Öldin - 01.02.1894, Side 4

Öldin - 01.02.1894, Side 4
20 ÖLDIN. segja, að þeirra vegir séu órannsakanlegir. Það er því cigi að undra, þótt illa gangi að skilja komu sóttanna íi stundum, þegar þann veg er um hnútana búið með greptr- unina, sem nú er. Hættan er því í raun réttri eigi meiri fyrir þá, sem búa fast við kyrkjugarðana, en aðra menn, nema hvað þeir eru nær ó- lyktinni og vatninu. Hættan er lík fyrir nlla, því að það er margreynt, aðflugur og skorkvikindi bera sóttfræið með sér um langan veg. Yér erum því í rauninni al- drei óhultir ívrir kyrkjugörðunum, þó þeir væru langt í burt frá allri bygð, og allrar varkárni væri gætt. Allar þær rannsóknir, er vísindamenn á seinni árum víðsvegar um heim hafa gert um útbreiðslu sóttfræa, hafa stutt og út- breitt líkbrensluna, síðan henni var komið á gang í annað sinn. Eins og kunnugt er, brendu Norðurálfuþjóðir, þar sem mentun var nokkuð á veg komin, líkin alment áð- ur en kristna trúin komst á hjá þeim, og kristnum klerkum ofbauð þá alls eigi, að horfa á bálfarir liðinna manna. Minucius Felix, er lifði á 3. öld eftir hingaðburð Krists, segir í einu riti sínu : “Við kristnu mennimir missum einskis við líkbrennsl- una, en vér höldum góðum og gömlum sið með oss, er vér greptrum lík dáinna bræðra vorra.” Álíka orðum fara kyrkjufeðurnir Origines Lacbantius og Lactanttus Agúst- ínus um þetta efni, og þö vora bálfarir á þeim tímum mun hryðjulegri en nú. Lík- in voru þá borin á stóran bálköst og enn gjöra Japansbúar það og ýmsir aðrir þjóð- flokkar á Indlandi. Líkbrennsla sú, sem nú tíðkast er þó nokkuð á annan veg, því liinar fornu bálfarir inyndu bæði særa til- finningar manna, og auk þess yrðu þær æði kostnaðarsamar. Nú er brennt í lok- uðum ofnum við kveykiloft. Braninn sést eigi, lykt fínst engin, og eftir er að eins lít- ið öskudupt, hvítt og lireint. Öllu sóttfræi og óheilnæmi er gjöreytt, og getur aldrei orðið neinum manni að mcini. Frá sjónarsviði fegurðarinnar munu flestir menn verða að kannast við, að æði- munur sé á líkbrenslunni og greftraninni. Alla menn hlýtur að hrylla við þeim for- lögum, sem líkaminn á að sæta, þegar gröf- inni er lukt yfir honum, ef þeir eru eigi með öllu hugsunarlausir, og því viðbjóðs- legra verður það, sem menn þelckja betur aðfarir rotnunarinnar. A mörgum stöðum er moldinni í kyrkjukörðunum svo háttað, áð líkamimir liggja þar hálfrotnir í kístun- um ár eftir ár. Svona búum vér.um frænd- ur og vini, og sama gengur yflr oss, þegar vér lokum augunum síðasta sinni, og þarna er sóttarefnið oft grafið og geymt handa eftirkomendunum, til þess að sýkja þá og drepa, þegar þeir eru búnir að róta fúanum upp í grasrótina í kyrkjugarðinum, cða vatnið og flugurnar eru búnar að færa þeim það heim í hlaðið. Þeir menn eru og næsta fáir, sem fá leyfi til að verða að mold í friði; flestra manna beinum er rótað upp hálffún- um og þau brotin og brömluð hugsunar- laust og tilflnningalaust, eins og það væri drumbar í mógröf, því við flestar graflr kemur upp gi’öf'tur og stundum höfuðskelj- ar margra manna úr einni gröf; þetta var að minsta kosti mjög alment í kyrkjugörð- um iieima á íslandi og sýnir það bezt, hve öllu er umrótað orðið niðri fyrir. Og þó að þú, lesari góður, hafir valið þér legstað við lflið konu þinnar og barna, þá áttu það alt undir náð og miskunsemi eftirkomendanna hve lengi þeir lofa þér að liggja þar í friði, og vel getur svo farið, að þú komir einn góðan vcðurdag í annað nágrenni, sem þér var minna um í lífinu. Ilvað mönnum hafi fundist mikið um, hve óþyrmilega stundum er farið með liðinna manna bein, sýna ber- lega þjóðsögur vorar. Þið munið eftir sög- unni af stúlkunni, sem hafði týnt eða brotið fjóskoluna sína og tók það til bragðs, að hún hafði brot af hauskúpu af manni, sem komið hafði upp úr kyrkjugarði, fyrir kolu í fjósið. Á gamlárskvöld, er stúlkan var stödd í fjósinu, og hafði að venju Ijós í haus- kúpubrotinu, var kallað á fjósgluggann til

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.