Öldin - 01.09.1893, Page 6
OLDIN.
8fi
hefi ég svarið þess dýran eið, að ráða yðr'
af dögum, hefi reitt mig á aðstoð innar hei-
lögu meyjar og fylgt yðr hingað frá
Wuertzborg með þeirri ætlan að ná lífi
yðar.”
Konungr rendi auga til Oxenstjerna,
sem honum léki efi á, hvort mær þessi væri
með fullu viti sínu. Júngfrú Regína tók
eftir því og hélt áfram, æ stoltari og ein-
beittari í bragði:
“Herra, þér ætlið mig örvita, þar sem
ég dirfist slíkt að tala við sigrvegarann yf-
ir Þýzkalandi. En heyrið mig til loka.
Þegarégsáyðr fyrst í Wuertzborgarkastal-
anum, sá hvernig þér sýnduð mannást og
mildi við ina veiku, og gáfuð inum yfir-
unnu gi’ið, þá sagði ég við sjálfa mig:
Þarna er helvíti að hræsna og gera sér upp
himinsins líknsemi. En þegar ég fylgdi
yðr hingað og kyntist yðr betr, og sá yðar
sönnu stórmensku og bar hana saman við
mikilmensku yðar sem hetju — herra, þá
veiklaðist ég í áformi mínu; hatrið varð
mér of erfitt og ég átti í stríði við sjálfa
mig, og nú í lcveld hefir manngæzka yðar
niðrbrotið ásetning minn, sein áðr var ó-
sveigjanlegr. Herra, nú elska ég yðr, eins
og ég áðr hataði yðr — ég heiðra, ég dáist
að yðr.”
Og ungmærin skaut niðr augunum.
“Nú?” sagði konungr hrærðr og hik-
andi.
“Yðar hátign, ég hefi nú gert þessa
játning fyrir þá sök, að þér eruð svo góðr
og göfuglyndr, að þér misskiljið hana ekki.
En ekki er ég komin á yðar fund á þessum
tíma þess erindis einungis, að birta yðr til-
íinningar ógæfusamrar stúlku. Eg er kom-
in til að frelsa yðr, herra—”
“Segið mér!”
“Heyrið mig, herra konungr. Eg er
nú vopnlaus, en aðrir eru eftir hættulegri
en ég er. Sex jesúmunkar hafa svarið
dýran eið að taka yðr af lífi. 0, þér vitið
ekki, hvað slíkir menn gcta komizt! Þeir
hafa varpað hlutkesti um líf yðar, og in
voðalegustu meðul þeirra eru daglcga
nærri persónu yðar. ‘ Yðar hátign mun
ekki komast undan þeim. I dag eða á
morgun nær yðr, ef til vill, morðhnífrinn
eða eitrið. Dauðinn or vðr í’áðinn.”
“Líf mitt stendr í guðs hendi, en ekki
auvirðilegra morðingja,” svaraði Gústaf
Aðólf stillilega. “Inir illu eiga minna vald
en vilja. Verið róleg, jungfrú af Emmeriz,
vitið, ég liræðist þá ekki.”
“Nei, herra, dýrlingarnir hafa dæmt
yðr til dauða. Eg veit að þér setjið traust
yðar á þennan hring” — og Regína tók um
hönd konungi— “en hann mun ekki frelsa
yðr. Herra, ég segi yðr fyrir satt, að
dauðinn er yðr vís, og ég er ekki komin
til að frelsa yðar líf með því að svíkja mál-
cfni vorrar heilögu kyrkju.”
“Og fyrir hverja sök standið þér þá
hér ?”
“Herra, ég er komin til að frclsa yðcir
sál. Eg gct ekki þolað að hugsa, að hetja
eins og þér eruð, svo hágöfug hetja, verði
eilíflega glötuð. Heyrið mig, ég bið yðr,
ég særi yðar hátign við yðar eilífu sálu-
hjálp, að ana ekki fram með dauðann beint
fyrir augum í trúarvillu yðar, hverrar á-
vöxtr er fyrirdæming. Látið yðr segjast;
snúið yðr meðan enn er tími til, hverfið
aftr í skaut innar einu sáluhjálplcgu ka-
þólsku kyrkju; afneitið með eiði yðar
villutrú; farið á fund ins heilaga föður í
Rómaborg, látið hann. skriíta yðr og beitið
svo yðar sigrsælu vopnum móti óvinum
kyrkjunnar, en ekki lienni til eyðilegging-
ar. Hún mun taka á móti yðr með út-
breiddum faðmi, og hvort heldr þér síðan
lifið eða deyið, mun yðar hátign jafnan
mega vera viss um yðar sæti meðal inna
útvöldu dýrlinga á liimnum.”
Konungr reisti nú annað sinn upp ina
dreymandi yjigismey, horfði stilt og fast í
hennar tindrandi augu og mælti síðan al-
varloga:
“Þá cr ég var ungr cins og þér eruð,
jungfrú af Emmeriz, upp ól mig kennari
minn, gamall skotmaðr, til sama brennandi
vandlætis sakir innar evangelisku trúar,