleygði bókinni frá mér í vonzku, þegar eg var kominn út í samtalið á Mýrdalssandi, sem er afarleiðinlegt og ó- merkilegt, og gat ekki lesið leingra; tók hana svo eptir nokkra daga og liafði mig þá í gegnum hana. En er bókin svo ónýt eptir alt saman? Því fer fjarri, en mistækt er um hana. Fyrsti þátlurinn er leiðinlegur og lélegur í köíhim. Síðan fer sagan batnandi alt út átt- unda þátt. Er áttundi þátturinn (ekhnessu- þátturinn) stórfeldur og að mörgu leyti ágæt- ur, og þar nær skáldið sér verulega niðri. En livað stendur sú dýrð leingi? Ekki leing- ur en ílett er við blaðinu, því að niundi þátturinn byrjar með »kveðjusending« til Skaptfellinga (óbeinlínis um að kaupa bók- ina?), einliverri meslu smekkleysu á þcssum stað, sem stendur í eingu sambandi við þráð sögunnar, en hefði vel getað staðið í formála eða eptirmála við bókina. I5etta hefir skáldið líka fundið, því að hann biður að lyktum fyrirgefningar á þessum útúrdúr. þótt sumt sé ýkjum borið, eru margar Iýs- ingar fallegar í bókinni og inn í mart hefir skáldið sett sig vel, og farið rélt með mart og gefið því líf og litu. Mennirnir koma fram sjálfum sér samkvæmt í sögunni, og bj'gging hennar er nokkuð traust. ímynd- unarafl liöfundarins, samselningsgáfa og orð- gnótt virðist vera meiri en smekkvísi hans og orðheppni í framsetningu. Bæri hann ekki svo óðan á með skáldsögur sínar sem hann gerir, — þessi er orðin til síðan í Október í fyrra, — hefði þær leingur í smíðum, þó að ekki fylgdi hann gömlu reglunni að geyma þær í níu ár (nonum imprimatur in annum), tímdi að stryka út hjá sér, syrfi þær og hefl- aði nóglega, og hnitaði orðin betur niður og feldi niður óþarfaorðin, þá mundi íleira af orðum og setningum bjá honum hitta, en færri geiga út í loptið fram hjá markinu og koma hvergi við. En vorkunn er höfundinum nokkur. Hann verður að vinna að ritum sínum öllum í hjá- verkum á kvöldum og nóttum. Oskandi væri, að hann gæti gefið sér nógan tíma til framhalds bókarinnar, sem hann mun liugsa sér að hafa meslmegnis um Jón pró- fast Steingrímsson. J. P. Ljóð eptir Sigutd Sigurðsson. Reykjavík 1912. Þetta kver er að koma úr prentsmiðjunni þessa dag- ana. — Sigurður Slembir er ungt skáld, og munu þeir vera margir, er lítt þekkja til hans ennþá. Þó gaf hann út ljóðakver með Jónasi Guðlaugssyni 1906, „Tví- stirnið", og svo hafa sjezt eptir hann fáein kvæði hjer og þar í blöðunum. Hjer kemur nú ný bók eptir hann, og munu þar saman komin flest þau af kvæð- um hans, er staðizt hafa dóm hans sjálfs. Það var rjett af honum, að velja þannig úr; að vísu verður þá bókin ekki stór — 72 bls. —-, en hún verður þeim mun betri. Það er, svo að segja I hverju einasta af þessum kvæðum, eitthvað af þessu, sem verður eptir í manni, sem ekki er gleymt þegar það er gleypt, eitt- hvað, sem er betur hugsað eða betur sagt, en gengur og gjörist. Það er t. d. vel sagt í erfiljóði, að óska móður vorri þess: „að ætíð eigi hún rnenn að missa meiri og betri, en aðrar þjóðir". Einna vænst held jeg að rnjer þyki um stytsta kvæðið í bókinni. Það heitir „Mannskaði" og er svona: Vel er að fauskar fúnir klofni, felli þeir ei hinn nýja skóg — en hjer fjell grein af góðum stofni, grisjaði dauði meira’ en nóg. Því svo eru not að nema rjóður, að nýgræðinginn vanti’ ei skjól. Strjáll er enn vor stóri gróður, stendur hann engurn fyrir sól. En þetta þykir nú sumum ef til vill lítið hjá mörg- unr hinna kvæðanna. Jeg vil nefna kvæðin: Hauka- berg, — Velkominn svanur — Hrefna — Lágnætti við Laxfoss o. fl. Fremsta kvæðið: Lundurinn helgi, er vel valinn inngangur að bókinni. Aptast eru nokkrar þýðingar, og eru þær góðar, að minsta kosti af þeitn kvæðunum, sem jeg kannaðist við á frummálinu. Örfá kvæðin eru tekin upp úr „Tvístirninu", og þau ein, sem betra er að hafa en rnissa. — Málið á kvæðun- um er yfirleitt gott, sumstaðar bæði sterkt og fallegt, og það þótt skáldið leiki ýmsar fágætar rímlistir. ■— Ytra útlit bókarinnar er einfalt og smekklegt, og prent- villu sá jeg enga, og er það fágætt. Höf. hefir helgað konu sinni ljóðin. Kverið kostar eina krónu, og munu ljóðelskir menn varla telja hana eptir. Það fæst m. a. hjá herra Jóni fijörnssyni kaupm. á Vesturgötu og hjá herra Kristni Jónssyni í lyfjabúðinni hjer í bænum. A. B. Auk þessara bóka hefur Sunnanfari fengið: „Al- menna kristnisögu" eptir Jón prófessor Helgason, og er allur ytri frágangur bókarinnar, prentun og pappír, eins og við var að búast, í besta lagi. Prentsmiðjan Gulenberg.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað: 11. tölublað (01.11.1912)
https://timarit.is/issue/160656

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. tölublað (01.11.1912)

Aðgerðir: