Öldin - 01.02.1894, Síða 2

Öldin - 01.02.1894, Síða 2
18 ÖLDIN. tímum, þcgar stórsóttir geysuðu, að leggj- ast á bæn með prestunum, og biðja skapar- ann, að létta af þessurn ósköpum; en hann lét þá niðurröðun í náttúrunni halda sér, sem hann einu sinni hafði sett, og drepsótt- irnar gengu sinn gang eftir sem áður, og það sem bænagerðimar kunna að hafa tafið þær, það hjálpaði sóðaskapurinn þeim á- fram, og kanske spölkom betur. En svo fór, eftir því sem fram liðu aldir, að réna refsitrúin, og sú trú að koma í staðinn, að ekkert væri yfirnáttúrlegt í heimi þessum, og að orsakalögin næðu til alls, og eins til veikinda. Eðli þeirra og athöfnum var veitt nákvæmt athygli; öllu var veitt eftir- tekt, sem jók þær eða eyddi þeim, svo sem hita og kulda, sóðaskap og hreinlæti, og mörgu fleiru. Þetta leiddi til að menn um síðir fundu hið svo nefnda sóttfræ eða bakt- eríur (örsmáa snýkjusveppi, sem sjást eigi nem í margstækkandi gleri). En sá fund- ur hefir þegar orðið mannkyninu til mestu blessunar, því guð hjálpar engum manni, nema þeim sem hjálpar sór sjálfum, eins og Franklín sagði. Bólusetningin er eitt ný- mælið í þá átt, þó að hún f'yndist í raun réttri af hendingu; hún átti heldur eigi upp á háborðið hjá fáfróðum pápiskum kennilýð á sinni tíð, því ýmist báðu prest- amir skaparann að frelsa mannkynið frá þessari bólusetningarvillu eða þeir ógnuðu almúganum með eilífum píslum fyrir það, að hann lét læknana og djöfulinn tæla sig til að taka fram fvrir hendumar á skapar- anum og snúa vöndinn úr höndum honum, þegar hann endur og sinnum neyddist til að berja á syndaþi jótunum. En eftir því sem mentunin för í vöxt með kennilýðnum, varð hann að brjóta odd af oflæti sínu, og hætta að sporna móti bólusetningum, og nú eru allar vamir og varúðameglur hafðar, þegar þessi eða aðrar stórsóttir, ganga, og er slíkt nú talin kristileg skylda hvers mans, að reyna til að forða Sér og öðrum frá kvölum og dauða. Það er nú að vísu góðra gjalda vert, að reynt sé að draga úr sóttunum og marka þeim bás, þegar þær eru komnar á gang, en það • væri þó enn betra, að geta orðið fyrri að bragði og drepið sóttfræið, áður en það keirist í menn og skepnur, eða búið svo um, að það gjöri eigi skaða, þó það komi þar. Fjöldi vísindamanna eru sístarfandi að þessu, og þeir hafa fundið marga og margvíslega vegi, sem þessar bakteríur leggja leið sína um til manna og dýra. Þeir hafa t. d. fundið, að taugaveiki getur bor. ist frá kúm yfir til mannanna með mjólk- ínni, veikin gerir kúm lítið mein, en mjólk- in er bannvæn mönnum • oft komast sótt- fræin í neyzluvatn manna, og það svo, að mesti fjöldi getur verið í einum dropa. í vetur geysaði drepsótt í Grand Forks; læknar fundu, að veikin ætti upptök sín í slæmu neyzluvatni, en að bæta mætti þetta með því, að sjóða. vatnið áður en þess væri neytt; en um leið og þeir fundu þetta, var sóttinni markaður bás. Eins er með fleiri drepsóttir, menn leita að orsökum þeirra og reyna að girða fyrir þær, og flnna einlægt fleiri og fleiri, en um leið ráð til þess að koma í veg fyrir þann skaða, sem stórsótt- irnar gera. Það ber þó oft við, að drepsóttirnar koma eins og skúr úr lieiðu lofti; auðvitað hafa þær þá sínar orsakir eins og endranær, en vísindin hafa að eins eigi komið auga á þær. Sjóndeildarhringurinn rýmkast þó sífelt, og nú á síðustu tímum, hafa menn oft litið óhýrum augum til kyrkjugarðanna og grunað þá um að vera eitt af þessum leyndu pestarbælum, sem hafi spúið drep- sóttunum út, þegar minst varði og enginn átti von á þeim. Það var fvrst í stórborg- unum, að menn komu auga á þá, af því, að sóttirnar komu upp kring um þá, og stund- um rétt eftir að graflr höfðu verið teknar, og oft urðu landfarsóttir hættastar og verst- ar umhverfis þá. Þetta hafa menn sann- færst um meir og meir, og því er það að mönnum kom til liugar, livort eng- inn vegur væri annar til að skilja sómasam-

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.