Sunnanfari - 01.07.1914, Side 1
SUNNANFARI
XIII, 7.
REYKJAVÍK
JÚLÍMÁN.
1914
Sigurður Guðmundsson
bóndi á Selalæk á Rangárvöllum, er fæddur
13. Ágúst 1861, að Keldum í sömu sveit.
Ólst liann þar upp hjá foreldrum sínum,
Guðmundi Brynjólfssyni og Þuríði Jónsdótt-
ur, þriðju konu hans, þar til hann fór að
Sigurður Guðinundsson á Selalæk.
búa vorið 1884 í Vetleifsholti í Ásalireppi og
og giptist þá sama vor Ingigerði Gunnars-
dóttur hreppstj. Eystri-Kirkjubæ. Ári síðar
fluttist hann að eignarjörð sinní Helli í sama
lireppi, og bjó þar til 1907, að hann ílutt-
ist að Selalæk.
í uppvexti sínum hafði Sigurður ekki not-
ið mikillar mentunar og í engan skóla geng-
ið; enda hafði liann fremur kosið sér bú-
sýslustörfin.
Að eðlisfari mun hann líka fáskiptinn og
hæglátur og Iætur lítt á sér bera, en vill
helzt stunda bú sitt óskiptur.
Þó var liann í mörg ár oddviti í Ásahreppi
áður en hann fluttist þaðan, og sömuleiðis
formaður rjómabús og nautgripafélags, sem
bvort um sig voru hin stærstu á landinu.
Einnig var liann kosinn formaður Búnaðar-
sambands Suðurlands, en varð þá veikur
og slepti því brátt aptur. Þá er hann og
formaður Búnaðarfélags Rangvellinga. Odd-
viti sóknarnefndar Oddasóknar og safnaðar-
fulltrúi o. s. frv.
Á fyrstu búskaparárum sínum hafði Sig-
urður lílið bú. Aðaleign hans var þá ábýl-
isjörðin Hellir, sem hann hafði fengið í föð-
urarf, en búið blómgvaðist fyrir hagsýni og
sparsemi. Keypti hann þá Selalæk og held-
ur nú báðar jarðii nar. Á Selalæk hefir hann
kýr, ær og tamin liross, en i Helli, sauði og
trippi.
Jarðir sínar hefir Sigurður bætt til muna.
í Helli stóð liann fyrir jarðabótum í Safa-
mýri, sem að beztum notum koma, og voru
um 1200 dagsverk unnin á þremur árum.
Var það aðallega framskurður nær 4000
faðmar, og stíflur í ósa.
Á Selalæk hefir hann látið gera í þau ð'/s
ár, sem hann hetir búið þar, jarðabætur, er
nema, samkvæmt úttekt hins skipaða skoð-
unarmanns, 1990l/2 dagsverkum, og að auki
plægt og herfað 2 dagsláttur m. m. Er það
mest túnútgræðsla og sléltun, um 23 dag-
sláttur. Framskurðir á engjum um 2550
faðma á lengd, ílóðgarða um 600 faðma,
girðingar nær 1000 faðma, áburðarhús, forir
og fleira. Þá lét hann, þegar liann fluttist að
Selalæk, byggja þar íbúðarhús úr steinsteypu
I8V2XI2V2 al. að stærð, sem reynist mjög
vel, og var liið fyrssa steinhús á Suðurlandi.