Sunnanfari - 01.07.1914, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.07.1914, Blaðsíða 2
50 Einnig bygði hann þá fjós 20x10 al. og fjóshlöðu við hliðina á því 20x12 al. og hesthús með heyhlöðu í öðrum enda, undir sama þaki, 20x10 al. Ennfremur tvö fjár- hús 26x10 al. hvort, með hlöðum undir sama þaki í öðrum enda húsanna, og fleira. Fjárhús með þessari gerð hefir Sigurður einnig í Helli, en nokkuð stærri. Flest verk Sigurðar munu gerð með óvenju- haganlegu fyrirkomulagi, samanber umsögn Norðlinga í kynnisför sinni »Bændaförin 1910«, Túnið slær hann mestalt með sláttuvél og vinnur á því (mylur og rakar yíir) með drög- um, er hann hefir sjálfur smíðað, og hestar ganga fyrir. Hann lætur draga yfir að haust- inu (eða vetrinum) og aptur að vorinu; er það þá betur gert, en venjulega gerist. Mold lætur hann fiytja á túnið, þar sem ósléltur eru (lautir) og jafnar henni yfir með drög- unum, til þess að fá túnið vel slétt. Einga verðlauna-viðurkenningu hefir Sig- urður fengið fyrir framkvæmdir sínar í jarða- og húsabólum, enda aldrei sótt um verðlaun úr ræktunarsjóðnum. Aptur hefir hann tví- vegis kept um verðlaunaviðurkenningar, er heitið var fyrir beztu ritgerðir um húsabygg- ingar og um búreikninga, er sérstök dóm- nefnd var látin dæma um, og hlaut hann verðlaunin í bæði skiptin. Hin fyrnefnda ritgerð er í Búnaðarritinu 12.—13. árg., en hin síðarnefnda er komin í því riti í vetur. Á búnaðarsýninguna í Danmörku var liann kjörinn árið 1900, eptir tilboði danska Iand- búnaðarfélagsins, til þess að kynnast dönsk- um búnaði. Grasleysis-árið 1882, er Sigurður var 20 ára, en faðir hans^ kominn í rúmið, vildi hann farga meiri fénaði en gert var. Á jóla- föstunni tók hann trippi á 3. vetri við hey- garðinn og bar heim 4 herðunum, til þess að sanna föður sínum, hve rýrt það var, og að hann léli drepa það. Var það þá samstund- is drepið og fleiri hross með meira, en þó færra en Sigurður vildi. Um líkt leiti vildi Sigurður brúa Markar- fljót á Rangárvalla-afréttinum, rétt hjá flutn- ingnum, og til að sanna hreppsnefndinni, hvað auðgert það væri, hljóp hann yfir fljótið, er eigi hafa aðrir gert. Var þá brúin bygð nokkrum árum síðar. Vín eða tóbak bragðar Sigurður ekki og gefur það eingum manni. Bæði munu hjón- in samtaka í bagsýni og dugnaði, enda vanta þau ekki góð kjör til starfa. Börn eiga þau 3. Gunnar, við nám á háskólanum og 2 dætur ungar heima. Síra Gunnar Pálsson, skólameistari fyrst á Hólum og síðan prófastur ( Hjarð- arholti ( Dölum (d. 1791), var einhver lærðasti maður hér á landi á 18. öld, bæði ( klassiskum og íslenzkum fræðum, ágætur íslendingur, og eitthvert allra bezta skáld hérlandsmanna á sinni tíð. í ár eru liðin 200 ár, síðan hann kom til veraldar, fæddur 2. Agúst 1714. Færra hefir verið prentað af Ijóðum hans en vera ætti. Nú flytur Sunnanfari hér sýnishorn af kveðskap hans, en það eru minniitgarljód síra Gunnars um Eggett Olafsson, snildarkvæði. Allir tala um Eggerts skip, allir spyrja og sakna; við þann mikla sjónarsvip sannlega megum vakna. En hver mun eptir hann yrkja svo sem yrkja ber, ágætasta mann? Til þess ekki treysti eg mér, en treysti hver sem kann. Yrkin hans eru yrkja bezt, ef eptir hann skal mæla: verkin fögur vitum flest, sem víst er skylt að hæla, og margfalt lærdómsljós; ásýnd sk(r með gáfna gnægð, göfugt dygða hrós, þessa bar yfir flesta frægð forgylt landsins rós. Nú veit guð, hvort niður í sjá náði’ að grunni sökkva, þegar æstist aldan blá og ógnarveðrið dökkva, ella hefur hann skipi’ eður landi nokkru náð, neinn það greina kann;

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.