Sunnanfari - 01.11.1912, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.11.1912, Blaðsíða 7
87 lcoma auðvitað öðru hverju við hana sem snöggvast. Eingu af þessa fólki lýsir höfund- urinn svo, að það reki sig verulega á neitt, sem mér er kunnugt, — nema síra Jóni Stein- grímssyni. Skáldið lýsir honum sem manni í hærra meðallagi. Gunnsteinn Sigurðsson, kallaður »hinn guli« eða Guli-Gunnsteinn, ættaður úr Landbroti, var 8 vetra gamall í eldinum, og Ragnhildur Gísladóttir frá Geir- landi var þá 5 ára. Þau önduðust bæði í Hlíð í Skaptártungu 1866. Þau lieyrði eg segja mart frá Skaptáreldi, og á sira Jón Steingrímsson mintust þau opt og var liann þeim mjög minnistæður; hafði hann fermt Gunnstein 1789, og Ragnliildur liafði »geingið til prestsins« hjá síra Jóni. Held eg mér sé óhætt að fullyrða, að eg hafi tekið rétt eptir því — þó að eg væri þá ungur — að þau sögðu, að hann hefði verið í minna meðallagi á vöxt. Ola/i ísleikssijni, bróður Þórarins, lýsir skáld- ið svo sem Ólafur hafi verið heiptúðugur hjá- trúarbelgur og kuklari. Ólafur var lausa- maður, og segja ættatölubækur það eitt um hann, að hann væri »g/aðsínna«. Höfundur skáldsögunnar segir, að Signrður Sverrisson á Skaptárdal, — sein síra Jón Steingrímsson lýsir ýmislega, og síra Bergur Jónsson kallar »viðsjálan fróðleiksmann«, —- hafi fluzt út í Rangárþing í eldinum. Leingi liefir hann vist ekki verið þar. Hann and- aðist í Skaptárdal 1805 og hafði þá búið þar í mörg ár næst á undan. En fæddur var hann 1737. Sigurður var móðurfaðir Magn- úsar dannebrogsnianns á Skaptárdal, scm andaðist 1890. Höfundurinn segir á bls. 289 að hin nafn- kunna eldmessa síra Jóns, — sem gamla fólk- inu, er lifði hana, var ógleymanleg, — hafi staðið 5. sunnudag eptir trinitatis eða 20. Júlí 1783. En síra Jón segir sjálfur í æfisögu sinni (bls. 205), að hún hafi verið 4. sunnu- dag eptir trinitatis eða liinn 13. Júlí. Á einum stað segir skáldið manni þær fréttir, að Snjól/ur Finnsson sterlci, — sem seinast var í Bakkakoti á Síðu, og andaðist eldmóðuárin 1784—85, — hafi verið fæddur 1701. Fyrir þessu er einginn fótur. Skáld- unum leyfist að Ijúga ýmsu upp, en ártölum mega þeir andskotann ekki Ijúga að okkur. Það, sem stendur á bls. 178 um Eintúna- háls er líklega varasamt. Eg hygg að þar hafi varla bygð verið fyrri en um 1831, að þar var tekið upp nýbýli. A bls. 174—175 hefir skáldið flaskað á falsbréfi, og er eptir því að segja sögu um Brandaland og »Hallgeir ábóta«, seni aldrei var til. Lýsingar skáldsins á tíðarandanum á sið- ari liluta 18. aldar eru vist mjög athugaverð- ar víða. Að visu var fólk þá enn nokkuð hjátrúarfult, en mér finst höfundurinn færa það efni stórum í öfgar og ýkjur. Og það, sem hann segir um klerkastélt landsins á bls. 288, er afarlangt frá réttnm sann, þegar á heildina er litið, og séð er út yfir einstaka menn í þeirri stétt eins og öðrutn stéttum, sem hafa verið hálfgeggjaðir hindurvitna- garmar. Kennidómur landsins hefir jafnan verið mentaðasta og hleypidómalausasta stétt- in í landinu. Klerkarnir hafa verið liinir einu lærifeður landslýðsins um margar aldir, og þeir einu, sem gátu verið það, og svo var enn á síðara hluta 18. aldar. Peim eigum vér að þakka framar öllum öðrum þá ment- un, sem almenningur hér á landi hefir feingið alt fram til vorra daga. Mart annað af lýsingum liöfundarins finst mér einnig eitthvað ýkt. Meðal annars á eg bágt með að trúa því, — sem skáldið segir, — að Kötluhlaupin hafi nokkurn tíma farið upp yfir Hafursey. Til þess að það mætti verða, skilst mér, að Köllujökull hefði orðið að koma fram svo sem allur í einni bylgju, — og þegar þau ósköp geingu á, þykir mér líklegt, að Álptaverið liefði hlotið að sópast af með öllu, — sem þó er enn i bvgð, — og líklega mart fleiia. Höfundurinn afbakar og stundum staða- nöfn. Ása í Skaptártungu nefnir hann ýmist Ás eða Ása. Sá bær hefir aldrei heitið ann- að en Asar. »Fjaðurá« minnist eg ekki, að eg liafi heyrt nefnda. Fjaðrá, — sem er á Síðunni, — lieyrði eg hana kallaða, en það er afbökun úr Fjarðará. Svo nefnist áin í Landnámu. Málvillur eru ýmsar í bókinni. Á bls. 299 er »hendi« látið vera nefnifall. »Undirmáls- maður« á hls. 153 skilst mér sé dönskuslella af lakara taginu: y>UndermaaIer«, sem stund- um niætti þýða mcð liðléllingur. Einnig sýn- ist mér y>það krassar« (á hls. 212 — það er bragð að því, er mergjað) vera dönskusletta, sem eg hugsa, að ekki hafi verið kominn hér inn á 18. öld í alþýðumáli. Þó að þetta og fleira smávegis af því tagi sé til lýta, er hitt þó lakara að sumstaðar sýnast vera afbak- aðir alveg rígskorðaðir talshættir málsins. Ætli nokkursstaðar á landinu — nema í þess- ari bók -— sé sagt að manni y>seitli<.< (fyrir

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað: 11. tölublað (01.11.1912)
https://timarit.is/issue/160656

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. tölublað (01.11.1912)

Aðgerðir: