Öldin - 01.02.1894, Page 3

Öldin - 01.02.1894, Page 3
ÖLDIN. 19 lega við l&tna frændur sína og vini, en að grafa þá niður 1 jörðina, eins og Gyðingar gerðu, og sem kristna tríiin heflr tekið ett- ir þeim. Þar við bættist og rúmleysi í kyrkjugörðum, svo að varla var kostur á bletti til að hola niður líki, þótt fé væri í boði. Þetta alltsaman kom íótunum undir líkbrennsluna. — En hún hefir átt við ramman reip að draga, eins og margt ann- að, þar sem er vanafesta og hindurvitni og vanþckking. Ýmsir merkir andlegrar stéttar menn urðu þegai málinu fylgjandi, en meiri hlutinn telur það þó andstætt trú- arbrögðunum og óþarfa brjál. Það voru þó ýms dæmi, sem núðu nauðsyninni svo hlífðarlaust í nasir mönnum, að móti þeim varð eigi gengið. Það var t. d. í Parísar- borg kyrkjugarður einn, sem andaði svo ó- hollu inn í kjallarana undir húsunum í kring, að þar var lífshætta fyrir menn að vera, og eins urðu allar sóttir mildu ólmari þar í kring en annarstaðar. Það varð því að leggja kyrkjugarðinn niður. Af líkum ástæðum var í hitteðfyrra lagður niður kyrkjugarðnr einn í Neapel á Ítalíu. í öll- um stórborgum bæði í Norðurálfu og Iiér er alment hætt við að grafa lík í kyrkjugörð- um inni i bæjunum, heldur eru líkin ná- lega hvervetna flutt langar leiðir út úr borgunum og grafin á bersvæði, sem lengst frá allri bygð. Það er sannarlega eigi að eins gert af sparsemi, af því að grafreitur- inn mundi verða of dýrkeyptur inni í borg- um, heldur einmitt til þess, að verja mcnn fyrir þeirri óliollustu, er rotnun líka hlýtur ávalt að hafa í fdr með sér.' Það mætti nefna óteljandi dæmi, sem vitna nógu snjall- róma um óliollustu kyrkjugarða, en þð eru þeir margir, sem enn eigi hafa viljað láta sannfærast; telja þeir þetta einstök dæmi, sem eigi vitni neitt móti öllum hinum grú- anum af kyrkjugörðum, sem engin óholl- usta er af, enda þótt þeir liggi í þéttbygð- ustu pörtum stérbæja. Það er nú að vísu oft svo, að óhollustan er kannske minst í kyrkjugörðunum sjálfum, en getur vel ver- ið stórmikil langar leiðir frá þeim, en átt þó einmitt rót sína að rekja til þeirra, og þó flutzt með því vatni, sem seitlar bæði í' jörðinni og á henni, og er þá oft afar kostn- aðarsamt að sanna slíkt, en þetta heflr þó oft verið gert. En þeirrar eftirleitni gerist heldur eigi svo brýn þörf, því að í þessu til- liti nægir að vitna til rannsókna hins heims- fræga vísindamanns, Pasteurs, í Parísar- borg, sem hann heflr gert um miltisbrands sóttfræ. Miltisbrandur þaut upp á Frakk- landi á ýmsum stöðum, þar sem eigi hafði orðið hans vart mörgum árum saman. Pasteur fann þá, að ánamaðkamir báru miltisbrands-sóttfræin utan á sér upp úr jörðunni á þeim stöðum, þar sem miltis- brandsdauð dýr höfðu verið grafln niður mörgum árum áður, og kom þá í Ijðs, að sóttfræin þrifust þar, jukust og margföld- uðust um langan tíma eftir að þau höfðu drepið skepnumar og verið grafln niður með þeim, og skriðu svo á ánamöðkunum upp í dagsljósið, til að drepa á ný. Það er eigi ósennilegt, að svo sé með fleiri sóttir, og þeirra uppþot, og um gulu- drepsóttina í heitu löndunnm þykjast menn þess fullvissir, að liún komi upp á sama hátt, og því er öll stund lögð á, að brenna lík manna, sem úr henni andast, og þann veg eyða sóttfræum hennar með öllu. Það virðast því næg rök vera fyrir því, að sóttir komi bæði í menn og skepnur við það, að sóttfræið kemur lifandi úr rotnuð- um líkömum. þegar við þeim er hreyft, og þetta hafa læknar sannað með mýmörgum dæmum, þar sem sóttir hafa vaknað upp á ný á þeim stöðum, sem þær herjuðu fyrir mörgum áram, einmitt við það, að grafið var á ný í sama blettinn og áður hafði ver- ið. Það er því aldrei hættulaust að hreyfa við gröfum sóttdauðra manna, þó þeir séu dánir fyrir löngu, og bágt að vita, á hverju augnabliki að hættan dynur yfir frá kyrkju- görðunum, þar sem ótölulegar miliónir af þessum sóttfræum lifa og ríkja, tilbúin að koma upp og drepa á ný. Þau koma upp sjálf, ormarnir flytja þau, vatnið flytur þau og margoft með sör, og það má með sanni

x

Öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.