Sunnanfari - 01.07.1914, Blaðsíða 4
52
Þó landi voru hans lögsagnar
leyfðist ekki að njóta,
til annars fallinn vel hann var,
víst sem náði hljóta:
hefðar í himna stétt,
hinu sinti hann harla lítt,
hafi eg skilið rétt;
guð hefir honum úr fári flýtt,
að forðast mæðu og prett.
Hans lögsagnar hlakka til
heyrða eg ærið marga,
og vel á slíku vissi hann skil,
vondu gjarn að farga.
En hver veit hverninn þá
farið hefði framar meir?
Færri hins bezta gá,
rísa á móti mörgu þeir,
minst sem von er á.
Bending er, nær beztu menn
burt frá heimi kallast,
grátur bæði’ og gleði senn
góðum skaut í fallast.
En veröld sjái um sig,
um hvorugt gefur hún sig par
heldur spreitingslig,
þó guðs orð syndagjöldin þar
greini hryggilig.
Enda far nú, Eggert, vel
eilífar lífs um stundir;
ástmenn þína fús eg fel
frelsarans geymslu undir
og allan landsins lýð,
söknuður þinn er sár um stund,
en senn gefst betri tfð.
Hvern, þitt tekst á hendur pund,
hamingjan styðji blíð.
Kristján Skúlason Magnusen
er fæddur á Skarði í Skarðströnd í Dala-
sýslu 5. December 1801, á Laugardag í 1.
viku Jólaföstu. Faðir hans var Skúli sýslu-
maður í Dalasýslu (d. 14. Júní 1837) Magnús-
son sýslumanns í Búðardal á Skarðströnd
(d. 18. Júlí 1803), Ketilssonar prests i Húsa-
vik (d. 14. Marts 1778), Jónssonar, bónda á
Brimnesi eystra, Ketilssonar. Móðir síra
Ketils var Þóra, dóttir Skúla Einarssonar
umboðsmanns á Hraunum í Fljótum, Skúla-
sonar frá Eiríksstöðum í Svartárdal, sem átli
Steinunni laundóttur Guðbrands biskups f*or-
lákssonar. Móðir Magnúsar sýslumanns Ket-
iissonar var Guðrún eldri Magnúsdóttir prests
í Húsavík, Einarssonar, systir Skúla landfó-
geta Magaússonar, og bar Skúli sýslumaður
á Skarði nafn ömmubróður sins. Magnús
sýslumaður var einn liinn frægasti búhöldur
hér á landi um sína daga og mikilhæfur
Kristján Skúlason Magnusen.
lærdómsmaður. Fyrri kona hans, og móðir
Skúla sýslumanns, var Ragnhildur (d. 6.
Nóv. 1793) Eggertsdóttir bónda á Skarði
(d. 3. Jan. 1782), Bjarnasonar hins ríka á
Skarði (d. 15. Apríl 1758), Pélurssonar frá
Tjaldanesi (d. 1718), Bjarnasonar sýslumanns
á Staðarhóli (d. 1693), Péturssonar sýslu-
manns á Staðarhóli, sem var sonur liins
nafnkunna Stuðarhóls-Páls Jónssonar, og
Helgu, dóttur Ara lögmanns, Jónssonar bisk-
ups Arasonar.
Kona Skúla sýslumanns og móðir Kristjáns
var ágætiskonan Kristín (f. 24. Marts 1767,