Sunnanfari - 01.07.1914, Qupperneq 6

Sunnanfari - 01.07.1914, Qupperneq 6
54 höfðinglega sinnaður«. Hann hafði ekki ein- ungis stórbú heima á Skarði, heldur og hafði hann allar Ólafseyjar með, og Suðurlöndin, sem eru eyjar langan veg undan landi, vest- ur á Breiðaflóa, en ekkert var tilsparað, og þó nokkuð gengi í súginn á stundum, þá var ekki í það horft. Stórmenskan og höfðings- lundin var honum svo innrætt. Hann valdi úr vinnufólki að dugnaði og hreysti og hafði ærið mannmargt, og allir þjónar hans báru fyrir honum virðiugu. Hann var í skapferli og tiltektum sönn ímynd hinna gömlu höfð- ingja, sem nú eru aldauða, og þá var ekki skorið upp á neglurnar til menningar börn- um sínum, að öllu því, sem þau gátu á móti tekið. Gísli Konráðsson hefir ritað, að þegar Elínborg dóttir Kristjáns giptist Jónasi skóla- kennara Guðmundssyni 1865, þá hafi hann gefið dóttur sinni 1000 ríkisdali og 100 rdl. i hálfum spesíum í ferðapeninga suður, enn fremur 12 fjórðunga fiðurs, sem bæta skyldi þó við síðar, þá flutt yrði, og um leið lét Kristján 200 rdl. með Boga syni sínum lil skólaveru suður (alls 1300 ríkisdali í einu), — en Gísli hefir spurt Kristján síðar, hvort rétt væri frá þessu hermt, og því svarar Kristján aftur í bréfi til Gísla, (sem eg hef í höndum) á þessa leið: »um heimanmund dóttur minnar er litið að ræða, um pening- ana er rétt hermt, en sængurfatnaði miðlaði eg henni, af borðbúnaði í silfri lítið eitt þá og síðar, og er það ekki teljandi, en eg má fullyrða, að hún var sú mentaðasta stúlka hér vestra, því auk dönsku, sem hún talaði eins og innfædd, lét eg Jón skólakennara Þorkelsson kenna henni þýzku, og Jón Sig- urðsson las með henni ensku, er hún skildi hvorttveggja«. Vel var Kristján lálinn af sýslubúum sín- um, og allvel fóru honum embættisverk. Framan af embættistíð hans var sveitalífið á Skarðsströnd alt annað en friðsamt, og er það kunnugra en frá þurfi að segja, að þar logaði um langt skeið í málferlum milli ein- stakra manna, og voru þar frændur frænd- um verstir. En þó nokkrir af frændum Kristj- áns hefðu á honum megnan óvildarhug, þá fékk það í engu haggað virðingu hans út á við, eða auðsæld hans á neinn hátt, en hann gekk hreint og einarðlega framan að óvildar- mönnum sinum og lét hvergi hrekjast fyrir. Hamingjulega þótti honum takast að halda óskertri virðingu sinni meðan hin illvígu málaferli Saura-Gísla stóðu yfir, svo mjög sem Gísli reyndi að láta sýslumanni verða klaksárt í viðureign þeirra, og svo kvað Einar bóndi á Harastöðum í Miðdölum eitt sinn: Kjaptur Dala’ í Niflheims nafni, nærður öndum sjö, vill i laga krókum kafni kammerráðin tvö. Var þar nokkuð litið til Jóns kammerráðs Jónssonar á Melum í Hrútafirði, sem var um það skeið viðriðinn nokkur af málum Gísla, en Jón var enginn veifiskati, og gat séð við lævísi Gísla. Bæði mun það hafa verið, að Kristjáni leiddist að eiga við slíka óaldarmenn sem Gísli var, og vaxandi heilsu- brestur sem olli því að hann sótti um lausn frá embælli, en hélt áfrain sínum stóra bú- skap með óskertri sæmd sinni og rausn til dauðadags. Því hefir minna verið á lopt haldið, að hann hafi verið inikill lærdóms eða menta- maður, en bezt er að láta hann njóta um það sannmælis, sem alkunnugt er, og svo sagði Hólmfríður Vigfúsdóttir (systir Dr. Guð- brands Vigfússonar og Sigurðar fornfræð- ings) — sem um mörg ár var á Skarði áður en hún giptist, að það hefði verið yndi Kristj- áns, að láta lesa fyrir sig á vetrarkvöldum, og alt fram á nætur, sögur og allskonar fróð- leik, og á skáldskap hafði hann miklar mæt- ur. Fyrir liann orti frændi hans, Sigurður Breiðfjörð, rímur af Gunnari á Hlíðarenda; þeir Sigurður og Kristján vóru þrímenningar að frændsæmi. Þá var Kristján sýslumaður á Narfeyri, en Sigurður í Dældarkoti í Helga- fellssveit og lét sýslumaður færa þangað gnægðir vista og víns, að sögn kunnugra manna. Kristján kammeráð var gestrisinn og góður

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.