Sunnanfari - 01.07.1914, Page 5

Sunnanfari - 01.07.1914, Page 5
53 d. 9. Nóv. 1851), dóttir merkisbóndans Boga hins gamla í Hrappsey (d. 10. Okt. 1803), Benediktssonar í Hrappsey (d. 16. Dec. 1746), Jónssonarí Brokey, Péturssonar. Börn Skúla sýslumanns og Kristínar konu hans voru, auk Kristjáns: Ragnhildur, kona Þorvalds Sívertsen umboðsmanns í Hrappsey, og Kristín, kona Jóns stúdents Eggertssonar í ytri Fagra- dal. Lengra og í fleiri liði má rekja þessa merkilegu ætt. Kristján sýslumaður ólst að mestu upp í Rauðseyjum hjá merkisbóndanum Einari dannebrogsmanni Ólafssyni, og konu hans Bergljótu Sigmundsdóttur frá Mýrartungu; ólust þeir þar upp saman, Kristján og Stur- laugur, sonur Einars í Rauðseyjum, er bjó þar síðar eptir föður sinn og varð afar auð- ugur. Þeir Kristján og Sturlaugur voru ást- vinir alt frá æsku og til æfiloka. Fyrstu og notadrjúgustu undirvísun í skólalærdómi fekk hann þegar eptir fermingaraldurinn á Stað á Reykjanesi, hjá hinum síðasta rektor Hóla- skóla, Páli Hjálmarssyni, sem þá var orðinn prestur á Stað, en svo var liann um tíma lijá Stefáni Slephensen amtmanni á Hvítár- völlum. Síðar lærði liann til fulls hjá Helga Thordarsen presti í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd (síðar biskupi), og var hann útskrif- aður úr heimaskóla af Helga 1824. Eptir það var liann heima, ýmist með foreldrum sínum eða fóstra. 1825 fót hann utan til Kaupmannahafnar, og tók þar próf í dönsk- um lögum 2. Maí 1827, var svo ytra næsta ár, en fekk Snæfellsnesssýslu 24. Maí 1828; var hann fyrst í Stykkishóhni, en giptist 24. September 1830, vestur í ytri Hjarðardal í Onundarfirði, Ingibjörgu, dóttur Ebenesers sýslumanns Þorsteinssonar og konu hans, Guðrúnar Þórðardóttur aðstoðarprests í Skarðsþingum, Ólafssonar. Guðrún Þórðar- dóttir var sammæðra liálfsystir Kristjáns, og varð hann að fá konungsleyfi til þess að giptast systurdóttur sinni. Eitt ár bjó hann í Bjarnarhöfn, eptir það hann giptist, en keypti Narfeyri á Skógarströnd og fleiri jarðir. 1831 flutti hann að Narfeyri og bjó þar 7 ár. 7. Október 1837 fekk hann Dalasýslu og flutti vorið 1838 á föðurleifð og óðalseign ættmanna sinna, liöfuðbólið Skarð á Skarðs- strönd, þar sem hann var borinn og barn- fæddur, og þar ól hann síðan allan aldur sinn. Veturinn 1834—35 gegndi hann amt- mannsstörfum í vesturamtinu í fjærveru Bjarna amtmanns Þorsteinsonar, og Strandasýslu þjón- aði hann um 2 ár, 1847—49. 1849 sat hann á alþingi sem varaþingmaður Snæfellinga. 25. Maí 1838 varhann sæmdur kammerráðs- nafnbót. 10. Október 1859 fekk hann lausn frá embætti, en gegndi þó sýslumannsem- bætti í Dalasýslu til þess vorið 1860; þá þingaði liann þar síðast, en bjó eptir það embætlislaus á Skarði, til þess hann dó þar 3. Júlí 1871, á 70. aldursári, eptir langa van- heilsu af tæringu; sá sjúkdómur hafði lengi á hann gengið og hann miklu tilkostað að viðhalda lífi sínu. Það var blómlegt búsældar hérað Dala- sýsla um daga Krisljáns kammerráðs, enda sagðist hann »ekki vilja hafa neina örbyrgð í sínu ríki«, og var 'það rétt eptir skapferli hans og öðrum orðsháttum. Þá voru þeir allir uppi, hver öðrum merkari og mikilhæf- ari menn: Þorvaldur Síverlsen í Hrappsej% Guðmundur Jónsson hreppstjóri á Hnúki, Jón stúdent Eggertsson í Fagradal, sira Jón Halldórsson í Stórholti, Jón Bjarnason al- þingismaður í Ólafsdal, Indriði Gíslason hreppstjóri á Hvoli, Þorleifur prófastur Jóns- son í Hvammi og þeir Asgarðsbændur Jón Árnason og Jóhann silfursmiður Arngríms- son, Guðmundur prófastur Einarsson á Kvennabrekku og fjölda margir efnagóðir bændur, sem hér verða ekki taldir, og víða mátti þá kalla stórbú, en samt bar búið á Skarði höfuð og herðar yfir allra hinna. Það er hárrétt lýsing á Kristjáni, sem Bogi hinn fróði á Staðarfelli ritar um hann í sýslu- mannaæfum sínum, að hann væri »umfangs- mikill búsýslumaður og hinn mesti útsjónar- maður bæði til sjós og lands, tillagði sér fjölda kvikfjár, dekkbát til fiskiafla, og hafði rausnarbú, var fjárgæzlumaður mikill og

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.