Sunnanfari - 01.07.1914, Qupperneq 8
56
um, og bað Páll embættisbróður sinn einhverju sinni
að taka sig til altaris og dætur sínar, Evu og Guðrúnu
eldri, sem þá var gipt Olafi smið. En þannig orð-
færði hann bænina:
Kvásir biður og Eva yður
aflausn sér að tjá.
Ólafur smiður og Gunna gliður
girnast sama fá.1 2)
Þá má einnig telja til þess sögu þessa:
VII. Einu sinni sem optar, var síra Páll að flytja
ræðu í kirkjunni, og verður honum þá litið niður fyrir
ræðustólinn, og situr þar maður einn og sefur. Þá
verður Páli þessi vfsa á munni:
Sefur þú, svínið þitt,
svartur í augum?
Farðu f fúlan pytt
fullan af draugum!
Til marks um fyndni Páls, skulu enn sögð nokkur
dæmi:
VIII. Þegar Páll var ungur og enn óvfgður, heyrði
hann óséður á tal biskups, er hann ráðfærði sig við
einhverja menn um það, hvort rétt mundi að prestvígja
Pál. Um þetta orti Páll:
Á ég að vfgji hann Pál til prests?
Piltar, hvað haldið þið?
Þó sungið hafi ’ann margt saurugt vers,
syndugur dálítið,
ég held ég verði að hætta þess;
hann mun víst, greytetrið,
passa sig í þeim prúða sess,
prestskapnum halda við.
IX. Jón Torfabróðir og sfra Páll eltu löngum grátt
silfur saman. Meðal annars orti Jón einu sinni þessa
vísu um Pál:
Nýta kú um nýjárið skar hann,
næpnaskjóðu um Landeyjar bar hann,
settur upp með saurindasttyki
síra Páli, þó hrörlegur þyki.®)
Vísan barst Páli til eyrna. Nokkru síðar kemur Jón
til Eyja, og heimsækir prest. Býður Pál! honum inn
og í staupinu, því báðum þótti góður sopinr, og taka
þeir tal saman. Þá segir Páll: „Þú hefir ort vísu um
mig, Jón". Hinn ber ekki á móti því. „Nýta kú um
nýjárið skar hann“, segir Páll, „staup áttu fyrir það“,
og þiggur Jón staupið. Fer Páll svö með allar hend-
ingarnar, og fylgir staup hverri, en þegar sfðasta staup-
ið er tæmt, segir prestur: „Nú ertu búinn að éta alt
ofan í þig, og snáfaðu nú út!“
1) Kvásir = skáldið? — gliður — gliðra = glenna.
2) Aðrir segja verið hafa langan brag, og sé þessi
vfsa úr honum, en sagan bendir helzt á að vísan hafi
að eins verið ein. — Mundi þriðja hendingin ekki vera
afbökuð, og hafa verið þannig t. d.: Seztiir upp á sátlr-
indapriki = eins og hani?
X. Eitt landsskip, sem gekk til fiskveiða í Vest-
mannaeyjum um daga Páls, hét Nói; veit ég ekki um
nafn formanns, en hann hafði þann sið að róa fyrir
messu á miðvikudögum um föstuna, og undi prestur
þvf illa, en fékk ekki aðgert. Einhverju sinni þegar
formaður kemur úr róðri, er Páll f vörunum og segir:
„ Það er ekki víst, að þú róir honum Nóa fyrir messu
á miðvikudögum næsta vetur". — Um vorið bar svo
við í lokaferðinni, að þegar búið var að bera af Nóa
við sandinn, liðaðist hann í sundur og brotnaði í spón,
en ekki varð að mönnum.
(Heimildir að sögum þessum: Valgerður Bjarna-
dóttir á Brúnum hefir sagt mér sögurnar I —IV. Kari-
tas Jakobsdóttir á Fagurhóli í Landeyjum (f. á Lamba-
felli 12 jan. 184B) hefir sagt mér V. söguna. VI er
mjög almenn sögn. VII.—IX. hefi ég ritað eptir Jóni
Sveinbjarnarsyni á Yztaskála. Heimildarmann að X,
sögunni man ég ekki að nefna; minnir þó að hann
væri Valtýr Brandsson bóndi á Seli í Landeyjum, d.
I913)-
Meltaka og nýting hans.
Eptir loforði mínu í fyrsta bréfinu til Jiín,
ætla jeg stuttlega að lýsa aðferð okkar Vest-
ur-Skaptfellinga og handarvikum, til að hag-
nýta okkur melkorn okkar: Melslöngin vex
ekki aðallega nema upp úr roksöndum, og
byrjar fyrsti gróðurinn með því móti, að ein-
hversstaðar slæöist að eður flýgur melkorn,
sem næsta ár kemur upp af grasstrá, sem
nefnist blaðka, og er stærra en flest annað
gras á íslandi, að undantekinni flóðastör eð-
ur blástör. Að þessum fyrstu stráum dreg-
ur sand og myndast þannig sandhnjóti, og á
öðru eður þriðja ári koma kornstengur, 1
eður fleiri; stækka svo þessir sandhnjótar ár
frá ári, unz þeir eru orðnir allstórir bólar,
máske 4—5 álnir á hæð frá jafnsléltunni, og
að ummáli slundum 10—20 Q faðm.; eru
þeir þá nefndir melkollar. Frá fyrsta gróðri
eru þeir þá orðnir 5—10 ára, og oplast marg-
ir sinærri í uppvexti. Um fardaga til Jóns-
messu eru þeir alvaxnir blöðum og allþéttum
melstöngum, sem líkjast rúgstöng, en miklu
þroskameiri og stærri. Þannig myndast ár
frá ári allmikil víðátta af melurn. En ein-
kennilegt er, að fari að gróa mýrarseila á
leirunum millum kollanna, sem á stundum
á sér stað, þegar vatnsseitlur koma á leirurnar
og haldast við að staðaldri, upprætast mel-
arnir á þeim stöðum. (Frh.).
Prentsmiðjan Gutenberg.