Öldin - 01.09.1893, Page 9
ÖLDIN.
«í)
hefl ég heimtað hefnd af kyrkjum yðar,
klaustrum og samvizkum. Þér hafið haft
trú vðar í friði og frclsi og enginn hefir
snert hár á yðar höfði fyrir hennar sakir.
En nú loksins þekki ég yðr, þér djöfuls
þjónar! Drottinn vor guð hefir gefið yðr
í mína hönd; ég skal tvístra yðr eins og
inoldryki; ég skal skapa yðr víti, þér
helgi-þjófar; ég skal elta yðr út á hjara
veraldar, svo lengi sem þessi armleggr má
lyfta drottins sverði. Hingað til hafið þér
þekt mig mildan og mannúðlegan ; vel og
gott, eftir þetta skuluð þór sjá mig harðan
og liræðilegan ; ég skal uppræta yðr fyrir
guðs kraft af jörðunni og sundrtæta yðar
helvízku kenningar, og þar skal verða set-
ið til dóms og sýndar þær ógna-atfarir, að
þvílíkt hefir heimrinn aldrei lieyrt né séð
frá því er Rómaborgar-veldi til grunna
lu'undi!”
Og konungrinn <>ð aftr og fram um
gólfið og virti ekki Jesúítann, sem lá fyrir
íotum hans, nokkurs augnaráðs, og heldr
ekki Regínu, sem stóð skjálfandi afsíðis úti
í glugga og byrgði f'yrir andlitið. Oxen-
stjerna, sem aidrei týndi gáti og gætní, ótt-
aðist, að konungr mundi ekki geta hamið
ofsa sinn, og vildi nú beina honum í aðra
átt og mælti:
“Þóknast yðar hátign að bjóða Bertel
lautinant að færa munk þennan í fast varð-
liaid og láta herdóminn síðan segja upp
sök hans til varanlegs varúðardæmis ?”
“Vægð, vægð, yðar hátign!” æpti
Regína, af blindri umönnun og rækt fyrir
skriftafiöður sínum. “Vægð, vægð, ég ein
er sek. Það var ég, sem taldi hann á þettaó-
iiapparáð; égeináhegningskilið f'yrirþað.”
Við þessa göf'uglyndu sjálfsafneitun
Iiennar, fékk munkrinn aftr vonarskímu,
en ekki þorði liann upp að standa. Kon-
ungr hcyrði bænir hennar, en snéri sér nú
reiðr að varðinönnum sínum.
“Bertel lautinant,” mælti hann byrstr;
“þér áttuð að vcra lífvarðarforingi minn í
nótt; f'yrir vangeymslu yðar hefir mann-
hrak þetta smeygt sér inn hingað. Þér
færið hann þegar í fangclsi og ábyrgist
með liöfði yðar, að hann komist ekki und-
an. Að því búnu takið þér yðar stöðu
meðal hermannanna. Uppfráþessuaugna-
bliki eruð þér úr tign yðar og orðinn um-
komulaus dát.i.”
Bei’tel laut og svaraði engu orði. Sveið
honum meira en niðrlæging hans, að missa
hylli konungs síns, og það því fremr, sem
hann haf'ði gætt skyldu sinnar með inni
ýtrustu nákvæmni. Iívernig munkrinn
hafði komizt inn, var lionum fullkomin
gáta. Nú liafði munkrinn tekið hendinni
um kné konungi og beðið vægðar, en það
kom fyrir ekki. Konungr liratt honum
frá sér og var hann leiddr út, gnístandi
tönnum og með heift í bjarta.
Því næst snéri1 konungr sér að inni
skjálfandi ungmey við gluggann, greip
hönd hennar og horfði fast í augu liennar.
“Jungfrú,” mælti hann, “það er sagt,
að í hvert sinn sem liöfðingi myrkranna
vilji að drýgtsé eitthvert liraklegt niðitigs-
verk á jörðunni, sendi liann upp þangað
ára sína alskrýdda ijóssins englabúningi.”
Jungfrú Regína hafði enn þá hugdirfð
að horfa framan í ásjónu ins ógrlega.
“Eg hefi ekkert að segja framar. Tak-
ið mitt líf, herra, en þyimið lífi skriftaföð-
ur míns,” sagði hún með ti'úarofsans óbil-
andi sálarkrafti.
Konung-r horfði í augu hennar og gat
varla stilt sig að reiðin brytist ekki út í
annað sinn. “Hefði faðir yðar verið ráð-
vandr maðr, jungfrú mín, þá hefði hann
kent dóttur sinni að óttast guð, heiðra kon-
unginn og tala sannindi við alla. Þér liaf-
ið viljað snúa mér; ég skal nú í þcss stað
taka að mér uppeldi yðar, því að þess sýn-
izt þér við þurfa. Farið, þér eruð minn
fangi þar til þér liafið lært hreinskilni og
sannleika. Oxenstjerna, er in gamla
stfanga Marta á Krosshólmi enn á lífi ?”
“Já, yðar hátign.”
“Hún fær konu í kost iijá sér til að aga.
Þegar f'yrsta l'æri gcfst, skai stúlka þessi
send norðr á Finnland.”
Jómfi’ú Rcgína gekk burt, stolt og
steinþegjandi.