Sunnanfari - 01.06.1913, Qupperneq 2
42
og séra Sigurði Stefánssyni í Vigur, en síðan
einn, frá 1. Jan. 1893, alla tíð meðan félagið
stóð, þ. e. fram á árið 1901. Þetta félag ger-
breytti verzlun allri við ísafjarðardjúp, og
verður naumast tölum talið, hve mikið gott
af því leiddi fyrir héraðið á ýmsa vegu.
Geta má þess, að hann beittist fyrir því í
sýslumannstíð sinni, að koma á talsímanum
milli ísafjarðarkaupstaðar og Hnífsdals, og var
það annað talsímasambandið liér á landi til
almennings nota. Var það þá tillaga hans, að
koma bæði Norður- og Vestur-ísafj.sýslu í
símasamband við kaupstaðina. En málið
þótti ærin nýjung á þeim tíma, og mætti því
mótspyrnu sem olli því, að eigi varð ineira
að gert þá en hér segir.
Mjög ant lét hann sér og um það, — sem
þá og vakti fyrir eigi fáum meiri háttar
mönnum í Norður-ísafj.sýslu — að Djúpmenn
eignuðust sjálfir gufubát, er annast gæti ferðir
um héraðið, og safnaðist Norður-ísfirðingum
þá eigi alllítill sjóður í því skyni.
Umburðarbréf ritaði hann og í sýslumanns-
tíð sinni f öll sveitarfélög í sýslunni, og hvatti
menn til að leggja fé nokkurt í Söfnunarsjóð
íslands, er stæði þar á vöxtum 1—2 aldir,
eða þar um, svo að sá tími gæti þó komið
einhverntíma í framtiðinni, að ísafj. kaupst.
og öll sveilarfélög í sýslunum gætu orðið efna-
lega alsjálfstæð. Þessu sintu sum sveitarfé-
lögin, en þó hvergi nærri öll, og varð þvi
árangurinn ekki svo almennur sem skyldi.
Þá gekst hann fyrir því, þegar haustið 1887,
að prentsmiðja var sett á stofn á ísafirði, og
var það fyrsta prentsmiðjan á Vesturlandi,
síðan prentverkið var í Hrappsey. Var hann
sá, er frá byrjun hafði allan veg og vanda af
ritstjórn »Þjóðviljans«, — og var þá eigi sjald-
an að mun berorður um landshöfðingjavald-
ið. — Þótti sem það svo að segja altepti þá
alt löggjafarstarf hér á landi. Þetla var nú
eigi vænlegt til þess að afia honum vinsælda
hjá stjórninni og fylgismönnum hennar, enda
urðu viðskifti hans við hana söguleg. í Júní
1892 hófst málarekstur sá hinn mikli afstjórn-
arinnar hálfu gegn honum, er síðan hefir
kallaður verið einu nafni »Skúlamálið«, og
eigi lauk fyr en með hæstaréttardómi í Febr.
1895, og var þá Sk. Th. alsýknaður og máls-
kostnaður allur lagður á landssjóð, nema */«
á Sk. Th., sökum formgalla. Meðan á þeim
málaferlum stóð, logaði ekki einungis alt
Vesturland af ófriði út úr þeim, heldur alt
landið að heita mátti, því að alþýða leit víð-
ast svo á, sem hér væri ekki um annað að
ræða, en pólitískar ofsóknir gegn Sk. Th. Og
ekki slævaðist það álit, þegar stjórnin — þrátt
fyrir sýknudóm hæstaréttar — gerði honum tvo
kosti: annaðhvort að verða skipaður sýslu-
maður í Rungárvallasýslu, eða verða leystur
frá embætti með eftirlaunum. Sú sýsla er
miklu verr launuð, en annars óskiljanlegt að
maðurinn væri hæfari í einni sýslu en ann-
ari. Sk.Th. svaraði stutt: »Ég læt ekki setja
mig niður sem hreppsómaga«, og var svo frá
embætti leystur.
Þessi afsetning vakti mjög almenna óánægju,
fyrst og fremst í sýslu Sk. Th., því að fá
yfirvöld hafa verið svo vinsæl, sem hann þar,
og svo um land alt. Rakaði hún stjórninni
vantraustsyfirlýsingar, bæði Þingvallafundar,
er haldinn var 1895, og sömuleiðis af hálfu
þingsins sama ár. En svo alvön var stjórnin
þá orðin því, að sinna að engu þjóðarálitinu,
að svo var sem þetta biti ekkert á hana.
Landshöfðingi játaði það jafnvel sjálfur í þing-
ræðu í efri deild, að meðferðin á Sk. Th. væri
af pólitískum rótum runnin: »AðaIástæða
stjórnarinnar fyrir því, að hún sá sér ekki
fært að setja mann þennan aftur inn í em-
bættið, var framkoma hans gagnvart stjórn-
inni, einkum næstundanfarandi ár o. s. frv.«.
Var sem stjórnin vaknaði þá loks við, er það
kom til orða á alþingi, að greiða Sk. Th. 5
þús. kr. skaðabætur, vegna atferlis hennar í
hans garð. Hafði liún þá enda í hótunum
um fjárlagasynjun, en af því varð þó eigi, er
þingið sýndi festu og samþykti skaðahæturn-
ar engu að síður.
Eftir þetta dvaldi Sk. Th. enn á ísafirði við
kaupmensku o. fl. störf til 1901, er hann keypti
Ressastaði á Álftanesi og fiuttist þangað. Þar