Sæbjörg - 01.05.1892, Page 7

Sæbjörg - 01.05.1892, Page 7
77 SÆBJÖRG. 78 ur gjört hann fíldnn í fæðu, og eltir hann loðnuna, og háraar hana í sig, upp að strönd um Finnmerkur. Þorskveiði þessi er þann- ig algjörlega komin undir loðnugöngunni; en engin fiskitegund er eins óstöðug eins og hún. Ef loðnan þarf að gjóta á þrem fyrstu mánuðum ársins, þá fer hún hjá stöðvura þorsksins á þeim tíma, sem hann er sjálfur að gjóta, og hefur þess vegna ekki tíma til þess, að slást í för með henni. Þess vegna, þegar loðnuhlaup koma upp að Finnmörk, snemma á árinu, þá er það vottur aflabrests. Ef loðnan leggur leið sína fjærri stöðvum þorsksins, þá kemur hún einsömui uppundir, og komi hún þannig fyrst austan að strönd- um Austur-Finnmerkur, þá er það vont merki. Stundum, eða einstöku ár, kemur hún nær því alls ekki að Finnmörk, en gengur þá að múrmansku ströndinni og afla þá Rússarnir. Það er að eins, þegar hún gengur í aprílmánuði og kemur að vestan, að menn gera sjer vonir um góðafla, og bregst það sjaldnar, þótt ekki sje óyggj- andi. Þetta gjörir Finnmerkur aflann að »lukku- spili«. Það er víst, að óvissan er mikil, staðhæfing örðug gagnvart mönnum, sem þykjast vita það, sem þeir ekkert vita um, og liggur þvl miklu nær að fara að áliti þeirra manna, sem neyta viðleitni og rann- sókna, eins og Norðinenn gjöra, heldur en að byggja allt á getgátum. Þorskmergð sú, sem gengið hefur að sunn- anverðu Islandi þessa vetrarvertíð, sannar, að gnægð er af stórum þorski, því sjaldan mun jafnstór og jafnvellifraður þorskur hafa fiskast jafnsnemma á ári, í útverum, og þótt aflaupphæð sje mikil á stuttum tíma, má ætla, að hálfu meiri hefði orðið, ef gæft- ir hefðu haldizt við, sem og hitt, að fiski- göngur verða eigi bundnar við ákveðna daga, eða einskorðaðar; ennfremur sannar loðnugangan innanbugtar, að tannfiskur fæst ekki á færi, og fylgir eigi botni, þótt strjáling festi í netum að þessu sinni, og all-líklegt, að þorskur í þetta skipti hafi leitað í »bugt- ina« af græðgi í loðnuna fremur en af got- þörf, oglátið »loðnuna« ráðaferðum sínum. Sunnanvert í Faxaflóa kom mikil mergð af þorski fyrir miðjan marz, líkt og í fyrra. Nokkuð fjekkst í net, en ekkert á færi. Loðnan hljóp í hverja vík; þorskurinn elti hana ofansjáar og miðsævis upp í þara, svo hann veiddist i liroknkelsanet. Sunnan Skaga gekk hann bæði í Grindavík og Höfnum á 5—3 faðma djúp, inn fyrir útsund. Minnst hefir náðst af mergð gangnanna, og er það máske veiðiaðferðinni að kenna. Ef veiða skal þorsk í loðnugöngu í net, á þar sjálf- sagt við, að hafa flotlögn; og hvað færi snertir, veiðist hann ekki nema við rek, eða þá á pilka. Kalla má fisk 1 göngu tvígild- an við gotinn fisk, því liann rýrist mjög á gotin, og er því mikill fjármissir að hafa af sér bezta tímann. Eru nú allar líkur til, að sjómenn við Faxaflóa gæti sín í tíma, og hagi þorskveiði sinni svo næstkomandi vetrarvertíð, að meiri von verði afla. Kelp = þang- og þaraaska. »Kelp« er optast nær þýtt með orðinu þang aska, og hefir þessi þýðing vafalaust tafið fyrir því, að menn hafi byrjað á að nota þang, þöngla, þara, söl og aðrar sjávarjurtir á þann liátt, að arðberandi yrðu, nema sem eldivið, áburð og skepnufóður, og má þó fullyrða, að ekki er notað sem skyldi enn þá til áburðar og fóðurs; aptur er helzt til mikið af þanginu notað til eldiviðar, af því að illa er nýtt. Því er barið við, að annar eldiviður fáist ekki, en enginn vafi er á þvi, að ef eldstóm væri breytt, og betur um búið, væri mikill hagur að kaupa kol, mó og við til eldsneytis, en brenna sjávarjurtirnar og ná gjaldeyrir úr öskunni. »Kelp« er askan undan þang-, þöngla- og þarategundum öllum, þegar brenndar eru ept- ir föstum reglum, og er aska þessi seld, sem verzlunarvara, og þótt verðhæðin sje ekki mikil, þá safnast þegar saman kemur, sjer í lagi þar sem enginn kostnaður er brennslu þessari samfara, að teljandi sje, og svo hitt, að gamalmenni og unglingar, sem ekki geta gengið að almennri vinnu, geta

x

Sæbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/143

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.