Sunnanfari - 01.07.1914, Blaðsíða 7
55
heim að sækja, málhreifur og skemtinn, og
bar öll framkoma hans vott um stórhöfð-
ingjaháttu að fornum sið, en ekki þótti hann
mjög orðvar eða vandvirkur að fága allar
setningar sínar, einkum ef hann var við öl,
sem stundum bar við, og var margt eptir
honum haft, það er kýmilegt þótti og klúrt,
eptir nýtízku tepruskap sumra manna, sem
helzt vilja mæla alt á torskildu rósamáli. En
Kristján var íslendingur í húð og liár, í orð-
um og athöfnum, sem ekki nenli að klæða
hugsanir sínar í málskrúð, en öll voru gróf-
yrði hans græzkulaus, og þó hann kallaði
suma menn »þær stóru hundshnútur«, »pan-
fíla« og fleira slíkl, þá lagði enginn maður
neitt upp úr slíku, — þetta var alvenja.
Hvernig hugur hans hafi verið í landsmálum,
má nokkuð marka af því, er hann lét eilt
sinn í ljósi í samræðu um stjórn Dana gagn-
vart íslandi: »Látum djölla hafa okkur í
halanum, en verum þeim sem erfiðastir«.
Það var hvorttveggja, að Kristján kammer-
ráð var frábær hainingjumaður með allan
fjárhag og fyrirhyggju, enda var hann ekki
kjörviltur í kvonfanginu. Lengi mætti leita
til þess til þess að fá jafnvel skipað öndvegið
kvennamegin, sem á Skarði, allan þann langa
tíma sem frú Ingibjörg átti þar húsum að
ráða. Ung var liún gefin bónda sínum, að-
eins 18 ára gömul (f. 2. Ágúst 1812), en 69
ár prýddi liún húsfreyjusessinn, og það svo
víðfrægt er, 41 ár í hjónabandi, en 28 ár
ekkja. Það var þjóðkunnugt hve frábær
skörungsskapur, rausn og heimilissnild var
á því fornfræga höfuðbóli, meðan þær sátu
þar uppi mæðgurnar, frú Ingibjörg og Elín-
borg dótlir hennar, kvennvalið sem allir
unnu hugástum, ágætur læknir og bjarg-
vættur allra bágstaddra, sem til hennar náðu,
og i sambúð við sína ágætu dóltur, andaðist
frú Ingibjörg á Skarði 21. Nóvbr. 1899, 87
ára gömul og hvíla þau lijón bæði þar á
sínu gamla höfuðbóli. Þau hjón áttu saman
18 börn, sem mörg dóu kornung, en að eins 5
komust til þroskaaldurs:
1. Elínborg, dó 14. Marts 1902, álli Jónas
skólakennara Guðmundsson, síðar prest
að Staðarhrauni. Fráþeim erþegar komið
margt manna.
2. Ebeneser, drukknaði 1875, ókvæntur, átti
eina laundóttur.
3. Skúli Theódór, dó 1889, bjó í Frakka-
nesi, átti Birgittu Tómasdóttur, prests
Þorsleinssonar.
4. Bogi, bóndi á Melum og Skarði, átti
Kris'ínu Jónsdóttur, systurdóttur sína.
5. Kristín Guðrún, gipt Böving héraðsfógeta
á Fjóni.
Sighv. Gr. Borg/irðingur.
Sagnir
um séra Pál Jónsson skálda í Veslmannaeyjum.
Frá Sigurði Vigfússgni á Brúnum.
(Niðurlag).
V. Páll kom einu sinni sem optar út í verzlunar-
skip í Vestmannaeyjum, og fylgdi honum hundur hans.
En einn skipverja sparkaði hundinum útbyrðis, og
druknaði hann. Páll reiddist þá og kvað vísu þessa:
Þú ert, randaraptur,
rifinn naglakjaptur,
fjandans fylgikraptur,
þú flæmdir minn í sjóinn.
Hangdu hels við hóinn.
Alt hvað er, er, er,
alt hvað er, það ami þér
og að þér kreppi skóinn.
Hásetinn veiktist þegar, blánaði allur og bólgnaði,
einkum um fæturna, svo að stígvélin þrengdu mjög að
honum, en náðust ekki af. Skipstjórinn lagði þá að
Páli að bæta um; lét hann Ioks tilleiðast og kvað:
Þú ert, randaraptur,
rétt af guði skaptur;
Kristl benjakraptur
kefji raunasjóinn
og mýki mæðumóinn.
Alt hvað er, er, er,
alt hvað er, það unni þér
°S á þig færi skóinn.
Þá létti skipverjanum þegar.
Svo er sagt, að Páll væri gáfaður vel og skáld gott,
en alldrykkfeldur og eigi sem prestslegastur í háttum;
til þess bendir og saga sú, er nú skal greina:
VI. Þegar Páll var prestur á Kirkjubæ, var annar
prestur á Ofanleiti, því þá voru tveir prestar í Eyjun-